Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiMálvísindi: íslenskAf hverju er yfirleitt talað um stiga inni hjá manni en orðið tröppur notað um sams konar fyrirbæri utandyra?
Af hverju segist maður labba upp stigann inni hjá sér en upp tröppurnar þegar þær eru utandyra?
Lítill merkingarmunur er á orðunum stigi og trappa. Í Íslenskri orðabók Eddu er orðið stigi til dæmis skýrt þannig: "(gang)rið, trappa til að ganga (klifra) upp (niður)" (2002:1470). Við orðið trappa er skýringin "1 þrep í stiga 2 stigi (merkt sem fornt eða úrelt) tröppur Ft stigi í húsi eða við" (2002:1604).
Algengast er að kalla þrepin milli hæða í húsi stiga, talað er um stigapall, stigahús og stigagat. Í stiganum eru síðan þrep og fer fjöldinn eftir hæð. Í sumum húsum eru hringstigar milli hæða. Stigi er einnig notaður utan húss og er þá laus og hægt að flytja hann frá einum stað til annars.
Stigi á eyjunni Oahu sem liggur upp á tind fjallsins Puu Keahiakahoe.
Tröppur eru bæði innan húss og utan, til dæmis útidyratröppur, kirkjutröppur utan húss, en innan húss er oft tröppur milli hæða ef hús eru byggð á pöllum. Þær eru þá venjulega fáar (2–3). Margir eiga einnig lausa tröppu sem notuð er innan húss til að ná upp í efstu hillur skápa. Þótt merkingarmunur á stigi og trappa sé ekki mikill hefur þó skapast ákveðin hefð um notkunina.
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Af hverju er yfirleitt talað um stiga inni hjá manni en orðið tröppur notað um sams konar fyrirbæri utandyra?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2007, sótt 3. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=6699.
Guðrún Kvaran. (2007, 26. júní). Af hverju er yfirleitt talað um stiga inni hjá manni en orðið tröppur notað um sams konar fyrirbæri utandyra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6699
Guðrún Kvaran. „Af hverju er yfirleitt talað um stiga inni hjá manni en orðið tröppur notað um sams konar fyrirbæri utandyra?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2007. Vefsíða. 3. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6699>.