Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1441 svör fundust
Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?
Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að l...
Er hægt að eyða úrani, eins og stundum heyrist sagt í fjölmiðlum?
Einfalda svarið við spurningunni er að það er ekki hægt að eyða úrani en það segir samt ekki alla söguna. Þess vegna er svarið við þessari spurningu í tveimur liðum. Einfalda svarið Líklega hefur spyrjanda komið spánskt fyrir sjónir að íslenskum fjölmiðlum verður stundum tíðrætt um að menn ætli að eyða úrani e...
Hversu gömul verða ský?
Dæmigerður líftími skýja er á bilinu 10 mínútur til klukkustundar. Ský eru sýnilegur hluti uppstreymis, sá hluti þar sem dropar eða ískristallar hafa myndast þegar loft kólnar við að lyftast. Uppstreymið er síbreytilegt en á sér oftast stað í smáum og skammlífum einingum sem ekki lifa nema í nokkrar mínútur hv...
Hver fann upp á kryptoni?
Krypton er ekki uppfinning heldur svokallað frumefni en allt í veröldinni er samsett úr frumefnum. Krypton hefur sætistöluna 36 í lotukerfinu og telst vera eðallofttegund. Eðallofttegundirnar eru sex talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe) og radon (Rn). Einnig er líklegt að frumefnið ...
Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?
Punktar sem finnast á hælnum á bjórflöskum gefa einfaldlega til kynna hvaða mót hefur verið notað við gerð flöskunnar hjá framleiðanda. Hvert mót hefur eigin punktamerkingu til að auðveldara sé að rekja galla á flöskunum. Punktarnir hafa því ekkert með sjálfan bjórinn að gera. 1) Stútur, 2) krag...
Hvað gerist þegar rjómi er þeyttur?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvað er það sem veldur því að rjómi þykknar þegar hann er þeyttur? Rjómi er framleiddur með mismunandi magni af mjólkurfitu eftir því hvaða eiginleikum sóst er eftir. Þeytirjómi inniheldur að lágmarki 36% fitu, afgangurinn er að mestu leyti vatn en einnig er að fin...
Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur? (t.d.efnaeiginleikar og svo framvegis.) Frumefni (e. element eða chemical element) eru grunnefni heimsins sem allt annað efni er samsett úr. Alls eru 118 frumefni þekkt í dag; 94 þeirra (frumefni 1-94) ha...
Hvaðan eru nafnorðin „herbergi” og „stígvél” komin?
Orðið herbergi kemur fyrir í fornu máli í merkingunni 'íbúðarhús, gististaður'. Það er síðar einnig notað um 'vistarveru'. Orðið er til í nágrannamálunum, nýnorsku herbyrgi, sænsku härberge, dönsku herberg(e), í merkingunni 'gististaður, húsaskjól'. Það er talið tökuorð úr miðlágþýsku herberge 'gistihús', sbr. háþ...
Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'?
Spurningin er svona í fullri lengd: Er "rétt" íslenska að nota "hvar" og "hvaðan" þar sem ("hvar") oftast er notað "þar sem"? Annað dæmi: ...hvaðan nöfn vinningshafanna verða dregin út. Orðið hvar er atviksorð sem notað er þegar spurt er um stað, t.d.: „Hvar á hann heima?”, „Hvar eigum við að hittast?”. Orði...
Hvenær ber að nota hornklofa, []?
Um notkun greinarmerkja í íslensku er hægt að lesa í auglýsingu um greinarmerkjasetningu. Þar segir um hornklofa:Hornklofa skal setja utan um það, sem skotið er inn í orðrétta tilvitnun. Dæmi: „Honum [þ.e. Hvítingi] hafði ekki orðið eitrið að bana“. Hið innskotna orð skal auðkennt, t.d. með undirstrikun í skrifuð...
Af hverju glitrar snjórinn?
Nýfallinn snjór glitrar ekki, en harðfenni, sem er þéttari snjór, sem náð hefur að endurkristallast og mynda stærri samhangandi kristalla, glitrar. Nýfallinn snjór er hvítur því örsmáir ískristallarnir í honum dreifa ljósinu í allar áttir óháð öldulengd, án þess að drekka mikið í sig. Ljósið getur náð einhverja...
Eru orðin „öðruvísi“ og „otherwise“ skyld?
Kvenkynsorðið vís í sambandinu öðru vís eða öðruvísi (sjaldnar öðruvísa, öðruvísu) merkir 'háttur, venja'. Það er til í nýnorsku sem vis í sömu merkingu og er bæði notað í kvenkyni og karlkyni. Orðið er einnig til í sænsku og dönsku sem vis. Í fornensku var orðmyndin wîs(e) og í fornháþýsku wîs(a), sbr. nútíma...
Í hvaða átt er humátt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Í hvaða átt er humátt? Af hverju er það dregið að fara í humátt á eftir einhverjum?Humátt er eitt af nokkrum afbökunum úr orðinu hámót. Hámót merkir 'hælfar, spor' og orðasambandið var upphaflega að fara í hámót á eftir einhverjum 'læðast á eftir e-m'. Fyrri liðurinn há- kem...
Hvers vegna er fyrsti laxinn sem einhver veiðir kallaður maríulax?
Upphaflega hljómaði spurningin svona:Getið þið upplýst okkur hér í veiðihúsi hvers vegna fyrsti laxinn sem manneskja veiðir kallast maríulax?Í seðlasöfnum þeim sem safnað var til á Orðabók Háskólans um áratuga skeið eru mjög fáar heimildir um maríulaxinn og engin sem skýrir nafnið eða hvort einhver siður var að ba...
Hvað merkir 'lon og don' og hvaðan kemur orðasambandið?
Uppruni orðasambandsins lon og don er ókunnur. Elst dæmi um það eru í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu, segir prestsfrúin til dæmis við bróður sinn: „þú situr lon og don yfir lestrinum“ og hefði orðasambandið tæplega verið notað hefði það ekki verið vel skil...