Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Kvenkynsorðið íð eitt og sér merkir 'verk, iðn, starf'. Það hefur einkum verið notað í skáldskap og kemur þegar fyrir í fornu máli. Nokkur dæmi eru um það í Lexicon poeticum Sveinbjarnar Egilssonar, orðabók yfir forna skáldamálið (1916:323, útgáfa Finns Jónssonar).
Í nútímamáli er íð einkum notað í samsetningunum íðorð, en þá er átt við sérfræðiorð í tiltekinni fræðigrein, og íðorðasafn sem er orðasafn með fræðiorðum í tiltekinni fræðigrein. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um síðarnefnda orðið er frá 1929 þar sem verið er að vísa í ritið Íðorðasafn frá Orðanefnd Verkfræðingafjelagsins sem gefið var út 1928. Líklegt er að hugtakið íðorð hafi verið búið til um þetta leyti.