Hvenær fer gamanið að kárna? Hvað merkir kárna og á þetta örugglega að vera kárna en ekki grána?Sögnin að kárna merkir ‘versna, úfna, fara úr lagi, rifna, verða viðsjárverður, ískyggilegur’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:448). Ásgeir telur hana vísast leidda af lýsingarorðinu kárr ‘hrokkinhærður’ í fornu máli og upphafleg merking sagnarinnar sé ‘verða úfinn, hrukkast, ýfast, ólagast’. Af sama stofni er orðið kári í merkingunni ‘vindur, vindkviða’ og karmannsnafnið Kári ‘hinn hrokkinhærði’. Bæði samböndin að kárna gamanið og grána gamanið merkja hið sama. Grána merkir ‘verða grár(ri), versna.’ Mynd:
- Adult Man Angry - Free photo on Pixabay. (Sótt 2.12.2019).