Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1371 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?
Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs skólans. Rannsóknir hans hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað ...
Hvaða rannsóknir hefur Sigurður Gylfi Magnússon stundað?
Sigurður Gylfi Magnússon er prófessor í menningarsögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann kom til starfa við Háskóla Íslands sem fastráðinn starfsmaður árið 2014 eftir að hafa verið sjálfstætt starfandi fræðimaður frá því hann gekk frá prófborði árið 1993 í Bandaríkjunum til ársins 2010. Á því á...
Hvað gerist þegar einstaklingur er gerður gjaldþrota og hversu lengi gildir það?
Lög nr. 21/1991 fjalla um gjaldþrotaskipti. Við úrskurð um gjaldþrotaskipti verður til sérstakur lögaðili, þrotabú, sem tekur við öllum skuldum og eignum skuldara. Allar kröfur á hendur þrotabúi falla sjálfkrafa í gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðarins. Skipaður er skiptastjóri sem fer með forræði búsins en sk...
Hvað er nýklassík?
Á íslensku er hugtakið nýklassík eða nýklassismi aðallega notað um tónlistarstefnu sem spratt upp í París snemma á 20. öld. Stefnan var að ýmsu leyti andsvar við nútímalegum impressjónisma. Tónskáld sem aðhylltust nýklassísk leituðu fanga í tónlist 18. aldar en sóttu einnig í enn eldri hefðir, til að mynda barokk ...
Má skjóta hrafna?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað éta hrafnar á veturna? Eru þeir réttdræpir til að halda fjölgun í skefjum? Ef svo er, hvað má þá skjóta marga á ári? Hrafninn (Corvus corax) er staðfugl á Íslandi og þarf því að þreyja þorrann hér yfir kaldasta hluta ársins. Til að komast af yfir vetrartímann leggur hann...
Hver er uppruni nafnsins Líneik og orðsins líneik?
Í heild hjóðaði spurningin svona:Hver er uppruni nafnsins Líneik? Og þá orðsins líneik? Ég veit af meiningunni kona/ung kona og þekki m.a. ljóðið úr Víglundar sögu þar sem ’Langúðig strauk löðri Iíneik um skör mína’ kemur fram. Ég er mjög áhugasöm um hvaðan það er og hvenær það kemur fram, í hvaða samhengi það var...
Af hverju eru íshellar stundum svona fallega bláir?
Til að skilja litbrigði í snjó og ís þurfum við að raða tveimur „púsl“-bitum rétt saman. Ljósgeislar, sem flæða um efni sem inniheldur ójöfnur eða misfellur, dreifast (skipta um stefnu) við árekstra við ójöfnurnar. Ójöfnurnar geta verið sprungur, loftbólur eða óhreinindi. Eitt dæmi um svona efni, sem ekki er ...
Hvert er upphaf algebru og hvenær barst hún til Evrópu?
Þegar flett er upp í ritum um sögu stærðfræðinnar er að finna klausur um algebru meðal menningarþjóða í Egyptalandi, Babýloníu og Kína löngu fyrir daga Krists. Þessar þjóðir fengust við algebru í þeim skilningi að menn leystu til dæmis fyrsta stigs jöfnur með einni eða tveimur óþekktum stærðum, þekktu Pýþagórasarr...
Getið þið sagt mér sögu Volkswagen Bjöllunnar?
Saga Volkswagen Bjöllunnar er einnig saga þýska hugvitsmannsins og hönnuðarins Ferdinands Porsche (1875-1951). Þótt margir hafi vitaskuld lagt hönd á plóg í þróun þessa víðfræga farartækis var Porsche hugmyndasmiðurinn og frumkvöðullinn að gerð þess. Porsche fæddist í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands, hlaut m...
Hvað gerist ef Katla gýs? Getur það valdið skaða á einhvern hátt?
Tjón og umhverfisbreytingar af völdum gosa í Kötlukerfinu hafa orðið vegna gjóskufalls, jökulhlaupa, hraunrennslis, eldinga og jarðskjálfta. Hér verður að gera greinarmun á Kötlugosum undir jökli og Eldgjárgosinu sem náði til sprungureinarinnar utan jökuls. Gjóskufall og jökulhlaup eru algengustu skaðvaldarnir en ...
Hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri?
Svarið við spurningunni er ekki eins einfalt og margur kynni að ætla. Enginn veit nefnilega nákvæmlega hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri og tölum um mannfall ber ekki saman. Oftast er sagt að fjöldi fallinna hermanna hafi verið um 9 milljónir en til eru þeir fræðimenn sem telja að mannfallið hafi verið m...
Á hverju byggist munklífi?
Upprunalega spurningin var:Á hverju byggist munklífi? Hvaða verkefnum var sinnt í munka- og nunnuklaustrum á miðöldum? Er munka- og nunnuklaustur það sama? Allt frá fyrstu öldum kristni hefur gætt þeirrar hugsjónar að kristnum mönnum beri að líkja eftir lífi Krists og breytni á sem bókstaflegastan hátt. Nefna m...
Hvað getið þið sagt mér um lúsmý?
Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur af lúsmýsætt (Ceratopogonidae), almennt 1-3 mm, afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á húð spendýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hárlitla húð manna. Lúsmý finnst um víða veröld enda tegundir fjölmargar og hver með sínar k...
Hvernig fer ofnæmispróf fram?
Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að t...
Hvað er embætti sýslumanns gamalt og hvað var yfirvaldið kallað fyrir það?
Fram yfir miðja 13. öld, á svonefndum þjóðveldistíma, réðu goðar yfir héruðum landsins og ekki er hægt að tala um miðstjórnarvald að öðru leyti en því að þeir komu með þingmönnum sínum til fundar á alþingi á Þingvöllum á sumrum, enda giltu ein lög í landinu sem nú ganga undir nafninu Grágás. Eftir að íslenskir höf...