Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Valur Ingimundarson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Valur Ingimundarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði samtímasögu og tengjast einkum alþjóðastjórnmálum, utanríkismálum, öryggismálum, kalda stríðinu, samspili stjórnmála og laga, sögu og minni og fasisma og popúlisma. Hann hefur meðal annars fjallað um stjórnmálasamskipti Bandaríkjanna og Evrópu með áherslu á Þýskaland, íslensk utanríkismál, samskipti Íslands og Bandaríkjanna og alþjóðastjórnmál á norðurslóðum. Þá hefur hann beint sjónum að fortíðarvanda þjóða og pólitískum og lagalegum umbreytingarferlum eftir hernaðar- eða samfélagsátök. Valur hefur verið virkur í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á þessum sviðum.

Rannsóknir Vals eru á sviði samtímasögu og tengjast einkum alþjóðastjórnmálum, utanríkismálum, öryggismálum, kalda stríðinu, samspili stjórnmála og laga, sögu og minni og fasisma og popúlisma.

Í doktorsritgerð sinni fjallaði Valur um hlutverk þýsku ríkjanna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna á 6. áratug 20. aldar. Hann hefur skrifað bækur á ensku og íslensku um samskipti Íslands og Bandaríkjanna á tíma kalda stríðsins og íslenska utanríkisstefnu eftir að því lauk. Þá hefur hann fengist í skrifum sínum við sjálfsmyndastjórnmál í ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu og afskipti erlendra ríkja og alþjóðastofnana þar; landfræðipólitík og stjórnarhætti á norðurslóðum og stefnu Íslands í málefnum svæðisins; Norðurlöndin og kalda stríðið; og efnahagsleg, pólitísk og lagaleg álitamál tengd bankahruninu á Íslandi.

Valur fæddist í Reykjavík árið 1961. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1981. Hann er með BA-gráðu í sagnfræði og stjórnmálafræði (1986), MA-gráðu í sagnfræði (1987) og doktorsgráðu í sagnfræði (1993) frá Columbia-háskóla í New York. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands frá árinu 1998 og verið prófessor frá árinu 2005. Hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín, þar á meðal hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs (1999). Hann er formaður stjórnar rannsóknarsetursins EDDU við Háskóla Íslands og var formaður þverfaglegrar áhættumatsnefndar utanríkisráðuneytisins. Hann hefur verið gistifræðimaður og gistiprófessor við nokkrar erlendar háskóla- og rannsóknarstofnanir, þar á meðal London School of Economics, Freie Universität í Berlín, École des Hautes Études en Sciences Sociales í París, Norsk Utenrikspolitisk Institutt í Osló, Royal United Services Institute (RUSI) í London og Shanghai Institutes of International Studies.

Mynd:

  • Úr safni VI.
  • Útgáfudagur

    9.11.2018

    Spyrjandi

    Ritstjórn

    Tilvísun

    Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Valur Ingimundarson stundað?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76607.

    Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 9. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Valur Ingimundarson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76607

    Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Valur Ingimundarson stundað?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76607>.

    Chicago | APA | MLA

    Senda grein til vinar

    =

    Hvaða rannsóknir hefur Valur Ingimundarson stundað?
    Valur Ingimundarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði samtímasögu og tengjast einkum alþjóðastjórnmálum, utanríkismálum, öryggismálum, kalda stríðinu, samspili stjórnmála og laga, sögu og minni og fasisma og popúlisma. Hann hefur meðal annars fjallað um stjórnmálasamskipti Bandaríkjanna og Evrópu með áherslu á Þýskaland, íslensk utanríkismál, samskipti Íslands og Bandaríkjanna og alþjóðastjórnmál á norðurslóðum. Þá hefur hann beint sjónum að fortíðarvanda þjóða og pólitískum og lagalegum umbreytingarferlum eftir hernaðar- eða samfélagsátök. Valur hefur verið virkur í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á þessum sviðum.

    Rannsóknir Vals eru á sviði samtímasögu og tengjast einkum alþjóðastjórnmálum, utanríkismálum, öryggismálum, kalda stríðinu, samspili stjórnmála og laga, sögu og minni og fasisma og popúlisma.

    Í doktorsritgerð sinni fjallaði Valur um hlutverk þýsku ríkjanna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna á 6. áratug 20. aldar. Hann hefur skrifað bækur á ensku og íslensku um samskipti Íslands og Bandaríkjanna á tíma kalda stríðsins og íslenska utanríkisstefnu eftir að því lauk. Þá hefur hann fengist í skrifum sínum við sjálfsmyndastjórnmál í ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu og afskipti erlendra ríkja og alþjóðastofnana þar; landfræðipólitík og stjórnarhætti á norðurslóðum og stefnu Íslands í málefnum svæðisins; Norðurlöndin og kalda stríðið; og efnahagsleg, pólitísk og lagaleg álitamál tengd bankahruninu á Íslandi.

    Valur fæddist í Reykjavík árið 1961. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1981. Hann er með BA-gráðu í sagnfræði og stjórnmálafræði (1986), MA-gráðu í sagnfræði (1987) og doktorsgráðu í sagnfræði (1993) frá Columbia-háskóla í New York. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands frá árinu 1998 og verið prófessor frá árinu 2005. Hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín, þar á meðal hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs (1999). Hann er formaður stjórnar rannsóknarsetursins EDDU við Háskóla Íslands og var formaður þverfaglegrar áhættumatsnefndar utanríkisráðuneytisins. Hann hefur verið gistifræðimaður og gistiprófessor við nokkrar erlendar háskóla- og rannsóknarstofnanir, þar á meðal London School of Economics, Freie Universität í Berlín, École des Hautes Études en Sciences Sociales í París, Norsk Utenrikspolitisk Institutt í Osló, Royal United Services Institute (RUSI) í London og Shanghai Institutes of International Studies.

    Mynd:

  • Úr safni VI.
  • ...