Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?

Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séu möttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn. Ef möttulstrókurinn „hættir að virka“ þá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?

Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngu...

category-iconLögfræði

Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu?

Ekki er í lögum bein heimild fyrir börn til að óska eftir nýjum forsjáraðilum. Segja má að hugtakið forsjá sé þríþætt. Í fyrsta lagi felur það í sér rétt foreldra til að ráða persónulegum högum barns, sbr. 3. mgr. 29. gr. barnalaga, nr. 20/1992 og 25. og 31. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997. Í öðru lagi felur það...

category-iconHugvísindi

Báru lögsögumenn á Alþingi til forna einhvern hlut sem merki um stöðu sína? Líkt og biskupar báru bagal?

Ekki er til þess vitað að lögsögumenn hafi borið einhver tákn um stöðu sína. Ekkert kemur fram um það í fornum heimildum og enginn slíkur hlutur hefur fundist, hvorki í fornleifauppgreftri né á annan máta. Bagall Páls Jónssonar biskups. Smellið til að sjá stærri mynd. Hér á landi hafa hins vegar fundist mjög ga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta kettir stokkið hátt?

Kettir eru afar duglegir að stökkva. Víða erlendis eru margir garðeigendur þreyttir á því að fá ketti í garða, þar sem þeir gera stykkin sín og veiða fugla. Því hafa menn girt garða sína og þá er gengið út frá því að kettir geti stokkið fimm til sjöfalda líkamslengd sína. Að vísu eru það ekki nema allra öflugustu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er snjáldra?

Snjáldrur eða snjáldurmýs (Soricidae) nefnist sérstök ætt lítilla spendýra innan ættbálks skordýraæta (Insectivora). Alls hefur rúmlega 300 snjáldrutegundum verið lýst og eru þær tegundaauðugasta ætt innan ættbálksins. Dæmi um önnur dýr sem tilheyra ættbálki skordýraæta eru moldvörpur og broddgeltir. Snjáldrur...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Heiða María Sigurðardóttir rannsakað?

Við þurfum augu til þess að sjá. Þetta virðist augljóst(!) en er þó í raun aðeins fyrsta skrefið í ótrúlega flóknu ferli. Á augum okkar dynja ótalmörg áreiti á hverju sekúndubroti. Ítarleg úrvinnsla á þeim öllum er ómöguleg enda tímafrek, orkufrek og krefst gífurlegrar reiknigetu. Við verðum því að velja og hafna ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Náði Hitler að ráðast inn í Moskvu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um innrás Hitlers í Moskvu? Í bók sinni og pólitískri stefnuyfirlýsingu Mein Kampf (Baráttan mín) hafði Hitler gefið út að til þess að þýska ríkið gæti dafnað og þrifist þá þyrfti það að stækka. Til þess horfði hann til Austur-Evrópu. Hitler leit svo...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?

Sauðlauksdalur er fyrrum prestssetur í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er staðurinn aðeins nefndur Dalur: Kirkja í Dal (Ísl. fornbréfasafn XII, 13). Í Prestssögu Guðmundar góða frá fyrri hluta 13. aldar er nafnmyndin Sauðlausdalr (Sturlunga saga I, ...

category-iconSálfræði

Hvernig förum við að því að þekkja andlit?

Flest getum við heyrt, snert, fundið bragð og lykt, skynjað hita, kulda og sársauka. Án efa eru þó augun eitt mikilvægasta skynfæri okkar. Augun eru þó aðeins upphafspunkturinn í flóknu ferli sem gerir okkur kleift að sjá heiminn og umhverfi okkar. Í heilanum eru ótal mörg svæði sem vinna úr sjónrænum upplýsingum ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver átti fyrsta bílinn eins og við þekkjum hann í dag og hver bjó hann til?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Birkis Freys: Hver fann upp bílinn?Frank Duryea og bróðir hans hann Charles bjuggu til fyrsta bensínbílinn árið 1893 í Ameríku, en hann var að sjálfsögðu ekki einn af fyrstu fjöldaframleiddu bílunum. Myndin hér til hliðar er af þessum bíl. Henry Ford bjó hins vegar ti...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina?

Nokkrir þættir koma við sögu þegar timburmenn koma í heimsókn. Má þar fyrst nefna að flestir áfengir drykkir innihalda aukaafurðir gerjunar sem mætti kalla aukaefni. Þessi aukaefni eru ein orsök timburmanna. Almennt gildir að eftir því sem drykkur er dekkri því meira er af aukaefnum í honum. En þótt drukkinn ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er yfirleitt talað um stiga inni hjá manni en orðið tröppur notað um sams konar fyrirbæri utandyra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju segist maður labba upp stigann inni hjá sér en upp tröppurnar þegar þær eru utandyra?Lítill merkingarmunur er á orðunum stigi og trappa. Í Íslenskri orðabók Eddu er orðið stigi til dæmis skýrt þannig: "(gang)rið, trappa til að ganga (klifra) upp (niður)" (2002:1470)....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru fiskar með tungu?

Já, allir bein- og brjóskfiskar hafa eitthvað sem gæti kallast tunga. Rétt er þó að taka fram að þessi tunga er ólíkt tungum annarra hryggdýra. Dýrafræðingar nefna þetta einkennilega líffæri ekki tungu, heldur notast við fræðiheitið basihyal. Líkt og á við um tungu landhryggdýra er basihyal með sinafestingu aftarl...

Fleiri niðurstöður