Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Nafnið Bíldudalur er ekki til í fornritum en Bíldudalseyri er þekkt úr Grímsstaðannál um atburði árið 1579 (Annálar 1400-1800 III:463-464. Reykjavík 1933).

Orðið bílda getur merkt ‘drafna í andliti’ og eins ‘ær með andlitsdröfnu’ og er til sem ærnafn en ekki er líklegt að það hafi gefið dalnum nafnið.

Bílda gat líka merkt 'ör' í fornu máli, samanber að orðið bíldör merkti ‘ör með kíllaga blað’ (Íslensk orðabók 2002:122 ; Ordbog over det norröne prosasprog 2:305). Mynd af Bíldudal gefur þeirri skýringu sterklega undir fótinn að átt sé við slíka ör þar sem skriða neðan dalsins ofan þorpsins er fleyglaga og gæti minnt á “bíldu”, samanber orðið bíldur (sjá til dæmis mynd í Landið þitt Ísland I:83).



Hér má sjá skriðuna ofan við Bíldudal.

Bílduhóll er bær á Skógarströnd í Snæfellssýslu, í daglegu tali nefndur Bíldhóll. (Bílduhvoll DI III:286 og víðar). Jörðin er nefnd í gjafabréfi frá árinu 1374. Í örnefnaskrá sem Lúðvík Kristjánsson skráði stendur: “Í túninu austur frá bænum er dagmálahóll, og halda sumir, að nafnið Bílduhóll sé dregið af klettaskoru þeirri, sem er í hólnum og líkist mjög bíldi.”

Í skrá Gísla Sigurðssonar á Dröngum segir, að innan túns á Bíldhóli sé “hóll eða öllu heldur klettaborg, er Bílduhóll heitir. Af honum dregur jörðin nafn, talið, að þar hafi fyrr búið kerling, er Bílda hét.” Lúðvík getur þeirrar kerlingar líka en það er algeng skýring á örnefnum þegar annað þrýtur að kenna til karla eða kerlinga sem fyrst hafi búið á staðnum.

Í Noregi var staðarheitið Bíldin (nú Bilden) dregið af tilbúna orðinu bíld-vin, og segir Ásgeir Blöndal Magnússon í orðsifjabók sinni að forliður nafnsins gæti átt við oddlaga landsvæði (bls. 55). (Sjá Oluf Rygh, Norske Gaardnavne IV,2:171-172).

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðasifjabók. Reykjavík 1989.
  • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Edda. Reykjavík 2002.
  • Ordbog over det norröne prosasprog. 2: ban-da. Udg. af Den arnamagnæanske kommission. Kbh. 2000.
  • Oluf Rygh, Norske Gaardnavne IV,2. Kristiania 1902.
  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson, Landið þitt Ísland. I. Reykjavík 1984.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

4.9.2006

Spyrjandi

Guðni Einarsson, Bára Óskarsdóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur?“ Vísindavefurinn, 4. september 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6166.

Svavar Sigmundsson. (2006, 4. september). Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6166

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6166>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur?
Nafnið Bíldudalur er ekki til í fornritum en Bíldudalseyri er þekkt úr Grímsstaðannál um atburði árið 1579 (Annálar 1400-1800 III:463-464. Reykjavík 1933).

Orðið bílda getur merkt ‘drafna í andliti’ og eins ‘ær með andlitsdröfnu’ og er til sem ærnafn en ekki er líklegt að það hafi gefið dalnum nafnið.

Bílda gat líka merkt 'ör' í fornu máli, samanber að orðið bíldör merkti ‘ör með kíllaga blað’ (Íslensk orðabók 2002:122 ; Ordbog over det norröne prosasprog 2:305). Mynd af Bíldudal gefur þeirri skýringu sterklega undir fótinn að átt sé við slíka ör þar sem skriða neðan dalsins ofan þorpsins er fleyglaga og gæti minnt á “bíldu”, samanber orðið bíldur (sjá til dæmis mynd í Landið þitt Ísland I:83).



Hér má sjá skriðuna ofan við Bíldudal.

Bílduhóll er bær á Skógarströnd í Snæfellssýslu, í daglegu tali nefndur Bíldhóll. (Bílduhvoll DI III:286 og víðar). Jörðin er nefnd í gjafabréfi frá árinu 1374. Í örnefnaskrá sem Lúðvík Kristjánsson skráði stendur: “Í túninu austur frá bænum er dagmálahóll, og halda sumir, að nafnið Bílduhóll sé dregið af klettaskoru þeirri, sem er í hólnum og líkist mjög bíldi.”

Í skrá Gísla Sigurðssonar á Dröngum segir, að innan túns á Bíldhóli sé “hóll eða öllu heldur klettaborg, er Bílduhóll heitir. Af honum dregur jörðin nafn, talið, að þar hafi fyrr búið kerling, er Bílda hét.” Lúðvík getur þeirrar kerlingar líka en það er algeng skýring á örnefnum þegar annað þrýtur að kenna til karla eða kerlinga sem fyrst hafi búið á staðnum.

Í Noregi var staðarheitið Bíldin (nú Bilden) dregið af tilbúna orðinu bíld-vin, og segir Ásgeir Blöndal Magnússon í orðsifjabók sinni að forliður nafnsins gæti átt við oddlaga landsvæði (bls. 55). (Sjá Oluf Rygh, Norske Gaardnavne IV,2:171-172).

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðasifjabók. Reykjavík 1989.
  • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Edda. Reykjavík 2002.
  • Ordbog over det norröne prosasprog. 2: ban-da. Udg. af Den arnamagnæanske kommission. Kbh. 2000.
  • Oluf Rygh, Norske Gaardnavne IV,2. Kristiania 1902.
  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson, Landið þitt Ísland. I. Reykjavík 1984.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund
...