Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve mörg handrit Eglu eru í gagnagrunni Sagnanets?

Þorsteinn Hallgrímsson

Í Sagnanetinu eru skráð 45 handrit af Egils sögu. Þar af eru 10 brot (örfáar blaðsíður) á skinni, 3 eru ekki heil en 32 geyma alla söguna. Flest hafa verið mynduð en þau sem eftir er að mynda verða sett inn í safnið á næstu vikum. Í Sagnanetinu eru einnig 12 bækur er innihalda söguna og eru það einkum þýðingar á önnur mál.

Sagnanetið var opnað umheiminum þann 2. júlí 2001. Það er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og íslenska Fiske-safnsinss við Cornell háskóla, með aðild Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi, en einnig sér Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um einn verkþátt.

Efniviður Sagnanetsins samanstendur af íslenskum fornbókmenntum, meðal annars heildstæðu safni Íslendingasagna og -þátta. Einnig er þar nú þegar drjúgur hluti norrænar goðafræði, biskupasagna, fornaldarsagna og riddarasagna, auk þess sem mörg handritanna hafa einnig að geyma kvæði, rímur og lausavísur, alls um 4400 verk. Verk sem til eru í fleiri en einni gerð fá samræmdan titil og eru þau um 800. Handrit voru valin úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni (tæplega 200 þús. bls.) og Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (rúmlega 40 þús. bls.), en prentuð rit voru valin úr íslenska Fiske-bókasafninu í Cornell háskóla.



Meginmarkmið og sérkenni Sagnanetsins er að það veitir aðgang að heildstæðu safnefni úr öllum handritum, það er þeim skinn- og pappírshandritum er geyma þetta efni og þessi söfn varðveita, auk prentaðra útgáfna og lærdómsrita um efnið, sem gefin eru út fyrir 1901.

Í gagnagrunni Sagnanetsins eru nú stafrænar myndir af rúmlega 1000 handritum og 452 bókum. Samtals eru það um 390 þús. blaðsíður. Verkin hafa öll verið nákvæmlega skráð, og gert hefur verið mjög gott notendaviðmót sem býður upp á fjölhæft leitarforrit og allt sem til þarf til að vinna með efnið um Vefinn.



Sagnanetið er einnig tilraunaverkefni í þeim skilningi að meðal markmiða þess er að mynda sýndarsafn sem fræðimenn hafa aðgang að um Netið, gera könnun meðal notenda Vefsins á kostum og göllum við að vinna eingöngu um Netið með þetta efni og gera könnun á kostnaði og ávinningi fyrir annars vegar þau bókasöfn sem standa að verkefninu og leggja til efnið, og hins vegar fyrir notendur þjónustunnar.

Þegar fram líða stundir verður unnt að bæta við Sagnanetið efni sem er í öðrum bókasöfnum eða með því að tengja það við samskonar stafræn söfn. Ennfremur verður unnt að bæta við það nýjum verkum.

Þetta er metnaðarfullt verkefni, og óhætt er að fullyrða að það er viðamesta verkefni á sviði stafrænnar endurgerðar safnefnis sem ráðist hefur verið í hérlendis og þótt víðar væri leitað.

Textabrotin eru fengin af Sagnanetinu. Enski textinn er upphaf Egils sögu í þýðingu W. C. Green sem út kom í London 1893.

Höfundur

aðstoðarlandsbókavörður

Útgáfudagur

17.10.2002

Spyrjandi

Rut Rúnarsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Hallgrímsson. „Hve mörg handrit Eglu eru í gagnagrunni Sagnanets?“ Vísindavefurinn, 17. október 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2793.

Þorsteinn Hallgrímsson. (2002, 17. október). Hve mörg handrit Eglu eru í gagnagrunni Sagnanets? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2793

Þorsteinn Hallgrímsson. „Hve mörg handrit Eglu eru í gagnagrunni Sagnanets?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2793>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve mörg handrit Eglu eru í gagnagrunni Sagnanets?
Í Sagnanetinu eru skráð 45 handrit af Egils sögu. Þar af eru 10 brot (örfáar blaðsíður) á skinni, 3 eru ekki heil en 32 geyma alla söguna. Flest hafa verið mynduð en þau sem eftir er að mynda verða sett inn í safnið á næstu vikum. Í Sagnanetinu eru einnig 12 bækur er innihalda söguna og eru það einkum þýðingar á önnur mál.

Sagnanetið var opnað umheiminum þann 2. júlí 2001. Það er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og íslenska Fiske-safnsinss við Cornell háskóla, með aðild Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi, en einnig sér Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um einn verkþátt.

Efniviður Sagnanetsins samanstendur af íslenskum fornbókmenntum, meðal annars heildstæðu safni Íslendingasagna og -þátta. Einnig er þar nú þegar drjúgur hluti norrænar goðafræði, biskupasagna, fornaldarsagna og riddarasagna, auk þess sem mörg handritanna hafa einnig að geyma kvæði, rímur og lausavísur, alls um 4400 verk. Verk sem til eru í fleiri en einni gerð fá samræmdan titil og eru þau um 800. Handrit voru valin úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni (tæplega 200 þús. bls.) og Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (rúmlega 40 þús. bls.), en prentuð rit voru valin úr íslenska Fiske-bókasafninu í Cornell háskóla.



Meginmarkmið og sérkenni Sagnanetsins er að það veitir aðgang að heildstæðu safnefni úr öllum handritum, það er þeim skinn- og pappírshandritum er geyma þetta efni og þessi söfn varðveita, auk prentaðra útgáfna og lærdómsrita um efnið, sem gefin eru út fyrir 1901.

Í gagnagrunni Sagnanetsins eru nú stafrænar myndir af rúmlega 1000 handritum og 452 bókum. Samtals eru það um 390 þús. blaðsíður. Verkin hafa öll verið nákvæmlega skráð, og gert hefur verið mjög gott notendaviðmót sem býður upp á fjölhæft leitarforrit og allt sem til þarf til að vinna með efnið um Vefinn.



Sagnanetið er einnig tilraunaverkefni í þeim skilningi að meðal markmiða þess er að mynda sýndarsafn sem fræðimenn hafa aðgang að um Netið, gera könnun meðal notenda Vefsins á kostum og göllum við að vinna eingöngu um Netið með þetta efni og gera könnun á kostnaði og ávinningi fyrir annars vegar þau bókasöfn sem standa að verkefninu og leggja til efnið, og hins vegar fyrir notendur þjónustunnar.

Þegar fram líða stundir verður unnt að bæta við Sagnanetið efni sem er í öðrum bókasöfnum eða með því að tengja það við samskonar stafræn söfn. Ennfremur verður unnt að bæta við það nýjum verkum.

Þetta er metnaðarfullt verkefni, og óhætt er að fullyrða að það er viðamesta verkefni á sviði stafrænnar endurgerðar safnefnis sem ráðist hefur verið í hérlendis og þótt víðar væri leitað.

Textabrotin eru fengin af Sagnanetinu. Enski textinn er upphaf Egils sögu í þýðingu W. C. Green sem út kom í London 1893....