Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1455 svör fundust
Hvað er sjaría eða sjaríalög?
Sjaría er lagakerfi íslam. Þetta viðamikla kerfi er samansett úr Kóraninum, helgibók múslima og Súnna, ritsafni sem inniheldur fordæmi og túlkun Múhameðs, helsta spámanns íslam sem uppi var á 7. öld. Til viðbótar eru svo túlkunanir og útleggingar síðari tíma manna sem hefur verið safnað saman í fjóra víðamikla lag...
Af hverju eru veirur til?
Til að svara spurningunni „af hverju eru veirur til?“ þarf fyrst að átta sig á því hvað veirur eru og hvað þær gera. Þegar svör við því hafa fengist er hægt að svara spurningunni um tilvist veira. Hvað eru veirur? Veirur eru agnarsmáar lífverur sem þurfa að sýkja frumur til að fjölga sér. Þær geta ekki fjölg...
Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?
Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlend...
Getið þið sagt mér frá baráttunni um El Alamein?
Oft er talað um orrustuna við El Alamein eða jafnvel orrusturnar tvær en í raun voru þrjár meginorrustur háðar við El Alamein seinni hluta ársins 1942. Sú fyrsta var 30. júní - 17. júlí þegar samveldisherinn náði að stöðva sókn möndulveldanna inn í Egyptaland, önnur orrustan var dagana 31. ágúst - 3. september þe...
Af hverju erum við í nærbuxum? Er það félagslegt eða vegna þæginda?
Nærbuxur hafa væntanlega þróast fyrst sem hlífðarfatnaður, en öðlast síðan táknræna merkingu með ýmsum hætti í tímans rás. Mannfræðingar hafa í rannsóknum sínum fundið og sagt frá fjölmörgum þjóðflokkum víðs vegar um heim, sem ganga um án þess að fara í buxur eða skýlu. Því verður ekki sagt að nærbuxnan...
Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?
Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...
Hvort eru fleiri mínus- eða plústölur í talnakerfi okkar?
Fyrir hverja jákvæða tölu er alltaf hægt að finna eina neikvæða, nefnilega með því að setja mínus fyrir framan hana. Fyrir hverja neikvæða tölu má eins finna eina jákvæða, með því að taka mínusinn burt. Auk þess fær maður aldrei sömu neikvæðu töluna fyrir tvær mismunandi jákvæðar tölur og öfugt. Þannig er hægt að ...
Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?
Þetta svar er í flokknum "föstudagssvar" enda samið á föstudegi. Föstudagssvör eru í léttari dúr en önnur. Við vitum ekki betur en að við höfum svarað spurningunni um fjölda Breiðafjarðareyja eftir því sem best er vitað. Við nefndum töluna 2700-2800, gátum heimilda fyrir henni og vísuðum til þeirra. Við sjáum e...
Hvað getið þið sagt mér um skötur?
Hér við land finnast nokkrar tegundir af ættbálki skatna (Hypotremata). Má þar helst nefna tindaskötuna (Raja radiata) sem kunnari er undir heitinu tindabikkja. Aðrar tegundir eru til dæmis skjótta skata (Raja Hyperborea), skata (Raja batis), hvítaskata (Raja lintea) og maríuskata (Bathyraja spinicauda). Skötur...
Hvernig fara hreindýratalningar fram?
Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal ...
Hvar finnast letidýr?
Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæða letidýr) og Megalonychidae (tvítæða letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Upphaflega voru öll letidýr sett í fyrrnefndu ættina en nú er greint á milli þeirra tveggja, út frá táafjölda og öðrum atriðum, til dæmis fjölda hálsliða....
Er bit grænna iguana-eðlna hættulegt?
Iguana-eðlur tilheyra eðluættinni Iguanidae sem telur alls 13 tegundir. Hefð er fyrir því í Ameríku að nota iguana-nafnið einungis fyrir stærri meðlimi þessarar ættar . Iguana-eðlur eru vinsæl gæludýr í Bandaríkjunum og er talið að þær finnist á um 3% heimila þar í landi! Ein tegund er öðrum vinsælli, en það er...
Hvert er strjálbýlasta land í heimi?
Ef við skoðum kort sem sýnir hvernig mannkynið dreifist um jörðina kemur berlega í ljós að dreifingin er langt frá því að vera jöfn. Raunin er sú að um helmingur jarðarbúa býr á um 5% af þurrlendi jarðar og um 90% mannkyns býr á tæplega 20% þurrlendis. Þéttleiki byggðar í heiminum. Um það bil þriðjungur a...
Hvað þýðir ISBN-talan fremst í bókum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað þýðir ISBN-talan fremst í íslenskum bókum? T.d. ISBN 9979-1-0047-8. ISBN stendur fyrir International Standard Book Number, og kallast á íslensku alþjóðlegt bóknúmer. Alþjóðlega bóknúmerið er nokkurs konar einkennistala sem þjónar þeim tilgangi að greina eitt rit sem bes...
Hver er uppruni tungumála Finna og Ungverja, sem eru gjörólík öllum öðrum í Evrópu?
Finnska og ungverska teljast til svonefndra finnsk-úgrískra mála af úrölsku málaættinni en til hennar telst einnig önnur grein, samójedíska. Mál af úrölsku málaættinni eru talin eiga uppruna sinn að rekja til frumúrölsku, sem töluð hafi verið í norðanverðum Úralfjöllunum í Rússlandi fyrir rúmum 7,000 árum og boris...