Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 819 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?
Vladimír Pútín var lítt þekktur maður í rússnesku samfélagi þegar hann tók við forsetaembætti af Boris Jeltsín í lok árs 1999, 47 ára gamall. Starfsferill hans hafði að mestu verið innan Öryggismálastofnunar ríkisins (KGB), en um nokkurra ára skeið starfaði hann við hlið hins frjálslynda Anatolís Sobtsjaks sem var...
Eru einhver skjöl frá árinu 1918 mikilvægari en önnur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Eru einhver skjöl frá 1918 mikilvægari en önnur? Getur þú sagt mér frá einhverjum áhugaverðum skjölum frá 1918? Árið 1918 var viðburðarríkt, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Fyrri heimsstyrjöldin hafði geisað frá árinu 1914 með hræðilegum afleiðingum. Hún...
Hver er staða ósonlagsins í dag?
Í heild er spurningin svona:Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig? Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo. Óson er sameind úr þremu...
Hvað einkennir fornaldarsögur?
Eitt helsta einkenni fornaldarsagna er tenging þeirra við fortíðina, hina óræðu „fornöld“, sem markast af baklægum efnivið þeirra um leið og hún mótar grundvöll – ásamt öðrum einkennum – að því sem kalla mætti sjálfstæða grein bókmennta eða tegund. Fortíðin er að vísu misfjarlæg og nær allt frá átakatímum evrópskr...
Hvaða gagn er að prímtölum?
Prímtölur eru tölur sem er ekki hægt að leysa upp í eiginlega þætti. Engin tala gengur upp í prímtölu nema hún sjálf og 1, sem er hlutleysa og hefur engin áhrif í margföldun. Oft getur verið þægilegt að fást við tölur sem margar aðrar tölur ganga upp í. Það á til dæmis við töluna 60. Tölurnar 2, 3, 4, 5, 6, 10...
Hvað gerist ef enginn kýs?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað í raun myndi gerast ef öll þjóðin á sama tíma fengi bara þá hugmynd að kjósa ekki? Myndi alþingið bara hætta? Vonast eftir svari hið snarasta! Stjórnskipunarlög eru þær lagareglur nefndar sem fjalla um æðstu handhöfn ríkisvalds, hvort sem er löggjafarvalds, framkvæmdarvalds e...
Eru Grýla, Leppalúði og jólakötturinn til í dag?
Nokkrir lesendur af yngri kynslóðinni hafa spurt Vísindavefinn um Grýlu. Það sem helst brennur á krökkunum er hvort hún sé enn á lífi og hvað hún sé þá eiginlega gömul? Nemendur í Hamraskóla vilja síðan fá að vita um allt í senn: Grýlu, Leppalúða og sjálfan jólaköttinn! Við Vísindavefinn starfar þverfaglegt jól...
Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 ef siðferðilega staðla við þróun þess vantar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 sem hefur verið prófað nauðugt á föngum eða ef aðra siðferðilega staðla í þróun þess vantar? Þegar vísindatilraunir eru gerðar á manneskjum, hvort sem um er að ræða í læknisfræðilegu skyni eða vegna annars konar ran...
Vísindamaður vikunnar - viðtöl við vísindamenn um rannsóknir og annað fróðlegt efni
Vísindavefur HÍ og RÚV eru í samstarfi um vísindamann vikunnar. Í þættinum Samfélagið á Rás 1 eru vikuleg viðtöl við einn íslenskan vísindamann, rannsóknir hans og annað fróðlegt efni. Vísindafólkið er valið úr dagatali íslenskra vísindamanna sem Vísindafélag Íslands og Vísindavefurinn settu á laggirnar árið 20...
Hvernig mynduðust Tröllabörn í Lækjarbotnum?
Tröllabörn er heiti á nokkrum fagursköpuðum kleprahrúgöldum sem liggja í vegkanti Suðurlandsvegar, rétt utan við höfuðborgina. Tröllabörn eru eitt hinna fjölmörgu náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem fá litla athygli þrátt fyrir fegurð og sérkenni sem ekki sjást víða á landinu. Án efa átta margir sig á tilvist Trölla...
Er hægt að búa til fleirtölu af orðum sem áður hafa aðeins verið notuð í eintölu?
Meðal þeirra málfarsatriða sem oftast eru gerðar athugasemdir við er þegar farið er að nota fleirtölu af ýmsum orðum sem fram undir þetta hafa eingöngu verið höfð í eintölu. Ég hef skrifað um mörg slík dæmi, a.m.k. þessi: fíknir af kvenkynsorðinu fíkn(i), flug af hvorugkynsorðinu flug, fælnir af kvenkynsorðinu fæl...
Hver var Jón Helgason og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?
Jón Helgason (1899-1986) var bráðger á unga aldri, lauk snemma öllum æðstu lærdómsprófum og lifði svo langa ævi að starfsferillinn spannaði nærfellt sjötíu ár. Hann vann mörg og stór verk á flestum sviðum íslenskra fræða allt frá fyrsta skeiði íslenskra mennta og fram á 19. öld. Hann bjó í Kaupmannahöfn nánast all...
Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins?
Berlínarmúrinn var reistur af kommúnistastjórninni í Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi) í ágúst 1961 sem „varnarveggur gegn fasisma“. Hann féll nóttina 9. til 10. nóvember 1989 eftir að hafa skilið að fjölskyldur, vini og nágranna í Austur- og Vestur-Berlín í 28 ár. Á meðan múrinn stóð kostaði það að minns...
Hver var Émile Zola og hvert var framlag hans til bókmenntanna?
Franski rithöfundurinn Émile Zola fæddist í París árið 1840. Móðir hans var frönsk og faðir hans var byggingarverkfræðingur af ítölskum ættum. Zola eyddi bernskuárunum í borginni Aix–en–Provence í suðurhluta Frakklands. Þar vann faðir hans að vatnsveitumálum og við stífluhönnun en vatn var af skorn...
Hvað er upplýsingaóreiða?
Hugtakið upplýsingaóreiða (e. information disorder) hefur verið áberandi undanfarin ár og þá oft í samhengi við kosningar, alþjóðastjórnmál og stríð. Algengt er að sjá dæmi um upplýsingaóreiðu þegar hagsmunir eru miklir og mál umdeild. Hugtakinu er gjarnan skipt í þrennt: Misupplýsingar (e. misinformation): Röngu...