Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1899 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði?

Utan hins norræna málsvæðis eru einungis varðveitt örfá eddukvæða brot um fornar hetjur. Drjúgur hluti hins norræna efnis fjallar hins vegar um forna germanska guði sem skýrar vísbendingar eru um að hafi verið tignaðir víða um Evrópu á heiðnum tíma. Nútímamaðurinn vissi þó fátt um þessi goð ef ekki væri fyrir ísle...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verður ummyndun í bergi?

Öll efnafræðileg ferli leita í átt til jafnvægis við ríkjandi hita og þrýsting. Berg sem myndaðist við hraða kólnun frá 1100°C hita er greinilega í ójafnvægi við þær aðstæður sem ríkja við yfirborð jarðar. Hins vegar eru flest efnahvörf mjög hæg við slíkar aðstæður; hitni það hins vegar upp aftur, til dæmis í jarð...

category-iconHeimspeki

Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?

Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn ...

category-iconHugvísindi

Eru lík smurð á Íslandi?

Forn-Egyptar, Inkar og aðrar fornþjóðir fundu leið til að verja lík rotnun. Eftir andlát ristu Egyptar líkamann upp á vinstri hliðinni og fjarlægðu flest líffæri. Hjartað var þó vanalega skilið eftir, enda töldu Egyptar það vera miðju skynsemi og tilfinninga. Heili hins látna var hins vegar skafinn út í gegnum nas...

category-iconBókmenntir og listir

Hve mörg handrit Eglu eru í gagnagrunni Sagnanets?

Í Sagnanetinu eru skráð 45 handrit af Egils sögu. Þar af eru 10 brot (örfáar blaðsíður) á skinni, 3 eru ekki heil en 32 geyma alla söguna. Flest hafa verið mynduð en þau sem eftir er að mynda verða sett inn í safnið á næstu vikum. Í Sagnanetinu eru einnig 12 bækur er innihalda söguna og eru það einkum þýðingar á ö...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur tíðaverkjum og af hverju geta þeir verið svona sársaukafullir?

Nær allar konur finna einhvern tímann á ævinni fyrir verkjum í tengslum við blæðingar, svokölluðum tíðaverkjum eða tíðaþrautum (e. dysmenorrhea, menstrual cramps). Um eða yfir helmingur kvenna finnur reglulega fyrir tíðaverkjum og um 10-15% kvenna finna fyrir mjög slæmum verkjum, jafnvel þannig að það raskar dag...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er algengasti liturinn á íslenska hestinum?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju eru skjóttir íslenskir hestar sjaldgæfari en einlitir íslenskir hestar? Í eftirfarandi töflu er sýnt hve algengir 10 litir í íslenskur hrossum eru, en þessar prósentur sýna skiptingu í litum á 64.089 hrossum árið 1998, í rannsókn sem Þorvaldur Árnason og Ágúst Sigurðss...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerir geislafræðingur?

Árið 2001 var tekið í notkun starfsheitið geislafræðingur og kom það í stað gamla starfsheitisins „röntgentæknir“. Þykir nýja starfsheitið lýsa starfinu betur þar sem notkun röntgengeisla skiptir ekki jafn miklu í starfi geislafræðinga og áður. Rannsóknaraðferðum geislafræðinga hefur fjölgað og tækni á borð við ó...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hafsbotnsskorpa?

Skorpan er ysta lag jarðar — undir henni tekur við jarðmöttullinn niður á 2900 km dýpi og loks jarðkjarninn (miðja jarðar er á 6730 km dýpi). Skorpunni er skipt í hafsbotns- og meginlandsskorpu sem einkenna hafsbotnana og meginlöndin eins og nöfnin benda til. Hægt er að lesa meira um jarðskorpuna í svari sama höfu...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?

Sigrún Helga Lund er dósent í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Sigrúnar miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna. Hér á landi eru skrá...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Henning Úlfarsson rannsakað?

Henning Arnór Úlfarsson er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði fléttufræði, sem er undirgrein strjállar stærðfræði, og reiknirita. Fléttufræði snýst í grunninn um að telja hluti sem uppfylla ákveðna eiginleika. Einfalt dæmi væri hversu mörg orð af ákveðinni lengd með...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir stundað?

Sigurveig H. Sigurðardóttir er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað þjónustu við eldra fólk, bæði þá þjónustu sem veitt er af opinberum aðilum; heimaþjónustu og heimahjúkrun og þá þjónustu sem fjölskyldan veitir öldruðum aðstandendum sínum. Hún hefur einnig rannsakað samskipti kynsl...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Hrönn Pálmadóttir stundað?

Hrönn Pálmadóttir er dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru samskipti og leikur barna og hlutverk leikskólakennara. Nú vinnur hún að rannsókn þar sem könnuð eru viðhorf leikskólakennara og foreldra með ólíkan bakgrunn ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?

Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í breskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegur skáldskapur frá 19. öld fram til dagsins í dag. Hún hefur rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsi...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Dagsson stundað?

Jóhannes Dagsson er lektor við Listaháskóla Íslands. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins. Rannsóknir sínar notar/birtir Jóhannes í kennslu, hefðbundinni fræðilegri útgáfu og í myndlis...

Fleiri niðurstöður