Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2180 svör fundust
Halda hrafnar þing?
Orðið þing er meðal annars notað um fund og mannamót. Upphafleg merking orðsin er talin vera samkoma. Orðið hrafnaþing er haft um það þegar hrafnar flykkjast saman á jörðu niðri. Í yfirfærðri merkingu er síðan talað um mannamót sem hrafnaþing. Kunn er sú þjóðsaga að hrafnar haldi hrafnaþing á haustin og skipi ...
Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?
Það rignir ekki alltaf þegar kaldir og heitir loftmassar mætast. Aftur á móti gerist það mjög oft á Íslandi. Ástæðan er sú að hlýir loftmassar sem berast til Íslands koma að sjálfsögðu af hafi og draga til sín raka á leiðinni til landsins. Þegar hlýr og rakur loftmassinn mætir kaldari loftmassa er hann þvingaður t...
Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn?
Orðasambandið rembast eins og rjúpa við staurinn þekkist að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Í Safni af íslenskum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson gaf út 1830 er gefið upp sambandið: „Hann rembist í kút og kvartil (eins og rjúpan við staurinn).“ „ … eins og rjúpan við staurinn“ er reyndar viðbót í sviga en...
Er til íslenskt heiti fyrir íkornann fox squirrel?
Íslenska heitið á íkornanum sem á ensku nefnist fox squirrel (Sciurus niger) er refíkorni. Þetta er norður-amerísk tegund af sama meiði og hinn kunni rauðíkorni (Sciurus vulgaris) sem er algengasta íkornategundin í Evrópu og gráíkorninn (Sciurus carolinensis) sem algengur er Norður-Ameríku en einnig sums staðar í ...
Af hverju ryðja ár sig?
Að ár ryðji sig merkir að þær bjóti af sér ísinn.[1] Ár og læki leggur iðulega í vetrarfrostum. Þegar hlýnar byrjar ísinn að bráðna, vatnið sem bundið var í ís og snjó fer af stað, áin bólgnar, brýtur upp frekari ís og ber jaka og íshröngl með sér niður farveginn. Í bók sinni Vatns er þörf [2] lýsir Sigurjón Rist ...
Af hverju eru hundar stundum grimmir og stundum góðir?
Hundurinn er talinn með elstu húsdýrum mannsins og ræktuð hafa verið mörg hundakyn eftir þeim notum sem menn hafa viljað hafa af hundunum. Hundar eru náskyldir úlfum og menn hafa notfært sér eiginleika úlfsins við ræktunina. Í fjárhundum hefur áherslan í ræktuninni verið á þann eiginleika eða atferli úlfsins að...
Hvað er háfjallaveiki?
Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn. Orsakir og einkenni Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill...
Hvað er fleygletur?
Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu. Letrið var í formi mynda sem no...
Hvenær og hvers vegna var NATO stofnað og hvaða tilgangi gegnir það í dag?
Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 af tólf ríkjum í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Stofnsáttmáli bandalagsins, sem var undirritaður 4. apríl 1949, kveður á um að NATO-ríkin skuldbinda sig til að "standa vörð um frelsi, sameiginlega arfleifð og borgaraleg gildi þjóða sinna, sem byggð eru á ...
Hvenær var penisilín fyrst notað á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða ár kom penisilín til Íslands og hvaða lyf er stærsti samkeppnisaðili penisilíns? Ekki er auðvelt að nálgast áreiðanlegar heimildir um fyrstu notkun penisilíns á Íslandi en upphaflega var það aðeins til sem stungulyf og var talsvert ertandi. Til eru skriflegar ...
Hversu langt var fyrsta maraþonhlaupið og hversu öruggar heimildir eru um að það hafi raunverulega verið hlaupið á meðal Forngrikkja?
Fleiri en ein saga er til um Maraþonhlaupið og segir frá einni þeirra í riti gríska sagnaritarans Heródótosar sem fjallar um sögu Persastríðanna. Á 6. öld f.Kr. féll Lýdía, ríki Krösosar konungs, í Litlu-Asíu, þar sem í dag er Tyrkland. Persar tóku yfir veldi Krösosar og komust þá í snertingu við grísku borgríkin ...
Hvernig er stjórnarfarið í Kína?
Frá því Kína var sameinað í eitt ríki hefur stjórnun landsins miðað að því að halda landinu saman sem einu ríki. Sökum þess hversu víðfemt landið þá hafa landsstjórnir hvers tíma orðið að dreifa valdi sínu og því urðu snemma til staðbundin stjórnvöld sem höfðu það hlutverk að tryggja yfirráð valdsstjórnarinnar. St...
Hvers konar gos varð í Nevado del Ruiz 1985 og af hverju dóu svona margir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um eldgosið í eldfjallinu Nevado del Ruiz árið 1985? Hinn 13. nóvember 1985 hófst gos í eldfjallinu Nevado del Ruiz í Kólumbíu. Þetta var ekkert sérstaklega stórt gos en olli engu að síður einu mesta manntjóni sem orðið hefur í eldgosi á tuttugu...
Hvernig myndast lungnakrabbamein?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndast lungnakrabbamein og hvaða áhrif hefur það á reglulega starfsemi lungnanna? Lungnakrabbamein verður til við illkynja breytingu í lungnavef. Á hverjum degi öndum við að okkur 10.000 lítrum af lofti sem inniheldur ógrynnin öll af smáum eindum sem geta bæði beint og...
Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?
Að flokka rusl er óneitanlega í tísku nú á dögum. Lítríkir bæklingar berast til okkar um að flokka hitt og þetta, æ fleiri sveitarfélög taka þátt í Staðardagskrá 21 og leggja sig fram um að gera gott betur, Vistvernd í verki (Global Action Plan) hefur stungið sér niður hér á landi, skilagjald var sett á dósir og f...