Hér er einnig að finna svar við spurningu Birkis Freys: Hver fann upp bílinn?
Frank Duryea og bróðir hans hann Charles bjuggu til fyrsta bensínbílinn árið 1893 í Ameríku, en hann var að sjálfsögðu ekki einn af fyrstu fjöldaframleiddu bílunum. Myndin hér til hliðar er af þessum bíl. Henry Ford bjó hins vegar til fyrsta bílinn sem framleiddur var á færibandi og kalla má fjöldaframleiddan. Það var árið 1909. Sá bíll var kallaður tegund T (Ford T). Til gamans má geta að fyrsti bíllinn kom til Íslands árið 1904. Ditlev Thomsen átti hann og hann var af gerðinni Cudell.
Myndin er fengin af þessari síðu. Sverre S. Amundsen, 1964. Henry Ford, í þýðingu Freysteins Guðmundssonar. Reykjavík: Setberg.