Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?

Halldór Gunnar Haraldsson

Lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ná yfir afurðir dýra sem slátrað er heima, sbr. g-lið 2. gr.

Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að sláturdýrum, sem slátra eigi til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu innan lands, skuli slátra í löggiltum sláturhúsum. Í 4. mgr. 5. gr. segir hins vegar að eigendum lögbýla sé heimilt að slátra búfé sínu á sjálfu býlinu til eigin neyslu. Af þessum lagaákvæðum er ljóst að heimaslátrun til eigin neyslu er leyfileg en öll dreifing heimaslátraðra afurða hvort sem er innan lands eða utan er bönnuð.

Við heimaslátrun ber að fara eftir 1. mgr. 14. gr. laga nr. 15/1994 um dýravernd. Samkvæmt henni skulu dýr aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör.

Höfundur

Útgáfudagur

4.4.2001

Spyrjandi

Hallgrímur Hallgrímsson

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2001, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1466.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2001, 4. apríl). Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1466

Halldór Gunnar Haraldsson. „Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2001. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1466>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?
Lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ná yfir afurðir dýra sem slátrað er heima, sbr. g-lið 2. gr.

Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að sláturdýrum, sem slátra eigi til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu innan lands, skuli slátra í löggiltum sláturhúsum. Í 4. mgr. 5. gr. segir hins vegar að eigendum lögbýla sé heimilt að slátra búfé sínu á sjálfu býlinu til eigin neyslu. Af þessum lagaákvæðum er ljóst að heimaslátrun til eigin neyslu er leyfileg en öll dreifing heimaslátraðra afurða hvort sem er innan lands eða utan er bönnuð.

Við heimaslátrun ber að fara eftir 1. mgr. 14. gr. laga nr. 15/1994 um dýravernd. Samkvæmt henni skulu dýr aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör....