Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2244 svör fundust
Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak?
Upphaflega voru spurningarnar þrjár og hljóðuðu svo: Hvort eru sígarettur eða vindlar hættulegri?Hefur verið athugað hvort það sé skaðlegra að reykja sígarettur en pípu?Er „hollara“ að taka í vörina frekar heldur en að reykja?Þegar fjallað er um skaðsemi tóbaksnotkunar er oftast talað um reykingar og þá yfirleit...
Geta verið aðrir miklahvellsmassar í óendanlegum geimi fyrir utan þann sem tilheyrir Miklahvelli?
Svarið er já; við getum vel hugsað okkur aðra heima fyrir utan þann heim sem við lifum í og jafnvel fullkomlega ótengda honum. Vísindamenn ræða þessa möguleika af fullri alvöru ekki síður en aðra. Ef hins vegar engin tengsl reynast vera við hina heimana verða menn að sætta sig við að um þá verði ekkert sagt og til...
Hver fann upp skíðin?
Elstu skíðin sem fundist hafa eru um 4.500 ára gömul. Aðeins annað skíðið fannst reyndar, í Svíþjóð, en það er stutt og breitt, ólíkt löngu og mjóu skíðunum sem tíðkast í dag. Mörg forn skíði hafa fundist á Norðurlöndum, mismunandi að lögun, en reglan hefur verið sú að þau mjókki og lengist eftir því sem norðar dr...
Til hvers eru moskur og hvernig líta þær út?
Moskur eru fyrst og fremst bænahús. Þar fara venjulega ekki fram þær trúarlegu athafnir sem tíðkast í kristnum kirkjum, til dæmis brúðkaup og skírnir, en moskur gegna þó mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þær eru oft miðpunktur staðbundinna samfélaga og kringum þær eru reistir skólar, spítalar og verslanir, svo ei...
Hver fann upp brandarann?
Ungversk-breski fræðimaðurinn Arthur Koestler telur fyndni vera háða tungumálinu og orðræðueðli þess. (Hægt er að lesa nánar um kenningar Koestler í svari við spurningunni Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?) Ef gengið er út frá þeirri skilgreiningu, sést að brandarinn gæti allt eins verið jafngamall tungumáli...
Af hverju kemur blóð þegar við dettum?
Til þess að það komi blóð þegar við dettum, rekum okkur í eða meiðum okkur á annan hátt þarf húðin að skerast í sundur. Í húðinni og mjúku vefjunum undir henni eru æðar og ef þær skerast í sundur og „gat“ er á húðinni berst blóð úr þeim út á yfirborð líkamans. Þá er sagt að það blæði. Ef litlar bláæðar og háræðar ...
Hvernig verkar hettan sem getnaðarvörn? Er hún jafnörugg og aðrar getnaðarvarnir?
Fáar konur nota hettuna þar sem hún hefur alveg fallið í skuggann af getnaðarvarnapillum og lykkjunni. Hettan er samt sem áður virk og skaðlaus getnaðarvörn og á að endast í mörg ár ef vel er farið með hana. Alltaf þarf á þó að gæta þess að nota sæðisdrepandi krem með henni. Kona sem aðeins sefur hjá stöku sinn...
Hvaðan kemur orðið vegasalt?
Nafnið á leiktækinu vegasalt er sett saman úr sögninni að vega 'lyfta, vigta' og nafnorðinu salt. Talað er um að vega salt, til dæmis "Eigum við að vega salt?", oft stytt í: "Eigum við að vega?" Orðin flytjast síðan frá athöfninni yfir á verkfærið og til verður heitið vegasalt. Líkingin er sennilega sótt til þess ...
Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum. EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Ísla...
Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?
Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvi...
Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?
Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Margir kannast við að gleyma sér öðru hverju. Þetta gerist einna helst þegar fólk e...
Geta eyrnatappar valdið skaða á heyrn?
Eyrnatappar eiga ekki að hafa skaðleg áhrif á heyrn séu þeir rétt notaðir. Eyrað skiptist í ytra eyra, miðeyra og innra eyra. Til ytra eyrans teljast eyrnablaðkan (e. pinna) og eyrnasnepillinn, sem í daglegu tali er átt við þegar að talað er um eyra, auk hlustarinnar eða eyrnaganga (e. ear canal) sem enda við ...
Hvernig er hægt að finna á hvaða lengdar- og breiddargráðum tiltekin lönd eru?
Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að finna lengdar- og breiddargráðu staða? er útskýrt hvernig hægt er að finna hnattstöðu tiltekinna staða með vísan í bauganet. Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér það svar. Vísindavefurinn hefur einnig verið spurður um legu landa, það er á hvaða len...
Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?
Afar litlar breytingar yrðu á aðgangi Íslendinga að vinnumarkaði ríkja Evrópusambandsins ef Ísland gengi í sambandið. Ísland hefur fullgilt EES-samninginn og er því aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur um vinnumarkað falla að miklu leyti undir EES-samninginn og Ísland hefur því tekið nánast allt regluverk sam...
Hvað eru vísindi?
Svonefnd vísindaheimspeki fæst meðal annars við spurningar eins og „Hvað eru vísindi?“ og „Hvernig er hægt að greina vísindi frá gervivísindum?“ Vísindaheimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) fjallaði meðal um þessar spurningar. Hann taldi að eitt megineinkenni vísinda væri að ekki sé hægt að sanna eða sýna fram ...