Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1465 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum?

Næstum allt sem vitað er um Haugsnesbardaga er í Sturlunga sögu, í þeim hluta hennar sem talið er að hafi upphaflega verið saminn sem Þórðar saga kakala en síðan tekinn inn í safnritið Sturlungu. Bardaginn var háður 19. apríl 1246 við Djúpadalsá í Skagafirði þar sem hún rennur að austan niður í Skagafjörð. Bardagi...

category-iconHugvísindi

Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?

Shi Huangdi (始皇帝), sem merkir bókstaflega fyrsti keisari, fæddist árið 259 f.Kr. Hann hét réttu nafni Ying Zheng (嬴政) og var konungur í Qin-ríkinu í Kína til forna. Stundum er hann nefndur Qin Shihuang (秦始皇) sem þýðir fyrsti keisarinn frá Qin. Shi Huangdi sam...

category-iconHagfræði

Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?

David Ricardo var hagfræðingur og kaupsýslumaður. Hann fæddist í Lundúnum vorið 1772 og dó haustið árið 1823 á sveitasetri sínu. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, Thomas Malthus og John Stuart Mill.1 Ricardo var af gyðingaættum. Faðir hans, Abraham Ricardo, flutti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Til hvers tóku Íslendingar saman ættfræðirit á fyrri öldum?

Fyrstu minningar hverrar manneskju eru tengdar uppruna og ættmennum. Sérhverjum manni er því náttúrulegt að vita uppruna sinn, vita hvaðan og hverjar kynkvíslir að honum renna. Ættfræði hefir því verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta grein sagnfræði meðal þjóða heims. Ættfræði var st...

category-iconLæknisfræði

Hver var Edward Jenner og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Edward Jenner f...

category-iconStærðfræði

Hver var Sofia Kovalevskaja og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Sofia Kovalevskaja (1850–1891) fæddist í Moskvu. Hún var önnur í röð þriggja barna Vasilíj Korvin-Krukovskíj, hershöfðingja riddaraliðs af pólskum ættum, og Yelizaveta Federovna Shubert af þýskum ættum. Foreldrarnir voru báðir vel menntaðir og komnir af hefðarfólki. Sofia hlaut menntun sína hjá einkakennurum og ba...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var að gerast í leikhúslífi Íslendinga um 1918?

Fullveldisárið 1918 var um margt heldur litlaust þegar horft er til leiklistar á Íslandi. Með einni undantekningu, leikritinu Landafræði og ást eftir Björnstjerne Björnson, voru uppfærslur Leikfélags Reykjavíkur á árinu allt verk sem félagið hafði sýnt áður. Fyrsta frumsýning ársins var Heimilið eftir Hermann Sude...

category-iconHugvísindi

Hver var Nobunaga Oda og hvaða hlutverki gegndi hann við sameiningu Japans?

Nobunaga Oda (1534-1582) var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin (戦国時代) í japanskri sögu. Hugtakið daimyo hefur gjarnan verið þýtt sem barón á íslensku en hér verður notast við orðið lénsherra sem er meira lýsandi. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Jón Helgason og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Jón Helgason (1899-1986) var bráðger á unga aldri, lauk snemma öllum æðstu lærdómsprófum og lifði svo langa ævi að starfsferillinn spannaði nærfellt sjötíu ár. Hann vann mörg og stór verk á flestum sviðum íslenskra fræða allt frá fyrsta skeiði íslenskra mennta og fram á 19. öld. Hann bjó í Kaupmannahöfn nánast all...

category-iconLífvísindi: almennt

Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?

Upphaflega spurningin var sem hér segir: Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar ennþá hinn svonefnda "týnda hlekk" til að tengja nútímamanninn við háþróuðustu frummenn?Með spurningunni er lagt fyrir einskonar krossapróf með tveimur tæmandi kostum: Veldu annaðhvort a) það er til bein lína...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig hljómar strengjakenningin og hver er hin sennilegasta minnsta eining?

Strengjafræði sameinar lýsingu á öllum þekktum öreindum og víxlverkunum náttúrunnar í einni kenningu. Hún er ennþá á rannsóknastigi og gæti átt eftir að víkja fyrir öðrum betri kenningum í framtíðinni, en sem stendur eru miklar vonir bundnar við hana sem sameiningarkenningu öreindafræðinnar. Strengjafræðin byggir ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um munnangur og er til lækning við því?

Munnangur er sár í munni og getur ýmist verið um einstakt, afmarkað tilfelli að ræða eða sár sem kemur aftur æ ofan í æ. Hér verður fjallað um síendurtekin tilfelli af munnangri. Frekari umfjöllun um munnangur má finna á doktor.is. Orsakir munnangurs eða munnsára sem koma aftur og aftur geta verið fjölmargar. M...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er skýring eðlisfræðinnar á því að vatn hvirflast rangsælis á norðurhveli jarðar en réttsælis á suðurhveli?

Áhrifin sem spurt er um í þessu svari eru kennd við Coriolis og eru stundum kölluð Corioliskraftur en einnig er talað um svigkraft. Hér er þó ekki um neinn raunverulegan kraft að ræða heldur aðeins áhrif sem stafa af því að atburðir eru skoðaðir frá sjónarhóli jarðarinnar sem er ekki kyrr heldur snýst. Auðveld...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru upptök svartadauða?

Sjúkdómurinn sem nefndur er svartidauði, plága eða pest í mönnum er orsakaður af bakteríunni Yersinia pestis. Auk þess að geta lifað í mönnum lifir bakterían víða um heim við náttúrulegar aðstæður. Þar lifir hún góðu lífi í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Smitaðar flær gegna lykilhlutverk...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?

Hugtökin ríkjandi og víkjandi, höfð um arfgenga eiginleika og erfðaeindir, eru meðal þeirra elstu í erfðafræðinni. Þau má rekja til frumherja nútíma erfðafræði, Gregors Mendel, sem birti niðurstöður rannsókna sinna árið 1866. Mendel gerði tilraunir með afbrigði af baunagrasi (Pisum sativum). Hann æxlaði saman hrei...

Fleiri niðurstöður