Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er strjálbýlasta land í heimi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Ef við skoðum kort sem sýnir hvernig mannkynið dreifist um jörðina kemur berlega í ljós að dreifingin er langt frá því að vera jöfn. Raunin er sú að um helmingur jarðarbúa býr á um 5% af þurrlendi jarðar og um 90% mannkyns býr á tæplega 20% þurrlendis.


Þéttleiki byggðar í heiminum.

Um það bil þriðjungur af þurrlendi jarðar er óbyggður. Þar ber helst að nefna Suðurskautslandið, fimmtu stærstu heimsálfu jarðar. Þar eru reyndar rannsóknastöðvar sem vísindamenn dvelja í um lengri eða skemmri tíma en enginn telst með fasta búsetu þar. Í flestum löndum heims eru einhver svæði óbyggð eða mjög strjálbýl, oftast af náttúrufarslegum aðstæðum. Þetta eru til dæmis svæði þar sem loftslag er of þurrt, of kalt eða of úrkomusamt til þess að vænlegt sé að búa þar. Einnig svæði þar sem jarðvegur er of þunnur eða ófrjósamur eða landið of bratt og fjalllent.

Þegar talað er um þéttleika byggðar er verið að vísa í hversu margir íbúar búa á ákveðinni flatareiningu og er yfirleitt miðað við fjölda íbúa á hvern ferkílómetra. Það fer allt eftir samhenginu hvers konar svæði er tekið fyrir. Algengt er að skoða þéttleika byggðar í ákveðnu landi en einnig er hægt að taka fyrir afmörkuð svæði innan landa, þéttleika byggðar í borgum og bæjum, í dreifbýli og svo framvegis. Það eina sem þarf að liggja fyrir er fjöldi íbúa á þessu afmarkaða svæði og flatarmál svæðisins.

Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna er að finna lista yfir þéttleika byggðar í löndum heims og er þá ekki aðeins horft á sjálfstæð ríki heldur líka afmörkuð svæði sem stjórnarfarslega heyra undir önnur ríki. Samkvæmt þeim upplýsingum eru 10 strjálbýlustu lönd heims eftirtalin:

LandFjöldi íbúa á km2
Grænland0,03
Falklandseyjar0,25
Vestur-Sahara1,16
Mongólía1,66
Franska Gvæjana1,98
Namibía2,41
Ástralía2,56
Súrínam2,67
Ísland2,81
Máritanía2,83

Samkvæmt þessum lista er Grænland strjálbýlasta land jarðar með 0,03 íbúa á hvern ferkílómetra. Þar á eftir koma Falklandseyjar með 0,25 íbúa/km2 og Vestur-Sahara með 1,16 íbúa/km2. Eins og sjá má er Ísland í 9. sæti á þessum lista og það er eina Evrópulandið sem kemst á blað.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.1.2004

Spyrjandi

Logi Ingólfsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvert er strjálbýlasta land í heimi?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3970.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 27. janúar). Hvert er strjálbýlasta land í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3970

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvert er strjálbýlasta land í heimi?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3970>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er strjálbýlasta land í heimi?
Ef við skoðum kort sem sýnir hvernig mannkynið dreifist um jörðina kemur berlega í ljós að dreifingin er langt frá því að vera jöfn. Raunin er sú að um helmingur jarðarbúa býr á um 5% af þurrlendi jarðar og um 90% mannkyns býr á tæplega 20% þurrlendis.


Þéttleiki byggðar í heiminum.

Um það bil þriðjungur af þurrlendi jarðar er óbyggður. Þar ber helst að nefna Suðurskautslandið, fimmtu stærstu heimsálfu jarðar. Þar eru reyndar rannsóknastöðvar sem vísindamenn dvelja í um lengri eða skemmri tíma en enginn telst með fasta búsetu þar. Í flestum löndum heims eru einhver svæði óbyggð eða mjög strjálbýl, oftast af náttúrufarslegum aðstæðum. Þetta eru til dæmis svæði þar sem loftslag er of þurrt, of kalt eða of úrkomusamt til þess að vænlegt sé að búa þar. Einnig svæði þar sem jarðvegur er of þunnur eða ófrjósamur eða landið of bratt og fjalllent.

Þegar talað er um þéttleika byggðar er verið að vísa í hversu margir íbúar búa á ákveðinni flatareiningu og er yfirleitt miðað við fjölda íbúa á hvern ferkílómetra. Það fer allt eftir samhenginu hvers konar svæði er tekið fyrir. Algengt er að skoða þéttleika byggðar í ákveðnu landi en einnig er hægt að taka fyrir afmörkuð svæði innan landa, þéttleika byggðar í borgum og bæjum, í dreifbýli og svo framvegis. Það eina sem þarf að liggja fyrir er fjöldi íbúa á þessu afmarkaða svæði og flatarmál svæðisins.

Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna er að finna lista yfir þéttleika byggðar í löndum heims og er þá ekki aðeins horft á sjálfstæð ríki heldur líka afmörkuð svæði sem stjórnarfarslega heyra undir önnur ríki. Samkvæmt þeim upplýsingum eru 10 strjálbýlustu lönd heims eftirtalin:

LandFjöldi íbúa á km2
Grænland0,03
Falklandseyjar0,25
Vestur-Sahara1,16
Mongólía1,66
Franska Gvæjana1,98
Namibía2,41
Ástralía2,56
Súrínam2,67
Ísland2,81
Máritanía2,83

Samkvæmt þessum lista er Grænland strjálbýlasta land jarðar með 0,03 íbúa á hvern ferkílómetra. Þar á eftir koma Falklandseyjar með 0,25 íbúa/km2 og Vestur-Sahara með 1,16 íbúa/km2. Eins og sjá má er Ísland í 9. sæti á þessum lista og það er eina Evrópulandið sem kemst á blað.

Heimildir og myndir:...