Hvað éta hrafnar á veturna? Eru þeir réttdræpir til að halda fjölgun í skefjum? Ef svo er, hvað má þá skjóta marga á ári?Hrafninn (Corvus corax) er staðfugl á Íslandi og þarf því að þreyja þorrann hér yfir kaldasta hluta ársins. Til að komast af yfir vetrartímann leggur hann sér ýmislegt til goggs, aðallega hræ og úrgang sem til fellur, en étur annars allt sem hann kemst í til þess að draga fram lífið. Þá sækja hrafnar oft í byggð í von um að finna eitthvað matarkyns yfir köldustu mánuðina og eru fæðugjafir óneitanlega mikilvægar fyrir hrafna í þéttbýli víða um land. Varpstofn hrafnsins hér á landi er að jafnaði í kringum tvö þúsund pör og eru vísbendingar um að hröfnum hafi fækkað sérstaklega staðbundið á tveimur svæðum, það er á Norðausturlandi og við Breiðafjörð. Margt bendir til að veiðiálag hafi stuðlað að fækkun hrafna á þessum svæðum.
- Guðmundur A. Guðmundsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson. (2012). Vöktun íslenskra fuglastofna. Forgangsröðun tegunda og tillögur að vöktun. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-12010. (Sótt 24.4.2023).
- Kristinn Haukur Skarphéðinsson. (2018). Hrafn (Corvus corax). Náttúrufræðistofnun Íslands. (Sótt 16.02.2021).
- Hagstofa Íslands. Dýra- og fuglaveiðar eftir tegundum 1995-2021. (Sótt 24.4.2023).
- 64/1994: Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum | Lög | Alþingi. (Sótt 24.4.2023).
- Reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. (Sótt 24.4.2023).
- Mynd: Raven.JPG - Wikimedia Commons. . Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 Unported leyfi. (Sótt 24.4.2023).