Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1902 svör fundust
Af hverju á Guð heima í himnaríki?
Hér er einnig svarað spurningu Evu Þorbjargar Ellertsdóttur: Hvað er himnaríki stórt? Kristnir menn nefna heimkynni Guðs himin. En himinninn er ekki staður. Þess vegna er ekki hægt að mæla stærð himnaríkis. Þegar við segjum að Guð sé á himnum þá meinum við að ekki er hægt að benda á tiltekinn stað þar sem Guð e...
Af hverju er ég stelpa?
Þú ert stelpa vegna þess að sáðfruma pabba þíns, sem frjóvgaði egg mömmu þinnar, hafði X-kynlitning. Ef sáðfruman hefði verið með Y-kynlitning þá værir þú strákur. Þegar sáðfruman hafði frjóvgað eggið þá varð til okfruma sem síðan þróaðist og varð að þér! Á Vísindavefnum er að finna svar eftir Þuríði Þorbjarna...
Hvers konar lán eru glópalán? Hvað merkir glópa-?
Orðið glópalán merkir ‛slembilukka, meiri heppni en við var að búast’. Það er sett saman úr orðunum glópur ‛afglapi, kjáni, flón’ og lán ‛heppni’, það er að segja lán eða heppni sem kjáni verður fyrir. Orðið er ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ljóði eftir ...
Hvað merkir "að kalla ekki allt ömmu sína" og hvaðan kemur orðatiltækið?
Orðatiltækið að kalla ekki allt ömmu sína merkir að ‘blöskra ekki allt, vera hvergi smeykur, láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna’. Uppruninn er ekki fullljós en sennilega hefur einhver komist svo að orði í gamni og sambandið orðið fleygt. Þessi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að tölvunotkun. Halldór H...
Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?
Ýmislegt má tína til þegar spurt er um algengar villur en sumar virðast þó algengari en aðrar. Sennilega er ein hin algengasta að nota myndina vill af sögninni að vilja í fyrstu persónu eintölu, ég vill í stað ég vil. Þar er um að ræða áhrif frá þriðju persónu hann/hún vill. Algengt er að benda á sagnirnar lang...
Hver er skoðun Humes á Guði?
Segjast verður að David Hume (1711-1776) hafði enga skýra „skoðun á Guði“. Hann gerði að vísu greinarmun á sannri og ósannri trú en var heldur fámáll um hvað fælist í hinni fyrrnefndu. Eftir að hafa kastað sinni kalvínsku barnatrú virtist eðli Guðs og annað þess háttar einfaldlega ekki hafa verið honum sérlega hug...
Hagnast Kínverjar meira en Bandaríkjamenn á viðskiptum þjóðanna?
Nokkuð snúið er að meta hve mikinn hag ein þjóð hefur af viðskiptum við aðra. Ein leið til að skoða þetta væri að reyna að áætla hve mikill kaupmáttur þjóðartekna væri hjá tiltekinni þjóð ef hún gæti ekki átt viðskipti við ákveðna aðra þjóð og bera það saman við hver kaupmátturinn er nú í raun. Svona æfingar er hæ...
Ef málfrelsi ríkir og allir mega tjá skoðanir sínar, má ég þá predika hið gagnstæða?
Hægt er að skilja þessa spurningu á tvo vegu: Annars vegar getur þetta verið spurning um hvort halda megi fram skoðunum sem eru andstæðar skoðunum annarra. Hins vegar getur spurningin verið um hvort leyfilegt sé að predika skoðun sem er gagnstæð málfrelsi, til dæmis þá skoðun að málfrelsi skuli skert eða afnumið. ...
Hvað þýðir tilvitnunin 'animula vagula blandula' sem meðal annars sést í upphafi Nafns rósarinnar?
Spurningin í heild var: Hvað þýðir 'animula vagula blandula'? Ég hef séð þessa tilvitnun víða, til dæmis í upphafi Nafns rósarinnar, en ekki séð þýðingu. Orðin animula vagula blandula eru latnesk og þýða „litla sál, reikandi og þokkafull“. Þau eru upphafið að kvæði sem Aelius Spartianus (líklega uppi á 3. eða...
Hvaðan er orðið gáll komið í sambandinu „þegar sá gállinn er á henni“?
Orðið gáll er notað um skaplyndi almennt en einnig um ofsakæti. Í föstum samböndum er gáll yfirleitt haft með greini, til dæmis „það er góði gállinn á honum núna“, það er ‛hann er í góðu skapi’. Þegar (eða ef ...) sá gállinn er á einhverjum merkir ‛þegar einhver er í því skapi’, til dæmis „Hann er óút...
Hvað eiga menn við með orðunum 'harkan sex'?
Orðasambandið harkan sex þekkist vel í málinu í yfirfærðri merkingu. Oft er sagt sem svo: ,,Ekki þýðir annað en sýna núna hörkuna sex ef ná á árangri.“ Þá er átt við að sýna þurfi mikinn dugnað og harðfylgi. Orðasambandið er sótt til jarðfræði. Steintegundir eru flokkaðar eftir því hvert viðnám þeirra er gegn ...
Hefur slæmt uppeldi (foreldrar hóta þér sífellt einhverju illu) áhrif á framtíð þína?
Svarið er í sem skemmstu máli: „Já!“ Uppeldi hefur talsverð áhrif á framtíð barna, bæði til góðs og ills. Þegar umönnun og uppeldisskilyrði barns eru góð er þörfum þess sinnt fljótt og vel, tilfinningalegum, líkamlegum, hugrænum og félagslegum. Langtímarannsóknir á umönnun barna hafa sýnt að næmni foreldris á þarf...
Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi?
Ef næringarástand móður er gott má yfirleitt segja að mataræði hennar hafi ekki mikil áhrif á samsetningu eða gæði móðurmjólkur. Það er aðeins þegar móðirin hefur búið við langvarandi skort á næringarefnum sem slíkt getur farið að koma niður á næringarefnum í mjólkinni. Í fyrstu gengur móðirin bara á eigin birgðir...
Þekkið þið vísu sem hefst svona: "Hvað á að gera við strákaling"?
Vísan sem hefst á orðunum "það á að strýkja strákaling" er úr gömlu þjóðkvæði sem venjulega var sungið við íslenskt þjóðlag. Venjan er að syngja að minnsta kosti þrjú erindi og er texti og röð þeirra eftirfarandi:Tíminn líður, trúðu mér, taktu maður vara á þér, heimurinn er sem hála gler, hugsaðu um hvað á eft...
Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til?
Orðasambandið að sofa í hausinn á sér er notað í merkingunni 'fara að sofa'. Það er allvel þekkt í talmáli þótt ekki hafi það komist í orðabækur eða orðtakasöfn enn. Fólk á miðjum aldri og eldra þekkir sambandið allt frá bernsku og segir að það hafi aðeins verið notað við krakka sem tregir voru til að fara að sof...