Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 928 svör fundust
Út á hvað gekk Hawthorne-rannsóknin í sálfræði og hver var niðurstaða hennar?
Hawthorne-rannsóknin svonefnda var í raun röð rannsókna sem fram fóru á árunum 1924 – 1932 í Hawthorne-verksmiðjum fyrirtækisins Western Electric, í Illinois-fylki í Bandaríkjunum. Áður en við beinum sjónum að rannsóknunum sjálfum er nauðsynlegt að minnast þess að aðstæður verkafólks á þessum tíma voru með talsver...
Af hverju var bannað að borða hrossakjöt hér áður fyrr?
Um aldir var það almennt viðhorf í íslensku samfélagi að algjört bann væri við því að leggja sér hrossakjöt til munns. Þetta bann var tengt túlkun á Biblíunni, sem fól í sér að einungis mætti borða kjöt af klaufdýrum. Bannið við hrossakjötsáti var fornt en neysla þess var meðal annars notuð til að greina á milli h...
Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?
Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.)....
Af hverju svífur fólk í geimnum?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig er þyngdarleysi? (Sturla Skúlason, f. 1995) Er hægt að yfirvinna þyngdarafl jarðar án þess að fara út í geim? Hvernig? (Jón Geir Sveinsson, f. 1991) Á milli allra hluta verkar aðdráttarkraftur sem kallast þyngdarkraftur. Hann verkar bæði milli stórra hluta, eins o...
Hver hefur unnið til flestra verðlauna á Ólympíuleikunum og í hvaða greinum?
Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er sá sem hefur oftast allra staðið á verðlaunapalli á Ólympíuleikum, alls 28 sinnum. Hann keppti í fyrsta skipti á leikunum í Sidney árið 2000, þá aðeins 15 ára gamall. Hann komst í úrslit í 200 m flugsundi en hafnaði í fimmta sæti. Michael Phelps er sigursælasti íþrótta...
Hver var afstaða Sókratesar til ástarinnar?
Þegar rætt er um viðhorf Sókratesar ber að hafa varann á, því að Sókrates samdi engin rit og lýsir því hvergi eigin viðhorfum með eigin orðum. Aftur á móti eru helstu heimildirnar um viðhorf Sókratesar ritverk nemenda hans, einkum þeirra Xenofons og Platons. Platon var afar frumlegur heimspekingur sem samdi ekki h...
Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?
Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...
Er hægt að ferðast fram í tímann?
Tímaferðalög hafa verið vinsælt umhugsunarefni að minnsta kosti síðan H.G. Wells gaf út skáldsöguna Tímavélina, undir lok 19. aldar. Þar segir frá manni sem ferðast langt fram í tímann og verður vitni að þróun mannkynsins í framtíðinni og örlögum þess, áður en hann snýr aftur til síns tíma. Bókin fangaði hugmyndaf...
Hvers vegna er ekki hægt að deila með núlli í stærðfræði?
Þessari spurningu er hægt að svara á ýmsa vegu, allt eftir því hvaða skilning menn leggja í deilingarhugtakið. Hér verða því gefin þrjú svör við spurningunni, hvert í sínum hluta, þannig að sem flestir geti fengið svar við sitt hæfi. 1. Deiling sem skipting í jafna hópa Þegar nemendum er fyrst sagt frá dei...
Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?
Vextir innan Evrópusambandsins eru mjög mismunandi, sérstaklega ef horft er bæði á vexti til neytenda og fyrirtækja. Þar hefur ekki aðeins áhrif hvort viðkomandi land notist við evruna eða ekki heldur einnig hversu þróað bankakerfið er í viðkomandi landi. *** Þegar vextir eru bornir saman milli aðildarríkja...
Af hverju fær maður exem?
Áður hefur verið fjallað um exem og einkenni þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er exem og hver eru einkenni þess? en þar segir meðal annars að exem sé langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og er einnig algengas...
Hvaða hlutverki gegndu Vestumeyjar í Róm til forna?
Hinar rómversku Vestumeyjar voru sex talsins. Þeirra meginhlutverk var að gæta þess að eldurinn slokknaði aldrei í opinberu eldstæði ríkisins sem kennt var við gyðjuna Vestu, en grískt heiti hennar er Hestía. Hún var hjarta Rómar og heiti hennar var nafnhvörf fyrir borgina sjálfa hjá rómverskum skáldum. Embætti Ve...
Hvernig byrja ævintýri?
Upprunalegar spurningar hljóðuðu svona: Af hverju byrja ógeðslega margar sögur á Einu sinni var eða Einu sinni kom eða Einu sinni fór? (Elín Heiður) og Eru til einhver ævintýri sem byrja á y eða ý? (Christina Bengtsson). Ævintýri eru oft skilgreind með því að bera þau saman við aðrar þjóðsögur, svo sem sagnir,...
Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...
Hver er skilgreiningin á samfélagsbanka, hlutverki hans og þjónustu við samfélagið?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...