Hvað er það sem COVID-19 gerir nákvæmlega við bragð- og lyktarskyn þeirra sem fá veiruna? Ég er búin að heyra um fólk sem segist hafa misst bragð- og lyktarskynið eftir að þau veiktust, af hverju?Breyting á lyktar- og bragðskyni eru algeng einkenni þeirra sem fá sjúkdóminn COVID-19. Birtingarmyndin er oftast skyndilegt tap á lyktarskyni með eða án breytingar á bragðskyni. Einnig hefur því verið lýst að eiginleikar lyktar og bragðs geti breyst. Það er breytilegt hversu algeng þessi einkenni eru en ljóst er að stór hluti sjúklinga upplifir einhverskonar breytingu á lyktar- og bragðskyni. Talið er að um 40%-50% sjúklinga með COVID-19 finni fyrir breytingu á lyktarskyni og rúmlega 40% finna fyrir breytingu á bragðskyni. Algengi þessara einkenna virðist minnka með hækkandi aldri. Hjá sumum er breyting á lyktar- og bragðskyni einu einkenni COVID-19. Þessi einkenni eru ekki einstök fyrir COVID-19 og í raun geta allar efri öndunarfærasýkingar valdið markvissri truflun á lyktar- og bragðskyni. Orsakavaldar efri öndunarfærasýkinga eru sömuleiðis ótalmargir, en veirur virðast þó hafa meiri áhrif á þessi skynfæri heldur en aðrir sýkingarvaldar. Einnig ber að árétta mikilvægi lyktarskyns í upplifun okkar á bragði - líklegast er orsök breytingar á bragðskyni í flestum tilfellum bein afleiðing breytingar á lyktarskyni.
- Veirusýking í slímhúð nefhols getur valdið bólgu, sem truflar aðgengi lyktarnema að sameindum í innöndunarlofti.
- Veira getur haft bein, skaðleg áhrif á lyktarnema.
- Veira getur flust yfir í lyktarklumbu og sýkt taugavef beint.
- Ibekwe, T. S., Fasunla, A. J., & Orimadegun, A. E. (2020). Systematic Review and Meta-analysis of Smell and Taste Disorders in COVID-19. OTO open, 4(3), 2473974X20957975. (Sótt 23.11.2020).
- Agyeman, A. A. o.fl. (2020). Smell and Taste Dysfunction in Patients With COVID-19: A Systematic Review and Meta-analysis. Mayo Clinic Proceedings. 95(8):1621-1631. (Sótt 23.11.2020).
- Landis B. N., Vodicka, J. & Hummel, T. (2010) Olfactory dysfunction following herpetic meningoencephalitis. Journal of Neurology. 257(3):439-43. (Sótt 23.11.2020).
- Goncalves, S., & Goldstein, B. J. (2016). Pathophysiology of Olfactory Disorders and Potential Treatment Strategies. Current otorhinolaryngology reports, 4(2), 115–121. (Sótt 23.11.2020).
- Suzuki M, o.fl. (2007). Identification of viruses in patients with postviral olfactory dysfunction. Laryngoscope, 117(2):272-7. (Sótt 23.11.2020).
- File:Olfactory bulb 2 diagram.png - Wikimedia Commons. (Sótt 26.11.2020).