Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 98 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju missir fólk bragð- og lyktarskyn þegar það fær COVID-19?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er það sem COVID-19 gerir nákvæmlega við bragð- og lyktarskyn þeirra sem fá veiruna? Ég er búin að heyra um fólk sem segist hafa misst bragð- og lyktarskynið eftir að þau veiktust, af hverju? Breyting á lyktar- og bragðskyni eru algeng einkenni þeirra sem fá sjúkdóminn CO...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að líkja alheiminum við atóm? Eru svipaðir kraftar í gangi í atóminu og í sólkerfinu?

Já og nei; þetta skal nú skýrt frekar. Það sem er svipað með sólkerfinu og atómi er langseilni krafturinn sem heldur kerfunum saman. Þyngdarkrafturinn frá sólinni veikist með fjarlægðinni frá henni í öðru veldi. Ef fjarlægð hlutar frá sólu tvöfaldast þá verður krafturinn frá henni einn fjórði af upphaflegum krafti...

category-iconSálfræði

Af hverju hafa sumir meiri kynlífslöngun en aðrir?

Sálkönnuðurinn Sigmund Freud fjallaði um libido sem ákveðna lífsorku en lagði sérstaka áherslu á kynlífsorkuna (Garsee og Schuster, 1992). Oftast er fjallað um libido sem kynlöngun einstaklingsins. Aðeins um tuttugu ár eru síðan byrjað var að greina skerta kynlöngun (hypoactive sexual desire). Við frekari rannsókn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um þvottabirni?

Þvottabirnir (Procyon lotor, e. raccoon eða racoon) eru rándýr af ætt hálfbjarna (Procyonidae). Þeir eru kraftaleg og digur rándýr sem minna um margt á lítil bjarndýr. Þvottabirnir eru yfirleitt 60-100 cm á lengd og er skottið oft tæpur helmingur af lengd dýrsins. Höfuðið er breiðleitt en trýnið er stutt og mjótt....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á taugahormóni og taugaboðefni?

Bæði taugahormón og taugaboðefni eru boðefni sem koma boðum milli líkamshluta. Hormónin bera boðin langar leiðir með hjálp blóðrásarkerfisins en taugaboðefni bera boðin stutt milli taugunga, til dæmis innan heilans. Taugahormón er hormón sem myndast í taugavef og er seytt úr honum í blóðrásina eins og önnur ho...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er andremma og af hverju stafar hún?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju verður maður andfúll? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það að verða andfúll eða losna við andfýlu? Af hverju vaknar maður andfúll á morgnana þó maður hafi burstað tennurnar kvöldið áður? Aðrir spyrjendur eru: Birna Gunnarsdóttir, Hrund Harðardóttir, Eiríkur Þorbjö...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er gróður í Surtsey?

Surtsey myndaðist í gosi sem hófst í nóvember 1963. Við gosið hlóðst upp eyja sem í upphafi var algerlega gróðurlaus. En fljótlega eftir að hún myndaðist urðu menn varir við að fræ og aðrir plöntuhlutar bárust þangað, en plöntur hafa ýmsa möguleika á að dreifa sér til nýrra staða. Surtsey séð úr lofti. Horft er ...

category-iconLæknisfræði

Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í læknavísindum 2019 og fyrir hvað?

Allar lífverur þurfa súrefni til þess að vinna orku úr fæðuefnum. Mikilvægi súrefnis hefur verið þekkt öldum saman en það er ekki fyrr en nýlega sem vísindamenn áttuðu sig á því hvernig frumur lífvera laga sig að breytingum á súrefnismagni. Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2019 tengjast þessu en þau hljóta þrír...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er eðlilegt að finna til pirrings yfir smjatti, sötri, háum andardrætti og klukkutifi?

Svarið við spurningunni er einfaldlega já. Það er alveg fullkomlega eðlilegt að verða þreyttur og pirraður á ákveðnum hljóðum. Hinu er ekki að neita að það er afskaplega persónubundið hvort og hversu mikið þau fari í taugarnar á fólki, og þá er lykilatriði hve mikla athygli fólk veitir smjatti, sötri og öðrum slík...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn avascular necrosis eða blóðþurrðardrep?

Avascular necrosis (AVN), eða blóðþurrðardrep, er vefjadrep vegna ófullnægjandi blóðrennslis til beina. Vegna truflunar á blóðflæði verður frumudauði í beinvef sem leiðir til beineyðingar, sársauka og skertrar hreyfigetu liða. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram í endum langra beina svo sem lærleggs (lat. femur...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru þurr augu?

Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að um það bil 15.000 Íslendingar þjáist af þurrum augum. Við þennan sjúkdóm framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki rétt samansett og gufa upp of fljótt. Algengasta einkenni þurra augna er eins konar aðskotahlutstilfinning í augum. Hún er ofta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða sveppir á Íslandi eru eitraðir?

Það getur verið mjög varasamt að borða ákveðnar tegundir sveppa þar sem þær innihalda efnasambönd sem valda truflun á líkamsstarfsemi. Sem dæmi má nefna að til eru tegundir sem innihalda efnasambandið cyclopeptíð (e. cyclopeptide) sem getur valdið lífshættulegum lifrarskemmdum. Sumar sveppategundir innihalda vægar...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum?

Kransæðar eru slagæðar sem liggja á yfirborði hjartans og miðla súrefnisríku blóði til hjartavöðvans. Þær stærstu eru í kringum 2-3 mm í innra þvermáli en greinast síðan í smærri kransæðagreinar sem liggja inn í hjartavöðvann. Síðan taka við slagæðlingar (e. arterioles), hárslagæðlingar og háræðar. Vinstri kra...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur COVID-19 á börn og geta hættulegir fylgikvillar komið fram?

Þegar nýr heimsfaraldur skellur á er forgangsatriði að átta sig á hvaða einstaklingsbundnu þættir hafa áhrif á alvarleika sjúkdómsins. Sá einstaklingsbundni þáttur sem virðist skipta mestu máli í COVID-19 er aldur: með hækkandi aldri eykst hættan á alvarlegum veikindum og dauðsföllum. Hins vegar ber að undirstrik...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Asperger-heilkenni?

Talað er um heilkenni (e. syndrome) þegar ákveðið samansafn einkenna er til staðar hjá einstaklingi. Asperger-heilkenni er gagntæk truflun á þroska (e. pervasive developmental disorders eða PDD), sem flokkast með einhverfu. Megineinkenni þessarar truflunar koma í ljós snemma í bernsku og haldast síðan óbreytt, þót...

Fleiri niðurstöður