Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir opus í nöfnum á klassískum verkum ?

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson

Opus í latínu þýðir 'verk'. Þegar fjallað er um tónlist er orðið notað um 'tónverk' eða 'tónsmíð'. Tónskáld og útgefendur nota þetta orð þegar verkum er raðað í tímaröð: Opus 1, opus 2 o.s.frv.

Opus-tölusetning getur þó verið blekkjandi um aldur verks. Mörg fyrri verka Beethovens voru til dæmis gefin út seint á ævi hans, og hafa þannig villandi háar opus-tölur.

Orðið kemur fyrir víðar en í samhengi við tónlist. Þannig er meginverk rithöfundar eða vísindamanns stundum kallað "opus magnum."

Fleirtalan af orðinu opus er opera. Þegar gefin eru út heildarritsöfn manna eru þau stundum kölluð Opera omnia, 'Öll verk'. Orðið ópera er hins vegar komið inn í íslensku og mörg önnur Evrópumál úr ítölsku en þangað hefur það flust með breytingum úr latínu.

Höfundar

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

19.7.2000

Spyrjandi

Anna Karen Símonardóttir

Efnisorð

Tilvísun

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað merkir opus í nöfnum á klassískum verkum ?“ Vísindavefurinn, 19. júlí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=673.

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 19. júlí). Hvað merkir opus í nöfnum á klassískum verkum ? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=673

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað merkir opus í nöfnum á klassískum verkum ?“ Vísindavefurinn. 19. júl. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=673>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir opus í nöfnum á klassískum verkum ?
Opus í latínu þýðir 'verk'. Þegar fjallað er um tónlist er orðið notað um 'tónverk' eða 'tónsmíð'. Tónskáld og útgefendur nota þetta orð þegar verkum er raðað í tímaröð: Opus 1, opus 2 o.s.frv.

Opus-tölusetning getur þó verið blekkjandi um aldur verks. Mörg fyrri verka Beethovens voru til dæmis gefin út seint á ævi hans, og hafa þannig villandi háar opus-tölur.

Orðið kemur fyrir víðar en í samhengi við tónlist. Þannig er meginverk rithöfundar eða vísindamanns stundum kallað "opus magnum."

Fleirtalan af orðinu opus er opera. Þegar gefin eru út heildarritsöfn manna eru þau stundum kölluð Opera omnia, 'Öll verk'. Orðið ópera er hins vegar komið inn í íslensku og mörg önnur Evrópumál úr ítölsku en þangað hefur það flust með breytingum úr latínu....