Tíminn líður, trúðu mér, taktu maður vara á þér, heimurinn er sem hála gler, hugsaðu um hvað á eftir fer. Það á að strýkja strákaling, stinga honum ofan í kolabing, loka hann úti í landsynning, láta hann hlaupa allt um kring. Það á að strýkja stelpuna, stinga henni ofan í mykjuna, loka hana úti og lemja hana og láta hann bola éta hana.Árið 1989 útsetti Árni Harðarson lagið fyrir kór og hefur sú útsetning notið mikillar hylli hjá kórum landsins. Heimild: Árni Harðarson (1989). Tíminn líður, trúðu mér. Íslenskt þjóðlag útsett fyrir blandaðan kór. Reykjavík: Íslensk tónverkamiðstöð.
Þekkið þið vísu sem hefst svona: "Hvað á að gera við strákaling"?
Útgáfudagur
26.5.2006
Spyrjandi
Gylfi Guðmundsson
Tilvísun
Margrét Björk Sigurðardóttir. „Þekkið þið vísu sem hefst svona: "Hvað á að gera við strákaling"?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5977.
Margrét Björk Sigurðardóttir. (2006, 26. maí). Þekkið þið vísu sem hefst svona: "Hvað á að gera við strákaling"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5977
Margrét Björk Sigurðardóttir. „Þekkið þið vísu sem hefst svona: "Hvað á að gera við strákaling"?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5977>.