Af hverju segist maður labba upp stigann inni hjá sér en upp tröppurnar þegar þær eru utandyra?Lítill merkingarmunur er á orðunum stigi og trappa. Í Íslenskri orðabók Eddu er orðið stigi til dæmis skýrt þannig: "(gang)rið, trappa til að ganga (klifra) upp (niður)" (2002:1470). Við orðið trappa er skýringin "1 þrep í stiga 2 stigi (merkt sem fornt eða úrelt) tröppur Ft stigi í húsi eða við" (2002:1604). Algengast er að kalla þrepin milli hæða í húsi stiga, talað er um stigapall, stigahús og stigagat. Í stiganum eru síðan þrep og fer fjöldinn eftir hæð. Í sumum húsum eru hringstigar milli hæða. Stigi er einnig notaður utan húss og er þá laus og hægt að flytja hann frá einum stað til annars.
Útgáfudagur
26.6.2007
Spyrjandi
Guðmundur Valsson
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Af hverju er yfirleitt talað um stiga inni hjá manni en orðið tröppur notað um sams konar fyrirbæri utandyra?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6699.
Guðrún Kvaran. (2007, 26. júní). Af hverju er yfirleitt talað um stiga inni hjá manni en orðið tröppur notað um sams konar fyrirbæri utandyra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6699
Guðrún Kvaran. „Af hverju er yfirleitt talað um stiga inni hjá manni en orðið tröppur notað um sams konar fyrirbæri utandyra?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6699>.