Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið rembast eins og rjúpa við staurinn þekkist að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Í Safni af íslenskum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson gaf út 1830 er gefið upp sambandið: „Hann rembist í kút og kvartil (eins og rjúpan við staurinn).“ „ … eins og rjúpan við staurinn“ er reyndar viðbót í sviga en sýnir að sambandið hefur þó verið notað.

Rjúpa í sumarham.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (I:618 (önnur útgáfa)) er gefin skýring á orðatiltækinu:
Þessi talsháttur er svo til orðinn að þegar maður finnur fyrst á vorin rjúpuhreiður skal ekki taka eggin undan henni, heldur láta hana verpa við. En það má með því móti að maður setji lítinn staur upp á endann niður, sumir segja í mitt hreiðrið milli eggjanna, en aðrir utan við hreiðrið, og hinir þriðju segja að það nægi að setja tréspæni í hreiðrið svo hærra beri á þeim en eggjunum. Þegar búið er að þessu og maðurinn er genginn burtu sezt rjúpan á eggin og verpir við þangað til hún hefur orpið svo mörgum eggjum að staurinn fer í kaf eða að eggjahrúgan taki jafnhátt honum, sé hann settur fyrir utan hreiðrið, og þaðan er orðskviðurinn dreginn, og er hann einnig hafður um það sem örðugt veitir að koma af.
Í þessari frásögn rembist rjúpan við að verpa en sú skýring er einnig á þessu sambandi að rjúpur hafi hér áður fyrr verið bundnar við staura sem agn fyrir fálka þegar fálkaveiðar voru stundaðar í ábataskyni. Þær rembdust þá við að reyna að losa sig frá staurnum.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan er orðasambandið „eins og rjúpan að rembast við staurinn“ komið?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.3.2011

Spyrjandi

Ísak Hilmarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2011, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=26298.

Guðrún Kvaran. (2011, 1. mars). Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=26298

Guðrún Kvaran. „Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2011. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=26298>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn?
Orðasambandið rembast eins og rjúpa við staurinn þekkist að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Í Safni af íslenskum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson gaf út 1830 er gefið upp sambandið: „Hann rembist í kút og kvartil (eins og rjúpan við staurinn).“ „ … eins og rjúpan við staurinn“ er reyndar viðbót í sviga en sýnir að sambandið hefur þó verið notað.

Rjúpa í sumarham.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (I:618 (önnur útgáfa)) er gefin skýring á orðatiltækinu:
Þessi talsháttur er svo til orðinn að þegar maður finnur fyrst á vorin rjúpuhreiður skal ekki taka eggin undan henni, heldur láta hana verpa við. En það má með því móti að maður setji lítinn staur upp á endann niður, sumir segja í mitt hreiðrið milli eggjanna, en aðrir utan við hreiðrið, og hinir þriðju segja að það nægi að setja tréspæni í hreiðrið svo hærra beri á þeim en eggjunum. Þegar búið er að þessu og maðurinn er genginn burtu sezt rjúpan á eggin og verpir við þangað til hún hefur orpið svo mörgum eggjum að staurinn fer í kaf eða að eggjahrúgan taki jafnhátt honum, sé hann settur fyrir utan hreiðrið, og þaðan er orðskviðurinn dreginn, og er hann einnig hafður um það sem örðugt veitir að koma af.
Í þessari frásögn rembist rjúpan við að verpa en sú skýring er einnig á þessu sambandi að rjúpur hafi hér áður fyrr verið bundnar við staura sem agn fyrir fálka þegar fálkaveiðar voru stundaðar í ábataskyni. Þær rembdust þá við að reyna að losa sig frá staurnum.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan er orðasambandið „eins og rjúpan að rembast við staurinn“ komið?
...