Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sjálfjónun?

Viðar Guðmundsson

Gerum ráð fyrir að kjarni í atómi sé í örvuðu ástandi. Það þýðir meðal annars að orka hans er meiri en orka grunnástands. Hann getur sent frá sér þessa umframorku sem alfa-, beta- eða gammageisla sem svo eru kallaðir.

Eindirnar í alfa- eða betageislum eru hlaðnar og hleðsla kjarnans breytist því við þess konar geislun. Kjarninn hefur þannig breyst í kjarna annars frumefnis en rafeindaskipan atómsins breytist ekki sjálfkrafa við þetta, þannig að atómið sem heild, kjarni + rafeindir, er nú ekki lengur óhlaðið heldur jónað sem kallað er.

Ef kjarninn losnar við orku sína í formi gammageisla, sem er rafsegulgeislun, er atómið enn atóm sama frumefnis. Sagt er að kjarninn hafi losað sig við orku með rafsegulverkun og orkan berst burt frá honum sem svokölluð ljóseind.

Ekkert af þessu er þó það sem kallað er sjálfjónun (e. internal conversion) heldur felst hún í því að orkubreyting í kjarnanum færist öll yfir á rafeind utan hans án þess að hleðsla hans breytist.

Sá möguleiki er sem sé einnig fyrir hendi að kjarninn víxlverki með rafsegulverkun við rafeindirnar sem eru næstar honum í atóminu. Ein rafeind getur þá fengið næga orku til þess að losna frá atóminu. Við það jónast atómið, en er eftir sem áður atóm sama frumefnis. Þetta gerist án þess að atómið hafi sent frá sér gammageisla.

Hins vegar er nú ósetið rafeindaástand innarlega í atóminu og það getur því síðan sent frá sér rafsegulgeislun um leið og rafeindaskipunin breytist til að fylla innra ástandið. Þá sendir atómið frá sér rafsegulgeislun með lægri orku en gammageislinn hefði haft, og með lítils háttar töf sem þó er mælanleg.

Enn flóknari ferli geta farið í gang þegar kjarninn víxlverkar við rafeindakerfið kringum hann með rafsegulverkun, en þeim verður ekki lýst frekar hér.

Skoðið einnig skyld svör við eftirfarandi spurningum:

Höfundur

Viðar Guðmundsson

prófessor í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.11.2003

Spyrjandi

Helga Skúladóttir

Tilvísun

Viðar Guðmundsson. „Hvað er sjálfjónun?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3893.

Viðar Guðmundsson. (2003, 28. nóvember). Hvað er sjálfjónun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3893

Viðar Guðmundsson. „Hvað er sjálfjónun?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3893>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sjálfjónun?
Gerum ráð fyrir að kjarni í atómi sé í örvuðu ástandi. Það þýðir meðal annars að orka hans er meiri en orka grunnástands. Hann getur sent frá sér þessa umframorku sem alfa-, beta- eða gammageisla sem svo eru kallaðir.

Eindirnar í alfa- eða betageislum eru hlaðnar og hleðsla kjarnans breytist því við þess konar geislun. Kjarninn hefur þannig breyst í kjarna annars frumefnis en rafeindaskipan atómsins breytist ekki sjálfkrafa við þetta, þannig að atómið sem heild, kjarni + rafeindir, er nú ekki lengur óhlaðið heldur jónað sem kallað er.

Ef kjarninn losnar við orku sína í formi gammageisla, sem er rafsegulgeislun, er atómið enn atóm sama frumefnis. Sagt er að kjarninn hafi losað sig við orku með rafsegulverkun og orkan berst burt frá honum sem svokölluð ljóseind.

Ekkert af þessu er þó það sem kallað er sjálfjónun (e. internal conversion) heldur felst hún í því að orkubreyting í kjarnanum færist öll yfir á rafeind utan hans án þess að hleðsla hans breytist.

Sá möguleiki er sem sé einnig fyrir hendi að kjarninn víxlverki með rafsegulverkun við rafeindirnar sem eru næstar honum í atóminu. Ein rafeind getur þá fengið næga orku til þess að losna frá atóminu. Við það jónast atómið, en er eftir sem áður atóm sama frumefnis. Þetta gerist án þess að atómið hafi sent frá sér gammageisla.

Hins vegar er nú ósetið rafeindaástand innarlega í atóminu og það getur því síðan sent frá sér rafsegulgeislun um leið og rafeindaskipunin breytist til að fylla innra ástandið. Þá sendir atómið frá sér rafsegulgeislun með lægri orku en gammageislinn hefði haft, og með lítils háttar töf sem þó er mælanleg.

Enn flóknari ferli geta farið í gang þegar kjarninn víxlverkar við rafeindakerfið kringum hann með rafsegulverkun, en þeim verður ekki lýst frekar hér.

Skoðið einnig skyld svör við eftirfarandi spurningum:...