Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp á kryptoni?

Garpur Orri Bergs og Guðmundur Tómas Magnússon

Krypton er ekki uppfinning heldur svokallað frumefni en allt í veröldinni er samsett úr frumefnum. Krypton hefur sætistöluna 36 í lotukerfinu og telst vera eðallofttegund. Eðallofttegundirnar eru sex talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe) og radon (Rn). Einnig er líklegt að frumefnið oganesson (Og) sé eðallofttegund en það hefur ekki fengist staðfest. Allar eðallofttegundir eru bæði litar- og lyktarlausar og hafa svipaða eiginleika.

Krypton er ekki uppfinning heldur svokallað frumefni.

Orðið krypton er dregið af gríska orðinu 'kryptos' sem þýðir falinn. Andrúmsloftið inniheldur einungis 0,0001% krypton og því þótti við hæfi að nefna frumefnið krypton þar sem það virðist vera „falið“ í andrúmsloftinu. Krypton er til dæmis notað í sumum myndavélaflössum og flúrljósum.

Skoski efnafræðingurinn Sir William Ramsay uppgötvaði krypton árið 1898 ásamt hinum enska Morris M. Travers. Ramsay fékk Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1904 fyrir að hafa uppgötvað eðallofttegundirnar.

Skoski efnafræðingurinn Sir William Ramsay (1852-1916) og hinn enski Morris M. Travers (1872-1961) uppgötvuðu krypton árið 1898 við rannsóknir sínar á andrúmslofti. Þeir byrjuðu á að kæla loftið uns það varð fljótandi, hituðu svo vökvann og söfnuðu þeim lofttegundum sem losnuðu við ferlið. Um svipað leyti uppgötvuðu þeir einnig neon og xenon með sömu aðferð. Áður hafði Ramsay uppgötvað bæði argon og helín og hafði getið sér til um að fleiri slík frumefni væru til. Argon uppgötvaði Ramsay ásamt hinum enska William Rayleigh. Sir William Ramsay hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1904 fyrir uppgötvanir sínar á eðallofttegundunum.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

27.6.2017

Síðast uppfært

30.6.2017

Spyrjandi

Vitaliy Krayduba, f. 2000

Tilvísun

Garpur Orri Bergs og Guðmundur Tómas Magnússon. „Hver fann upp á kryptoni?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66246.

Garpur Orri Bergs og Guðmundur Tómas Magnússon. (2017, 27. júní). Hver fann upp á kryptoni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66246

Garpur Orri Bergs og Guðmundur Tómas Magnússon. „Hver fann upp á kryptoni?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66246>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp á kryptoni?
Krypton er ekki uppfinning heldur svokallað frumefni en allt í veröldinni er samsett úr frumefnum. Krypton hefur sætistöluna 36 í lotukerfinu og telst vera eðallofttegund. Eðallofttegundirnar eru sex talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe) og radon (Rn). Einnig er líklegt að frumefnið oganesson (Og) sé eðallofttegund en það hefur ekki fengist staðfest. Allar eðallofttegundir eru bæði litar- og lyktarlausar og hafa svipaða eiginleika.

Krypton er ekki uppfinning heldur svokallað frumefni.

Orðið krypton er dregið af gríska orðinu 'kryptos' sem þýðir falinn. Andrúmsloftið inniheldur einungis 0,0001% krypton og því þótti við hæfi að nefna frumefnið krypton þar sem það virðist vera „falið“ í andrúmsloftinu. Krypton er til dæmis notað í sumum myndavélaflössum og flúrljósum.

Skoski efnafræðingurinn Sir William Ramsay uppgötvaði krypton árið 1898 ásamt hinum enska Morris M. Travers. Ramsay fékk Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1904 fyrir að hafa uppgötvað eðallofttegundirnar.

Skoski efnafræðingurinn Sir William Ramsay (1852-1916) og hinn enski Morris M. Travers (1872-1961) uppgötvuðu krypton árið 1898 við rannsóknir sínar á andrúmslofti. Þeir byrjuðu á að kæla loftið uns það varð fljótandi, hituðu svo vökvann og söfnuðu þeim lofttegundum sem losnuðu við ferlið. Um svipað leyti uppgötvuðu þeir einnig neon og xenon með sömu aðferð. Áður hafði Ramsay uppgötvað bæði argon og helín og hafði getið sér til um að fleiri slík frumefni væru til. Argon uppgötvaði Ramsay ásamt hinum enska William Rayleigh. Sir William Ramsay hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1904 fyrir uppgötvanir sínar á eðallofttegundunum.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

...