Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hér er einnig svarað spurningu Evu Þorbjargar Ellertsdóttur: Hvað er himnaríki stórt?
Kristnir menn nefna heimkynni Guðs himin. En himinninn er ekki staður. Þess vegna er ekki hægt að mæla stærð himnaríkis. Þegar við segjum að Guð sé á himnum þá meinum við að ekki er hægt að benda á tiltekinn stað þar sem Guð er. Hann er alls staðar, jafnnærri mér þegar ég er að skrifa þetta og þér sem ert að lesa þetta, og þannig er hann hjá öllum mönnum á jörðunni. Hann er engum fjarri. Himinninn er þess vegna ekki eitthvað uppi heldur er hann alls staðar og öllum jafn nálægur. Himinninn er þar af leiðandi ómælanlegur, óendanlegur.
Sjá einnig svar Hauks Más Helgasonar og Sigurjóns Árna Eyjólfssonar við spurningunni: Er himnaríki til?
og svar Hauks Más við spurningunni: Er alveg víst að himnaríki sé til?
Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Af hverju á Guð heima í himnaríki?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1175.
Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). (2000, 24. nóvember). Af hverju á Guð heima í himnaríki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1175
Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Af hverju á Guð heima í himnaríki?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1175>.