Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3474 svör fundust

category-iconLögfræði

Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag?

Öll spurningin hljóðaði svona: Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag? Glymur í eyrum mínum áður en ég geng inn á kjörstað. Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Ef kosningaauglýsingin glumdi í næsta nágrenni kjörstaðar var um óleyfilegan kosningaáróður að ræða. Í 117....

category-iconLögfræði

Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er í alvörunni leyfilegt að keyra á 5 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 og stífla alla götuna? Gilda engin umferðarlög um það? Í 3. málsgrein 36. greinar hinna nýju umferðarlaga nr. 77/2019 segir þetta um hægan akstur að óþörfu og snögghemlun: Ökumaður m...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað merkir opus í nöfnum á klassískum verkum ?

Opus í latínu þýðir 'verk'. Þegar fjallað er um tónlist er orðið notað um 'tónverk' eða 'tónsmíð'. Tónskáld og útgefendur nota þetta orð þegar verkum er raðað í tímaröð: Opus 1, opus 2 o.s.frv. Opus-tölusetning getur þó verið blekkjandi um aldur verks. Mörg fyrri verka Beethovens voru til dæmis gefin út seint ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Fer sýra, til dæmis úr sítrónu, illa með tennur?

Í sítrónum er sítrónusýru sem er glerungseyðandi og getur farið mjög illa með tennurnar. Það sama gildir því um neyslu sítrónunnar og annarra glerungseyðandi matvæla, að það á að gæta þess að neyta þeirra í hófi. Drykkir sem innihalda sítrónusýru eru allir glerungseyðandi en sítrónusýru er að finna í flestum svala...

category-iconStærðfræði

Hvað er sniðill?

Sniðill er (bein) lína (line, straight line) sem sker annan feril (curve), til dæmis hring (circle), samanber línuna gegnum punktana A og B á myndinni. Sniðill er þýðing á erlenda stærðfræðiorðinu secant sem er komið úr latínu og merkir eiginlega 'sá sem sker'. Orðið sniðill hefur verið notað í íslensku stærðfræði...

category-iconFélagsvísindi

Get ég stofnað fyrirtæki um reksturinn á mínu eigin heimili og dregið kostnaðinn frá skatti?

Það kann að vera freistandi að líta á heimili sem fyrirtæki og draga rekstrarkostnaðinn frá tekjum en það er þó ekki hægt. Skýringin er einföld: Þegar tekjuskattsstofn er reiknaður má einungis draga rekstrarkostnað frá tekjum fyrirtækja. Rekstrarkostnaður er skilgreindur sem þau gjöld sem eiga að ganga t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu?

Spyrjandi bætir síðan við:Þetta hefur verið mikið umræðuefni á kaffistofunni þannig að gott væri að fá úr þessu skorið!Á ensku nefnist það sem hangir aftan á fílnum tail. Í íslensku er venja að kalla þennan afturliggjandi útlim hala líkt og hjá kúm. Nokkur hár eru á enda halans sem henta vel til að fæla burt f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er Falco islandicus og Falco rusticolus sami fálkinn?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er fálki (Falco islandicus og Falco rustucolus) sami fálkinn? Hver er munurinn ef þeir eru ekki sami fuglinn? Svarið við þessari spurningu er já, því íslenski fálkinn eða valurinn er af tegundinni Falco rusticolus en af deilitegundinni islandicus. Tegundaheiti íslandsfálkans...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða Evrópulönd hafa tekið upp evruna?

Í svari við Gylfa Magnússonar við spurningunni Er hægt að nota allar evrur í öllum ríkjum Evrópusambandsins? segir:Þegar þetta er skrifað, í júní 2003, hafa tólf lönd af fimmtán í Evrópusambandinu tekið upp evrur en Danir og Svíar halda enn í krónurnar sínar og Bretar í pundin. Löndin sem gefa út evrur eru því Fin...

category-iconLögfræði

Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?

Lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ná yfir afurðir dýra sem slátrað er heima, sbr. g-lið 2. gr. Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að sláturdýrum, sem slátra eigi til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu inn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er íslenska hestakynið hið eina í heiminum með 5 gangtegundir?

Íslenski hesturinn er ekki eina hestakynið sem býr yfir fimm gangtegundum. Nokkur önnur hestakyn hafa svipaða gangeiginleika og er þau aðallega að finna í Suður-Ameríku. Það sem er sérstakt fyrir íslenska hestinn er að allar gangtegundirnar eru þjálfaðar í einum og sama hestinum. Knapinn getur stjórnað því á hvaða...

category-iconLífvísindi: almennt

Hefur krækilyng verið rannsakað hér á landi?

Ekki hafa verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir á krækilyngi (Empetrum nigrum) hér á landi að því að best er vitað. Þó er ljóst, eins og fram kemur í Plöntuhandbók Harðar Kristinssonar, að til eru tvær deilitegundir krækilyngs. Önnur þeirra (ssp. nigrum) hefur einkynja blóm og finnst aðeins á láglendi. Hin (...

category-iconLandafræði

Hvert er flatarmál Afríku?

Afríka er önnur stærsta heimsálfan, um 30.365.000 km2 að flatarmáli eða rúmlega fimmtungur af þurrlendi jarðar. Aðeins Asía er stærri. Frá norðri til suðurs spannar Afríka um 8.000 km en mesta vegalengd frá austri til vesturs er um 7.400 km. Strandlína Afríku er um 30.500 km löng eða 7.500 km styttri en strand...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Þegar maður hellir poppbaunum í heita olíu hvers vegna springa þær ekki allar í einu?

Við bendum lesendum á svar við spurningunni Hvers vegna poppar poppkorn?. Þar kemur meðal annars fram að það eru þrír eiginleikar poppmaísins sem gera það að verkum að hægt er að poppa hann: vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um. Allt eru þetta eiginleikar sem eru misjafnir frá ei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er satt að hundar verði blindir fái þeir sykur?

Hér er einnig svar við spurningunum:Er venjulegt súkkulaði sem menn leggja sér til munns hættulegt hundum á einhvern hátt?Geta hundar í alvöru orðið blindir ef þeir borða súkkulaði?Ef dýri, til dæmis hundi, er gefið of mikið af sykri verður það þá blint? Það er ekki alveg rétt að hundar verði blindir við það að...

Fleiri niðurstöður