Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1544 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Eru allir í heiminum skyldir? Hvers vegna?

Já, allar lífverur á jörðinni eru komnar af sömu rót, sama "forföður." Samkvæmt þróunarkenningu Darwins og erfðafræði nútímans er allt líf á jarðríki komið af einni rót, frá einfrumungum sem voru hér á jörðinni fyrir um það bil 3,5-4 milljörðum ára. Allt líf einkennist af tilteknum atriðum eins og vexti...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?

Fjöldi fólks hefur sent okkur spurningar þessa efnis. Spyrjendur auk Gests eru þau Gunnar Arnarson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Björn Rafnsson, Sandra Guðlaugsdóttir og Jói Gunnarsson.Svefninn er lífeðlisfræðilegt fyrirbrigði sem mikið hefur verið rannsakað en ekki er þó þekkt til hlítar enn. Hins vegar hafa rannsók...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna geispum við?

Þetta efni er greinilega mörgum hugleikið. Aðrir sem hafa sent okkur sömu eða sambærilega spurningu eru Eggert Helgason, Guðmundur Þorsteinsson, Stefán Már Haraldsson, Jóhann Waage og Jónas Beck.Spurningin um hvers vegna dýr, og þar með menn, geispa er ennþá að valda vísindamönnum erfiðleikum. Þó eru til þrjár meg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sofa hákarlar og hvalir?

Spurningin var upphaflega á þessa leið: Geta hákarlar sofið ef þeir þurfa alltaf að vera á stöðugri hreyfingu? Hvernig sofa hvalir ef þeir þurfa stöðugt að fara upp á yfirborðið til að fá súrefni? Bæði hákarlar og hvalir sofa. Hvalir hafa þróað ákveðna aðferð við öndun meðan á svefni stendur, svokallaða vilj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er veiðitækni hvíthákarlsins?

Hvíthákarlinn (Carcharodon carchartas) er mjög útbreiddur á miðlægum breiddargráðum þótt kunnustu búsvæði hans séu undan ströndum Suður-Afríku, Ástralíu og Kaliforníu þar sem stofnar sæljóna eru stórir. Hvíthákarlar eru geysistórir, venjulega verða þeir frá 3 til 6 metrum á lengd og vega venjulega um 1200 kg (dæmi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjá apar í lit?

Apar eru skógardýr. Til að greina í sundur ávexti frá laufskrúða í trjám er nauðsynlegt að hafa yfir að ráða sjónskynjun sem greinir liti. Nýlegar rannsóknir bandarískra vísindamanna hafa staðfest þetta samkvæmt grein frá síðasta ári í hinu virta vísindatímariti Nature. Prímatar eru einu spendýrin sem vitað er t...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju þurfum við að kunna að greina öll orð í orðflokka?

Hér er jafnframt svarað spurningu Aldísar Ernu Pálsdóttur Af hverju þurfum við að læra kennimyndir sagna fyrst við eigum aldrei eftir að nota það í framtíðinni nema sem kennarar? Börn læra málið án þess að vita nokkuð um hvað fallorð eru og hvað smáorð. Þau vita ekkert um mun á nafnorði og lýsingarorði, þótt þau ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er genasamsæta?

Tvílitna lífverur eins og dýr og háplöntur hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum. Maðurinn hefur til dæmis 46 litninga í sínum líkamsfrumum og hafa 23 komið frá móður og 23 frá föður. Við samruna einlitna kynfrumna myndast tvílitna okfruma sem verður upphaf nýs einstaklings. Af 46 litningum m...

category-iconJarðvísindi

Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?

Öræfajökull er talinn vera stærsta eldstöð Íslands, en rúmmál þess eldfjalls er um 70 rúmkílómetrar (km3). Hér er átt við rúmmál eldstöðvarinnar ofanjarðar, en að sjálfsögðu er mikill hluti eldstöðva neðanjarðar, svo sem aðfærslukerfi eldfjallsins (kvikuhólf, gígrásir og fleira). Það er einnig til að eldfjallið s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla?

Hárlos getur stafað af ýmsum orsökum, til dæmis miklum veikindum eða streitu. Erfðir eru þó ein algengasta orsök hárloss. Talað er um kynháðar erfðir þegar gen erfast jafnt með báðum kynjum en svipgerðaráhrif þess koma fram á mismunandi hátt hjá kynjunum. Skalli er dæmi um kynháðar erfðir. Bæði kynin geta fengið...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum?

Þessi munur er margvíslegur og skulu hér nefnd nokkur atriði:Hljóðbylgjur berast um loft og önnur efni en geta ekki borist um tómarúm. Útvarpsbylgjur geta hins vegar borist um tómarúm og ýmis efni, svo sem loft. Í þessu felst að hljóð getur ekki borist um geiminn en útvarpsbylgjur geta það hæglega, samanber sérsta...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?

Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur?

Uglur heyra undir flokk einsleits hóps fugla sem nefnist Strigiformes á fræðimáli. Þær eru ránfuglar og veiða aðallega þegar skyggja tekur. Alls eru þekktar um 334 tegundir í 48 ættkvíslum. Uglur finnast á öllum meginlöndunum nema Suðurheimskautslandinu. Þær finnast ennfremur á fjölda eyja í Suður-Kyrrahafinu. Ugl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?

Á ensku nefnist karlkanínan „buck“, en það orð er einnig notað um karlspendýr af hjartarætt. Til eru nokkur mismunandi heiti á íslensku yfir þetta enska orð eftir tegundum, til dæmis hafur, hrútur og tarfur. Kvenkanínan er á ensku kölluð „doe“ sem á sama hátt nær yfir kvendýr hjarta, antilópa, geita og skyldra dýr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er sjálfjónun?

Gerum ráð fyrir að kjarni í atómi sé í örvuðu ástandi. Það þýðir meðal annars að orka hans er meiri en orka grunnástands. Hann getur sent frá sér þessa umframorku sem alfa-, beta- eða gammageisla sem svo eru kallaðir. Eindirnar í alfa- eða betageislum eru hlaðnar og hleðsla kjarnans breytist því við þess kona...

Fleiri niðurstöður