Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 882 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?

Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu?

Upprunalega spurningarnar voru tvær: 1) Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu? 2) Er eitthvað í sögu Rússlands og Úkraínu sem gæti útskýrt spennuna á milli þessara landa? Það er viss rangtúlkun á samskiptum Úkraínu og Rússlands að segja þau einkennast af „togstreitu“ eða „spennu“. Ásæ...

category-iconHagfræði

Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Leonhard Euler og framlag hans til stærðfræðinnar?

Leonhard Euler (1707-1783) var afkastamesti stærðfræðingur sögunnar. Að jafnaði námu rannsóknir hans yfir 800 blaðsíðum á ári og útgefin verk hans urðu alls 866. Nýlega hefur þessum verkum verið safnað saman á vefsetrið Euler Archive, þar sem hægt er að skoða þau í upphaflegu formi. Euler stuðlaði að framþróun á ...

category-iconBókmenntir og listir

Eru einhver verk sem teljast til heimsbókmenntanna enn óþýdd á íslensku?

Þótt hugtakið „heimsbókmenntir" sé teygjanlegt og umdeilt, þá er svarið við þessari spurningu ótvírætt „já". Það var einkum þýska skáldið Goethe sem kom þessu hugtaki í umferð á Vesturlöndum. Hann segir til dæmis á einum stað að skáldskapurinn sé sameign mannkynsins, öllum sé hollt að svipast um meðal fjarlæg...

category-iconHugvísindi

Hvenær hófst Víetnamstríðið og hvenær lauk því?

Skipta ber Víetnamstríðinu í tvö aðskilin skeið. Hið fyrra var stríð Frakka til að halda nýlendu sinni Víetnam og hindra að þjóðernisssinnaðir kommúnistar næðu henni á vald sitt. Þetta nýlendustríð hófst 1945 og stóð til 1954. Hitt Víetnamstríðið hófst smám saman á árunum um og eftir 1960, var komið í fullan gang ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?

Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er naívismi?

Hugtakið naívismi er komið úr umræðu um myndlist og er dregið af lýsingarorðinu naív sem kemur úr latínu nativus, sem merkir einfeldnislegur eða tilgerðarlaus. Naívismi eða naív list vísar til verka listamanna sem ekki hafa hlotið hefðbundna myndlistarmenntun og fylgja fremur eigin tilfinningu og sannfæringu e...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju er sungið í kirkjum og hvernig skapaðist sú gerð tónlistar sem leikin er þar?

Eitt sinn heyrði ég bandarískan tónlistarprófessor svara spurningunni „til hvers er tónlist?“ á þessa leið: „Tónlist er alls staðar, það er ekki einu sinni hægt að selja sápu án hennar.“ Það er heilmikið til í þessu einfalda svari, því að tónlist hefur frá örófi alda verið samofin flestu því sem maðurinn tekur sér...

category-iconSálfræði

Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju hlæjum við og hvað er það sem veldur því að okkur finnst sumt fyndið en annað ekki? (Ólafur Sindri Helgason og Ævar Ólafsson)Hvers vegna hlæjum við? (Rögnvaldur Magnússon)Hvað er hlátur? (Ómar Ómarsson)Hlátur telst bæði til sjálfráðra og ósjálfráðra viðbragða mannsi...

category-iconJarðvísindi

Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jöklu?

Í heild sinni hjóðar spurningin svona: Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jökulsár - „Jöklu“? Þarna er náttúran búin að forvinna bergmassann. Því miður er því ekki að fagna um framburð Jöklu að þar séu vinnanleg verðmæti umfram annað berg á Íslandi. Framburður jökuláa er mestmegnis j...

category-iconJarðvísindi

Hvert er stærsta eldfjall í heimi?

Ekki er alveg ljóst hvort spyrjendur hafa hæð eða rúmmál í huga þegar þeir spyrja um stærsta eldfjall í heimi en hér er gengið út frá því að frekar sé átt við hæðina. Tíu hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbot...

category-iconSálfræði

Út á hvað gekk Hawthorne-rannsóknin í sálfræði og hver var niðurstaða hennar?

Hawthorne-rannsóknin svonefnda var í raun röð rannsókna sem fram fóru á árunum 1924 – 1932 í Hawthorne-verksmiðjum fyrirtækisins Western Electric, í Illinois-fylki í Bandaríkjunum. Áður en við beinum sjónum að rannsóknunum sjálfum er nauðsynlegt að minnast þess að aðstæður verkafólks á þessum tíma voru með talsver...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um heilaétandi slímdýrið sem fannst í Flórída?

Fyrir nokkru bárust fréttir frá Bandaríkjum um aukna tíðni dauðsfalla af völdum slímdýrs eða amöbu sem leggst á heila fórnarlamba sinna. Amaba þessi nefnist á fræðimáli Naegleria fowleri. Á árunum 1995 til 2004 olli hún 23 dauðsföllum í Bandaríkjunum en það sem af er þessu ári (október 2007) hafa sex manns látis...

category-iconSálfræði

Af hverju er Andrés Önd svona reiður?

"#$&/$&%/#%##$%" Eitthvað í þessa áttina sést oft í talblöðrunni fyrir ofan höfuð Andrésar Andar í samnefndum teiknimyndasögum um hann frá Walt Disney. Eitt helsta einkenni Andrésar, fyrir utan bláa sjóliðajakkann og húfuna, er einmitt hversu uppstökkur hann er. Allir sem þekkja Andrés vita að hann reiðist við min...

Fleiri niðurstöður