Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1051 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hefur það á lífríki Íslands að milljónir tonna af makríl koma hingað á sumrin?

Hinar miklu göngur makríls (Scomber scombrus) inn í lögsögu Íslands árin eftir aldamót hafa væntanlega ekki farið framhjá mörgum. Þegar dýrastofnar, svo sem fiskar, breyta göngum sínum og fara í vistkerfi sem þeir hafa ekki áður verið algengir í, má sterklega gera ráð fyrir að þeir valdi breytingum á vistkerfin...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?

Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast silfurberg?

Silfurberg nefnast tærir, gagnsæir kristallar af kalkspati (kalsíti, CaCO3). Kalkspat er mjög algeng steind í jarðskorpunni: kalksteinn, marmari og krít, er til dæmis mestmegnis hreint kalkspat. Steindin fellur út úr vatni við margvíslegar aðstæður: skeldýr, kórallar og ýmis svifdýr mynda skeljar sínar úr kalkspat...

category-iconStærðfræði

Hver er Andrew Wiles og hvernig tókst honum að sanna síðustu setningu Fermats?

Andrew John Wiles er bresk-bandarískur stærðfræðingur fæddur 1953. Hann er nú prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Wiles er einn af þekktustu stærðfræðingum samtíðarinnar vegna sönnunar sinnar á síðustu setningu Fermats. Fyrir afrek hans aðlaði Bretadrottning Wiles árið 2000 en hann hefur hlotið margar...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver var George Sarton og hvaða áhrif hafði hann á vísindasögu sem fræðigrein?

Belgísk-bandaríski fræðimaðurinn George Sarton (1884-1956) hefur oft verið kallaður faðir vísindasagnfræðinnar, og má það vel til sanns vegar færa. Sarton fæddist í borginni Ghent í Belgíu. Hann lagði stund á efnafræði og stærðfræði í háskóla og lauk doktorsprófi í Ghent árið 1911. Hann kvæntist enskri konu sam...

category-iconStjórnmálafræði

Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Má segja að núverandi viðhorf í Króatíu til hernaðar og þjóðernishreinsana falli vel að sögu og menningu Evrópu á 20. öld og að Króatar séu því heppileg viðbót í Evrópusambandið? Saga Evrópu á 20. öld er mörkuð djúpum sporum sundrungar, átaka og blóðsúthellinga og þar er...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?

Þann 19. júní 2015 er haldið upp á það að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu rétt til að taka þátt í kosningum til Alþingis. Í nokkra áratugi þar á undan höfðu konur þó haft kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum) samkvæmt lögum sem Danak...

category-iconEfnafræði

Hvernig er álpappír búinn til?

Margir hafa eflaust tekið eftir því að önnur hlið álpappírs er mött en hin gljáandi. Skýringin á þessu felst í því hvernig álpappír er búinn til. Framleiðsla álpappírs hefst með vinnslu á risastórum álklumpi sem getur vegið meira en 20 tonn. Algengt er að klumpurinn sé 6 m á lengd, 1,8 m á breidd og 60 cm á þyk...

category-iconVeðurfræði

Hver gefur óveðri nafn?

Upprunalega spurningin var: Hver nefnir storma? Dæmi: Ciara, Dennis, Katrina og fleiri. Spyrjendur tiltaka sérstaklega þrjú nöfn, þau fyrstu tvö eru nöfn á lægðum eða óveðrum sem nýlega hafa verið í fréttum en Katrina var nafn á fellibyl. Fellibyljir myndast aðeins þar sem yfirborðshiti sjávar nær að minnst...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig var leikhús í Skandinavíu á miðöldum?

Leikhúsbyggingar voru ekki til á Norðurlöndum á miðöldum. Það sama á reyndar við um um flest önnur Evrópulönd á sama tíma (um miðaldaleikhúsið annars staðar, sjá til dæmis Axton 1974; Tydeman 1978; og Wickham 1987). Elstu varðveittu leikrit Norðurlanda eru flest frá síðari hluta 16. aldar (Tobie Comedia (gefið út ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Ramses II.?

Ramses II. eða Ramses hinn mikli var þriðji faraó Egyptalands og tilheyrði svonefndu 19. ættarveldi. Hann var sonur Seti I. og Tuyu drottningar. Ramses II. var uppi um 1292–1190 f.Kr. og stóð valdatími hans yfir frá um 1279 til 1213. Talið er að hann hafi verið 96 ára þegar hann lést og á löngum valdatíma lét hann...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?

Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangt...

category-iconStærðfræði

Hver var Leonardó Fibonacci og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Stærðfræðingurinn Leonardó Pisano Bigollo eða Leonardó frá Písa, oftar nefndur Fibonacci, er talinn hafa fæðst árið 1170 í Písa á Ítalíu og látist árið 1250, einnig í Písa. Hann var af Bonacci-fjölskyldunni kominn. Þar af stafar gælunafnið Fibonacci – Filius Bonacci – sonur Bonaccis, sem var líklega fundið upp af...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Ef við erum ekki einu vitsmunaverurnar í heiminum, af hverju verðum við þá ekki vör við útvarpsbylgjur frá öðrum?

Þetta er góð spurning og hefur dýpri merkingu en menn gera sér almennt grein fyrir. Margir hafa spurt hennar áður og enn í dag vita menn ekki svarið við henni. Í hádegishléi árið 1950 var hópur kjarneðlisfræðinga á spjalli í Los Alamos-rannsóknarstöðinni í Bandaríkjunum. Þar var meðal annars ítalsk-bandaríski n...

category-iconSálfræði

Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?

Kennismiðir innan uppeldis- og menntunarfræða hafa sjaldan komið fram með árangursríkar og hagnýtar hugmyndir um kennslu. Yfirleitt hafa þeir haldið sig við kenningarnar. Undantekning var þó Þjóðverjinn Jóhann Friedrich Herbart sem kynnti til sögunnar kennsluaðferðir á 19. öld, sem grundvölluðust á formfestu. John...

Fleiri niðurstöður