Hvenær varð forngríska til?Gríska er þjóðtunga Grikkja og er býsna gamalt tungumál. Hún er alls ekki elsta þekkta tungumálið en gríska er þó sennilega elsta tungumál heims sem á sér óslitna málsögu og enn er talað af innfæddum. Sú gríska sem töluð var í fornöld kallast forngríska og hún á sér sögu sem nær aftur til miðrar bronsaldar á öðru árþúsundinu fyrir okkar tímatal. Það er ómögulegt að segja nákvæmlega til um það hvenær forngríska varð til sem tungumál, þótt þá sögu megi samt rekja að einhverju leyti. Forngríska var í raun hópur af mállýskum sem voru innbyrðis ólíkar að ýmsu leyti. En mælendur þeirra gátu samt vandræðalaust skilið hverjir aðra og litu svo á að þeir töluðu allir sama málið. Með svolítilli einföldun má segja að elst þessara mállýska sé mýkenska sem er kennd við borgina Mýkenu á Pelópsskaga. Hún var töluð á Grikklandi frá því að minnsta kosti um 1600 fyrir okkar tímatal (f.o.t.) en elstu ritheimildirnar um hana eru frá því um 1450 f.o.t. Það eru leirtöflur skrifaðar með línuletri B sem var mynd- og atkvæðaletur byggt á eldra letri frá Krít sem er nefnt línuletur A. Hætt var að nota línuletur A um það leyti þegar línuletur B varð til en línuletur B hvarf úr notkun undir lok bronsaldar eða á milli 1200 og 1150 f.o.t. Á hinn bóginn barst gríska stafrófið sem er enn notað í dag ekki til Grikklands fyrr en undir lok járnaldar eða um 800 f.o.t. Línuletur B er því elstu minjar sem varðveittar eru um gríska tungumálið. Það var ráðið um miðja 20. öld en það gerðu þeir Michael Ventris og John Chadwick og kom uppgötvun þeirra að þar væri mýkensk mállýska nokkuð á óvart.[1] (Línuletur A er enn óráðið.)

Línuletur B var mynd- og atkvæðaletur byggt á eldra letri frá Krít. Línuletur B er elstu minjar sem varðveittar eru um gríska tungumálið.

Skýringarmynd sem sýnir útbreiðslu frumindóevrópsku.

Elsta gerð forngrísku sem við þekkjum er mýkenska mállýskan sem töluð var á Grikklandi frá því um 1600 f.o.t. Á myndinni sést einn þekktasti forngripur mýkenskrar menningar. Hann er kallaður gríma Agamemnons.
- ^ Afar áhugaverða frásögn af því er að finna hjá John Chadwick, The Decipherement of Linear B (Cambridge: Cambridge University Press, 1958, 2. útg. 1967).
- ^ Um heimahaga frumindóevrópumanna, sjá J.P. Mallory, „The Indo-European language family: The historical question“. Í A History of Ancient Greek: From the Beginning to Late Antiquity, ritstýrt af A.-F. Christidis endursk. útg. (Cambridge: Cambridge University Press, 2010), 170–77. Enn fremur J.P. Mallory, In Search of the Indo-Europeans (London: Thames & Hudson, 1989, 2. útg. 1991); David W. Anthony, The Horse, the Wheel, and Language: How Bronze-Age Riders from the Eurasian Steppes Shaped the Modern World (Princeton: Princeton University Press, 2007); Asya Pereltsvaig og Martin W. Lewis, The Indo-European Controversy: Facts and Fallacies in Historical Linguistics (Cambridge: Cambridge University Press, 2015).
- ^ B.D. Joseph, „The Indo-European language family: The linguistic evidence“. Í A History of Ancient Greek: From the Beginning to Late Antiquity, ritstýrt af A.-F. Christidis endursk. útg. (Cambridge: Cambridge University Press, 2010), 161–69. Um indóevrópsk málvísindi má einnig lesa hjá James Clackson, Indo-European Linguistics: An Introduction (Cambridge: Cambridge University Press, 2007).
- ^ Um þær málbreytingar sem skópu forngrísku, sjá J. Clackson, „The genesis of Greek“. Í A History of Ancient Greek: From the Beginning to Late Antiquity, ritstýrt af A.-F. Christidis endursk. útg. (Cambridge: Cambridge University Press, 2010), 185–92.
- Linear B - Wikipedia. (Sótt 7.01.2022).
- File:IE expansion.png - Wikimedia Commons. (Sótt 7.01.2022).
- Mycenaean Greece - Wikipedia. (Sótt 7.01.2022).