Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 221 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Er til, eða notað, samræmt hljóðritunarkerfi sem má nota fyrir öll tungumál?

Til er alþjóðlegt hljóðritunarkerfi, International Phonetic Alphabet, skammstafað IPA. Það var búið til með það í huga að gera málfræðingum og nemendum kleift að læra að bera orð rétt fram og skrá framburð á réttan hátt. Eitt aðalmarkmiðið með IPA var að búa til eitt sérstakt tákn fyrir hvert hljóð í tungumáli. ...

category-iconÞjóðfræði

Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur?

Þessari spurningu er ógjörningur að svara. Draugagangur fer í rauninni eftir því hversu mikið er um sagnamenn eða sagnasafnara á hverjum stað. Fyrir fáum áratugum mátti sjá því haldið fram að Austur-Skaftafellssýsla og sérstaklega Suðursveit væri meira draugabæli en önnur héruð. Það var blátt áfram vegna þess hve ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru krókódílar árásargjarnir?

Krókódílar eru rándýr, það er að segja kjötætur, og sýna árásargirni þar sem þeir þurfa að veiða sér til matar. Venjist svo krókódílar að þiggja mat frá mönnum búa þeir til tengingu milli manna og fæðu, sem eykur líkur þess að þeir ráðist á menn; hið sama gildir um fjölmörg rándýr. Stundum þurfa kvendýrin að vernd...

category-iconJarðvísindi

Hverjir sjá um mælingar, skráningar og rannsóknir á jarðskjálftum á Íslandi?

Nú á dögum hefur Veðurstofa Íslands það hlutverk að reka net jarðskjálftamæla til að fylgjast með og skrá skjálftavirkni landsins. Netið er þéttast á virkustu svæðunum, það er umhverfis flekaskilin sem liggja í gegnum landið frá Reykjanestá og allt til norðurstrandarinnar milli Öxarfjarðar og Skagafjarðar. Skjálft...

category-iconHagfræði

Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?

Þrenns konar persónuauðkennisnúmer hafa verið notuð á Íslandi: fæðingarnúmer, nafnnúmer og kennitala. Hið fyrsta í röðinni var fæðingarnúmer sem kallaðist í fyrstu einnig fæðingardagsnúmer. Það byggðist á fæðingardegi viðkomandi og innihélt í byrjun einungis sex tölustafi; þetta fæðingarnúmer var fyrst notað í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Éta allir hákarlar fólk? Finnst þeim við góð á bragðið?

Svarið við fyrri spurningunni er nei, fæstar þeirra rúmlega 300 tegunda hákarla sem þekktar eru hafa orðið uppvísar að mannáti. Alls eru skráðar 42 tegundir hákarla sem ráðist hafa á menn, báta eða önnur sjóför á síðastliðnum fjórum öldum, þar af eru 24 tegundir sem vitað er að hafi gert slíkar árásir oftar en þrí...

category-iconLögfræði

Hvaða nöfnum má skíra börn og hvað má ekki skíra?

Á Íslandi eru í gildi lög um mannanöfn frá árinu 1996. Í þeim kemur meðal annars fram að skylt er að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess. Sé það ekki gert er hægt að leggja 1.000 kr. dagsektir á forsjármenn þangað til barnið hefur fengið nafn. Samkvæmt lögunum er fullt nafn einstaklings eiginnaf...

category-iconHugvísindi

Hvað er expressjónismi?

Expressjónismi er stefna í listum sem kom fram við upphaf 20. aldar. Expressjónisminn var andóf gegn natúralisma og impressjónisma, en þær stefnur leituðust við að skrá áhrif umhverfisins á listamanninn. Verk expressjónisma eru mjög huglæg og í þeim er oft hömlulaus sjálfstjáning sem á um leið að birta almenna and...

category-iconSálfræði

Hvert er íslenska orðið yfir cingulate gyrus og eru til íslensk heiti yfir öll þessi svæði í heilanum?

Mannsheilinn er alsettur krumpum og slíkar heilakrumpur kallast fellingar eða gárar (ft. gyri, et. gyrus). Eins og nafnið bendir til er cingulate gyrus felling eða gári og liggur eins og gjörð utan um hvelatengslin (corpus callosum), taugabrautina sem tengir saman vinstra og hægra heilahvel. Á íslensku kallast cin...

category-iconEfnafræði

Af hverju heitir súrefni þessu nafni?

Íslenska orðið súrefni er þýðing á alþjóðlega frumefnaheitinu oxygenium. Franski efnafræðingurinn Antoine Lavoisier (1743-1794) bjó orðið til og það birtist fyrst á prenti í bók hans Traité Élémentaire de Chimie (Ritgerð um grundvallaratriði efnafræðinnar) árið 1789. Orðið er myndað eftir grísku orðunum oxys (P...

category-iconLandafræði

Er Selfoss til?

Hér er væntanlega ekki verið að spyrja um þéttbýliskjarnann Selfoss því varla efast nokkur um tilvist hans, heldur frekar hvort á landinu sé eitthvert vatnsfall sem ber þetta heiti. Svarið við þeirri spurningu, og öðrum sem snúa að því hvort tiltekin örnefni eru til og hvar þau er þá að finna, má nálgast með þv...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjir hönnuðu nótnaskrift upphaflega og hvernig hefur hún breyst síðan?

Vitað er að Forn-Grikkir skráðu nótnaheiti með bókstöfum og almennt er talið að innan kirkjunnar hafi fyrstu tilraunir til að skrásetja tónlist hafist á 6. öld. Margs konar tilraunastarfsemi átti sér stað áður en það kerfi sem þekkist í dag mótaðist, en grunnurinn að því kom fram innan kirkjunnar á 9. öld. Ekki...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?

Því engi er sá maður, hvorki meira háttar, né minna, að ekki fái eitthvert nafn, þá hann eitt sinn er til kominn, því allir foreldrar gefa heiti börnum sínum, þá þau eru fædd. (Sveinbjörn Egilsson 1948) Þetta lætur skáldið Hómer Alkinóus segja við hina róðrargjörnu Feaka í áttunda þætti Ódysseifskviðu en hún var o...

category-iconLandafræði

Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur?

Nafnið Bíldudalur er ekki til í fornritum en Bíldudalseyri er þekkt úr Grímsstaðannál um atburði árið 1579 (Annálar 1400-1800 III:463-464. Reykjavík 1933). Orðið bílda getur merkt ‘drafna í andliti’ og eins ‘ær með andlitsdröfnu’ og er til sem ærnafn en ekki er líklegt að það hafi gefið dalnum nafnið. Bíld...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk. Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir ...

Fleiri niðurstöður