Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2304 svör fundust
Úr hverju er vatn?
Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O. Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þe...
Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu?
Með drápu er átt við kvæði af sérstakri tegund. Megineinkenni drápunnar eru stefin, sem geta verið eitt eða fleiri, og eru endurtekin með jöfnu millibili. Að formi til er drápunni skipt í þrennt. Fyrsti hluti er án stefja og er eins konar inngangur á undan fyrsta stefi. Þá taka við stefjabálkar eða stefjamál og er...
Af hverju koma hvítir deplar þegar ég er búin að horfa lengi á ljós?
Hvítu deplarnir sem við sjáum eftir að hafa horft á einhvern bjartan flöt eru örlitlir klumpar af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi augans. Ef menn reyna að horfa beint á þá skjótast þeir oft undan manni. Það er ýmislegt sem getur valdið þessum blettum í glæruhlaupinu. Þegar við eru...
Hvað eru svifþörungar og hvernig fjölga þeir sér?
Svifþörungar eru hluti af svifi sjávar og nefnast plöntusvif (e. phytoplankton) Þörungarnir eru einfrumungar sem fjölga sér með skiptingu. Þeir eru örsmáir, um 1/1000 mm til 2 mm í þvermál. Svifþörungar eru frumbjarga lífverur sem nýta sér sólarorku og ólífræn efni til vaxtar og viðgangs. Smásjármynd af kísilþör...
Hvað þýðir það ef þjóðin segir nei við Icesave?
Lagastofnun Háskóla Íslands hefur tekið saman bækling með útskýringum á nokkrum meginatriðum um þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-samningana 9. apríl 2011. Þar er farið yfir ástæður atkvæðagreiðslunnar og hugsanlegar afleiðingar hennar. Í bæklingnum segir þetta um það ef ef meirihlutinn segir nei í atkvæ...
Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?
Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...
Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað?
Hreint gull (Au) er sjaldan notað í eitthvað annað en gullstangir og safngripi eins og gullpeninga. Ástæðan er sú að hreint gull er of mjúkt til smíða og því er það blandað með kopar eða öðrum málmum þegar smíða á skart og gripi úr gulli. Sjá svar Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni: Hvað er hreint gull mörg kar...
Hvað er lýsi? Hvernig er það nýtt og hver er aðal uppspretta orkunnar í því?
Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum. Til eru margar gerðir af lýsi og má til dæmis nefna þorskalýsi, loðnulýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi og sardínulýsi. Þessar tegundir eru allar unnar úr fiskum, ýmist heilum (t.d. loðnulýsi) eða úr einstökum líffærum (t.d. þorskalýsi úr þorskalifur). Meða...
Hvað gerir lifrin?
Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um 1,4 kg í meðalmanni. Hún gegnir hundruðum starfa og tengjast mörg þeirra efnaskiptum. Helstu störf lifrar eru eftirfarandi: Sykruefnaskipti. Lifrin er sérstaklega mikilvæg í að viðhalda eðlilegu blóðsykurmagni eða glúkósamagni blóðs. Hún breytir glúkósa í fjölsykr...
Hver fann upp vatnsklósettið? Hvenær og hvar var það?
Áður en við svörum þessu er vert að átta sig á því hver er megingaldurinn við þetta merka tæki sem hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar en mörg önnur. En megineinkenni nútíma salernisskálar er vatnslásinn sem í því er og kemur í veg fyrir að loft berist inn í herbergið frá skolpræsunum, og þar með bæði óþefu...
Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga?
Það er rétt að sólstjörnur, reikistjörnur og tungl eru yfirleitt sem næst kúlulaga, að minnsta kosti ef við sleppum áhrifum möndulsnúnings og sjávarfallakrafta. Þetta svar fjallar eingöngu um þessa hnöttóttu hluti himingeimsins. Stjörnur eru gerðar úr gasi. Yfirborð tungla og reikistjarna eins og jarðarinnar er...
Af hverju eru salerni oftast úr postulíni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver fann upp postulínið og úr hverju er það?Postulín er ekki ýkja gömul uppfinning en talið er að það hafi fyrst verið framleitt í Kína á valdatíma Tangættarinnar (618-907). Líklegt þykir að það hafi fengið á sig það form sem þekktast er á Vesturlöndum meðan hin mongólska Yuanætt...
Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?
Boðskiptakerfi líkamans er tvíþætt. Í taugakerfinu fer boðflutningur fram með taugaboðum sem framkalla hnitmiðaðar og hraðvirkar svaranir en svonefnt innkirtlakerfi notar efnaboð til stjórnunar. Efnaboðin eru hægvirkari en taugaboð en engu að síður mikilvæg. Líkja mætti þessum tveimur stjórnkerfum við símhring...
Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er maður lengi að rotna eftir að hann er grafinn?Hvernig rotna menn, það er hvernig er rotnunarferlið?Af hverju rotna manna- og dýralíkamar eftir dauðann? Hvaðan koma rotverurnar (litlu hvítu ormarnir) sem éta lífverur eftir að þær deyja?Fræðin um niðurbrot líkama eftir dauð...
Hvernig geta fuglar flogið?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning sem varðar ýmsar greinar vísinda, til dæmis bæði eðlisfræði og líffræði. Hér verður reynt eftir föngum að fjalla um nokkrar hliðar hennar. Fleygir fuglar hafa vængi og fiður úr sérstöku efni sem er mjög létt í sér, hrindir frá sér vatni og veldur litlum núningi við loftið...