Hvað er eind? Og hver er þá munurinn á t.d nifteind, róteind, frumeind? Þá aðeins "eind"?Hugtökin ögn og eind eru notuð yfir enska orðið particle. Í daglegur tali er orðið ögn notað um eitthvað smátt fyrirbæri eða örlítið magn af einhverju. Við tölum til dæmis um að eitthvað sé agnarsmátt eða agnarlítið og orðið agnarögn er jafnvel stundum notað. Orðið eind er hins vegar svokallað fagorð eða íðorð, notað í efnafræði, eðlisfræði og skyldum greinum, yfir örsmá fyrirbæri. Ögn á vanalega við um efni sem sést með berum augum en eind er notað um mun minni fyrirbæri sem eru á stærð við sameind (e. molecule), frumeind (e. atom), róteind (e. proton) og rafeind (e. electron). Það kemur þó fyrir að orðið ögn sé notað þegar verið er að útskýra þessar eindir til að fólk glöggvi sig betur á fyrirbærunum.

Ögn á vanalega við um efni sem sést með berum augum en eind er notað um mun minni fyrirbæri sem eru á stærð við sameind (e. molecule), frumeind (e. atom), róteind (e. proton) og rafeind (e. electron).
- Íðorðabankinn – Stofnun Árna Magnússonar. (Sótt 29.05.20).
- Kristján Rúnar Kristjánsson. Hvað er Higgs-bóseind og hvers vegna er hún stundum kölluð Guðseindin (God particle)? (Sótt 26.06.2020).
- Lárus Thorlacius. Hver er minnsta öreindin? (Sótt 26.06.2020).
- Lithium Atom- Pixabay. (Sótt 26.06.2020).
- Þorsteinn Vilhjálmsson. Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2013 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt? (Sótt 29.06.2020).