Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 137 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan?

Aserbaídsjan er í suðaustur Kákasus, liggur að Kaspíahafi og á landamæri að Íran, Armeníu, Georgíu og Rússlandi. Til Aserbaídsjan heyrir einnig sjálfsstjórnarsvæðið Nakhichevan (Naxcivan) sem er í suður Armeníu við landamæri Írans alveg aðskilið frá Aserbaídsjan. Nakichevan er því svokölluð útlenda (e. exclave) e...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu?

Upprunalega spurningarnar voru tvær: 1) Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu? 2) Er eitthvað í sögu Rússlands og Úkraínu sem gæti útskýrt spennuna á milli þessara landa? Það er viss rangtúlkun á samskiptum Úkraínu og Rússlands að segja þau einkennast af „togstreitu“ eða „spennu“. Ásæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni Hver var fyrsti málfræðingurinn, hvenær var hann uppi og hvert var aðalverkefni hans? frá Shlok Datye. Svokölluð „Fyrsta málfræðiritgerð Snorra-Eddu” er talin skrifuð á síðari hluta 12. aldar. Nafn sitt dregur hún af því að vera fremst fjögurra ritgerða um íslenskt m...

category-iconHugvísindi

Af hverju er skrift til?

Í mörgum menningarsamfélögum þar sem ritmál var óþekkt lifði fólk samt sem áður góðu og innihaldsríku lífi. Jafnvel nú þegar nær allir jarðarbúar hafa einhverja reynslu af ritmáli er til fólk sem hvorki getur lesið né skrifað, en þar á meðal eru margar milljónir barna. Í samfélögum án ritmáls myndast oft hefð f...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða nöfn á að nota um afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar?

Veirur bera nöfn eins og aðrar tegundir lífvera sem hafa verið uppgötvaðar og skilgreindar. Nöfnin eru hugsuð til hægðarauka fyrir mennina, svo hægt sé að ræða og skrifa um veirurnar og eiginleika þeirra. Til að greina sundur afbrigði veirunnar SARS-CoV-2 voru búin til, eða aðlöguð, nokkur kerfi sem byggja á mismu...

category-iconFornleifafræði

Hvað merkir þessi stafaruna sem rituð er með rúnum á trjábút: RB FIR KUI KLK IBBII?

Spyrjandi á líklega við rúnirnar á pínulitlu spýtubroti sem fannst í Viðey 1993 og er nú geymt á Árbæjarsafni. Við fornleifarannsóknir í Viðey fannst brot úr rúnakefli í rúst skála nokkurs. Brotið fannst í röskuðu lagi og er álitið að gólfskánin* sé frá 10. eða 11. öld. Rúnirnar sjálfar benda þó fremur til 11. ald...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjir sömdu allar málfræðireglur í íslensku og hvers vegna eru þær enn í gildi?

Elstu skrif sem finna má um íslenskt mál eru fjórar ritgerðir sem varðveittar eru í svonefndri Ormsbók Snorra-Eddu, handriti frá því um miðja 14. öld. Í elstu ritgerðinni, sem oft er kölluð „Fyrsta málfræðiritgerðin“ og samin var á 12. öld, er reynt að fella latneska stafrófið að íslensku hljóðkerfi. Í annarri rit...

category-iconHugvísindi

Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði?

Stafsetningarreglur eru til margs nytsamlegar. Þetta vissi sá maður sem skrifaði ,,fyrstu málfræðiritgerðina“ á 12. öld. Honum þótti mikilvægt að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur voru í íslenska hljóðkerfinu en hinu latneska. Þannig gerði hann Íslendingum kleift að setja tungumál sitt á ...

category-iconFornfræði

Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?

Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Hannes Finnsson?

Hannes Finnsson (1739-1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Hann var sonur Guðríðar Gísladóttur (1707-1766) og Finns Jónssonar (1704-1789). Guðríður var sonardóttir Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns, 1643-1690) sem varð biskup á Hólum eftir nokkuð ævintýralegan feril sem sýslumaður. Finnur var af prestaætt sem lengi...

category-iconMálvísindi: almennt

Er gríska elsta tungumál í heimi?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær varð forngríska til? Gríska er þjóðtunga Grikkja og er býsna gamalt tungumál. Hún er alls ekki elsta þekkta tungumálið en gríska er þó sennilega elsta tungumál heims sem á sér óslitna málsögu og enn er talað af innfæddum. Sú gríska sem töluð var í forn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er réttmætt að skrifa zetu inni í orðum í dag?

Spyrjandi skýrir spurninguna nánar sem hér segir:Mig langar að forvitnast um réttmæti þess að skrifa zetu inn í orðum í dag. Nú er zetan fallin úr íslensku stafrófi en mér finnst ýmsir nota zetuna enn. Þekki dæmi um fólk sem hefur tamið sér þennan rithátt þó það sé fætt eftir að zetan féll úr gildi.Íslensk málstöð...

category-iconHugvísindi

Hvert var upphaf forngrískra bókmennta? Er ekki til eitthvað eldra en Hómerskviður?

Gríska stafrófið var fundið upp á 8. öld f.Kr. Reyndar höfðu Grikkir átt sér ritmál áður en þeir fundu upp stafróf sitt: Línuletur B var notað til að rita grísku um 1600 til 1100 f.Kr. og arkadó-kýpverska mállýskan hafði verið rituð með sérstöku atkvæðarófi. En hvorugt þessara eldri ritkerfa Grikkja var notað til ...

category-iconHeimspeki

Hver var Herbert Spencer?

Herbert Spencer fæddist 27. apríl árið 1820 í borginni Derby á Englandi. Faðir hans, George, var kennari og sá hann sjálfur um menntun sonar síns fyrstu tíu ár ævi hans en eftir það tóku föðurbræður hans, William, sem einnig var kennari, og presturinn Thomas, að sér að mennta drenginn. Allir voru þeir strangir, og...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar hljóðfæri er þeremín?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...

Fleiri niðurstöður