Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Til hvers er botnlanginn?
Botnlanginn er hol tota sem gengur út frá botnristlinum. Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir botnlanginn mikilvægu hlutverki í ýmsum dýrum. Talið er að botnlangi í mönnum sé l...
Getur vatn soðið skyndilega í bolla þegar hann er tekinn út úr örbylgjuofni eftir hitun?
Spurningunni fylgdi saga um ungan mann vestur í Ameríku sem varð fyrir því að vatnið í bollanum var ekki sjóðandi þegar hann tók það út úr örbylgjuofninum en gaus þá skyndilega framan í hann svo að hann brenndist illilega. Við teljum sem betur fer ekki að atvik sem þetta séu mjög líkleg, en fyrirbærið er kallað...
Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?
Kökurannsóknardeild Vísindavefsins fékk nafnlausa ábendingu um að köku hefði verið stolið úr krús í gær! Málið er grafalvarlegt og okkar fyrstu viðbrögð eru þau að setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Nefndin er skipuð til þriggja ára og í henni sitja valinkunnir bakarameistararar. Forseti nefndarinnar er Hérastubbu...
Hvað er kolefnisbinding?
Með hugtakinu kolefnisbinding er einfaldlega átt við það þegar kolefni (C) í andrúmsloftinu binst til lengri tíma, til dæmis gróðri eða jarðvegi. Líf er sú birtingarmynd kolefnis sem við höfum hvað mestan áhuga á, enda erum við lífverur. Þó er mun meira kolefni í efnasamböndum utan lífríkisins, til dæmis í kolt...
Hvenær fer gamanið að kárna?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fer gamanið að kárna? Hvað merkir kárna og á þetta örugglega að vera kárna en ekki grána? Sögnin að kárna merkir ‘versna, úfna, fara úr lagi, rifna, verða viðsjárverður, ískyggilegur’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:448). Ásgeir telur h...
Hverjir eru helstu arfgengu taugasjúkdómarnir og hvað er hægt að segja um þá?
Til eru yfir 200 mismunandi gerðir af arfgengum taugasjúkdómum og því er ómögulegt að gera þeim öllum skil í grein sem þessari. Umfjöllunin hér á eftir er því almenns eðlis þar sem bæði er komið inn á taugasjúkdóma og erfðir. Arfgengir taugasjúkdómar lýsa sér í breytingum í gerð sameinda taugakerfisins sem lei...
Hvernig lýsir sjúkdómurinn lupus sér?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóm sem kallast Lupus eða Rheumatoid Arthritis? Hér er í raun verið að spyrja um tvo sjúkdóma, annars vegar lupus (Systemic Lupus Erythematosus) sem oft er kallaður rauðir úlfar á íslensku og hins vegar iktsýki eða liðagigt (Rheumatoid Arthritis)....
Hvað getið þið sagt mér um fjallaljón?
Fjallaljón (Puma concolor), sem einnig kallast púma, er kattardýr af undirættinni Felinae (smákettir) og er eina tegundin innan Puma-ættkvíslarinnar. Þó fjallaljón teljist til smákatta eru þau tiltölulega stór, karldýrin eru á bilinu 36 til 120 kg að þyngd og kvendýrin 29 til 64 kg. Litur þeirra er nokkuð breytile...
Hvað eru sólgos og segulstormur?
Annað slagið birtast sólblettir á sólinni. Sólblettir eru virk svæði á sólinni þar sem segulsviðið er mjög sterkt og sýnast þeir dökkir því þeir eru svalari en aðliggjandi svæði. Fyrir kemur að orka hleðst upp í nánd við sólblettina. Þegar hún losnar skyndilega úr læðingi verður til sólblossi (sólgos). Sólblossi s...
Hvað eru margir íbúar í Bandaríkjunum?
Hinn 1. ágúst 1998 er áætlað að um 270 milljónir hafi búið í Bandaríkjunum eða rétt um 1000 sinnum fleiri en á Íslandi (Íslendingar voru um 275 þúsund 1. desember 1998). Búast má við nákvæmari tölum um fjölda Bandaríkjamanna vegna þess að manntal hefur verið nýframkvæmt þegar þetta er skrifað (í júlí 2000) en ...
Hvaðan kemur olían og klárast hún einhvern tímann?
Jarðolía myndast úr plöntu- og dýraleifum sem safnast saman á sjávarbotni. Fyrir tilstuðlan gerla og hvata, þunga efri jarðlaga og hækkandi hitastigs taka leifarnar ýmsum efnabreytingum og verða með tímanum að olíu. Olían er takmörkuð auðlind. Nú er talið að í jörðu séu um 1.000 milljarðar tunna en það samsvara...
Hvað er pipar og hvernig verður hann til?
Pipar er krydd úr berjum piparjurtarinnar (Piper nigrum). Piparjurtin er klifurjurt upprunnin í hitabelti Asíu. Jurtin getur náð 4-6 metra hæð. Þriggja til fjögurra ára gömul byrjar jurtin að blómstra litlum hvítum blómum sem verða að berjum og kallast piparkorn. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer bragð og lit...
Íslam í apríl
Íslam og Mið-Austurlönd verða í brennidepli á Vísindavefnum í apríl. Þá verða meðal annars birt svör eftir nemendur í námskeiðinu Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál og saga. Umsjónarkennari þess er Magnús Þorkell Bernharðsson. Í síðustu viku birtust svör við spurningunum: Af hverju klæðast sumar íslams...
Hvaðan koma hvítu blettirnir á nöglunum?
Hvítir blettir á nöglum eru kalkútfellingar í nöglinni sem gefa til kynna að naglmassinn hafi orðið fyrir einhverju hnjaski þegar nöglin var að myndast. Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru neglur?, myndast neglur þegar yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. ...
Hvað er vitað um laxa?
Atlantshafslaxinn (Salmo salar) lifir í norðanverðu Atlantshafi. Hann finnst við strendur Norður-Ameríku, við Labrador í Kanada og allt suður til Connecticut í Bandaríkjunum. Hann lifir við suður- og austurströnd Grænlands, umhverfis Ísland og Færeyjar og við Bretlandseyjar. Atlanshafslaxinn finnst einnig við str...