Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 263 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga?

Svar þetta er skrifað með unga lesendur í hugaGaldrabrennurnar í gamla daga helguðust af því að fólk hugsaði of mikið um djöfulinn og það óttaðist að hann væri að ná tökum á mannfólkinu. Þetta sagði að minnsta kosti Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, í bréfi sem hann skrifaði einum af prestum landsins árið ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna drekka Íslendingar svona illa?

Spyrjandi bætir við: Er það skapgerð þjóðarinnar eða erum við einfaldlega ennþá frumstæðir villimenn að þessu leyti? Hugmyndina um óheflaða drykkjusiði norrænna þjóða, andstætt fáguðum drykkjusiðum suðlægra þjóða, má rekja til almennra hugmynda um hið frumstæða norður og siðmenntaða suður. Ímyndin af áfengisney...

category-iconHugvísindi

Hver var Jóhanna af Örk?

Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans. Jóhanna af Örk. Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?

Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að nota Pýþagórasarreglu á praktískan hátt?

Regla Pýþagórasar segir að í rétthyrndum þríhyrningi sé summan af lengd hvorrar skammhliðar um sig margfaldaðri með sjálfri sér jöfn lengd langhliðarinnar margfaldaðri með sjálfri sér. Tökum dæmi. Þríhyrningurinn á myndinni hér á eftir hefur hliðarnar a, b og c og hornið á móti hliðinni c er rétt eða 90°. Um þe...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við þegar talað er um vergar þjóðartekjur?

Með vergum þjóðartekjum er einfaldlega átt við allar tekjur þjóðarinnar á tilteknu tímabili, oftast einu almanaksári. Með tekjum er einkum átt við laun, hagnað fyrirtækja og vaxtatekjur. Önnur hugtök sem oft eru notuð til að lýsa svipuðum stærðum eru verg landsframleiðsla og verg þjóðarframleiðsla. Verg landsframl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir „fundu upp“ π (pí)?

Talan π (pí) er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Mönnum hefur snemma orðið ljóst að þetta hlutfall er hið sama fyrir alla hringi. Í ritum Evklíðs frá því um 300 fyrir Krist er þessi staðreynd sett fram án sönnunar. Í Biblíunni er talan 3 notuð sem gildi á π: „Og Híram gjörði hafið, og var þa...

category-iconHeimspeki

Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?

Fólk greinir mjög á um hvort til sé manneðli og ef svo er hvað það sé. Sömuleiðis er mikill ágreiningur um hvort eðlismunur sé á milli kynjanna og ef svo er í hverju hann felist. Ástæðan fyrir þessum ágreiningi er sú að spurningin um manneðlið (og svo kyneðlið) er oftast ekki aðeins spurning um það hvort það séu e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig stendur á því að hlutföllin á atlaskorti eru röng en rétt á hnetti?

Ástæðan fyrir því að hnattlíkan gefur nokkuð rétta mynd af yfirborði jarðar en landakort af heiminum ekki, er sú að hnattlíkan er í raun smækkuð mynd af jörðinni þar sem einungis mælikvarðanum hefur verið breytt en löguninni haldið. Á landakortinu er hins vegar búið að fletja hnöttinn út, en það er ekki hægt að ge...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er Örtugadalur sem einnig er nefndur Örskotsteigadalur og hvaðan koma örnefnin?

Örskotsteigadalur eða Örtugadalur er lítið dalverpi sem gengur út úr Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu. Nafnið Örtugadalur er þekkt úr eldri heimild en Örskotsteigadalur, það er úr riti Árna Magnússonar Chorographica Islandica frá byrjun 18. aldar þar sem hann er að lýsa ýmsum reiðleiðum: „Oddrúnarbrekkur upp...

category-iconVísindi almennt

Úr hverju er varalitur búinn til?

Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...

category-iconStærðfræði

Af hverju eru tungumál ólík milli landa en stærðfræði og tölustafirnir alltaf eins?

Upprunalega spurningin var: Hvernig vill svo til að tungumál eru ólík milli landa en stærðfræði og tölustafir eru eins? Tungumál eru ólík milli margra landa en letrið, sem þau eru rituð með, er sameiginlegt mörgum löndum og þjóðum. Tölur eru líka lesnar með ólíkum hætti hjá ólíkum þjóðum eftir því tungumáli...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama?

Orðin baktería og veira taka til þess um hvers konar lífveru er að ræða, en orðið sýkill tekur til þess hvað hún gerir: Sýkill er örvera sem veldur sjúkdómi. Sýklar geta verið lífverur af flokki veira, baktería, sveppa og frumdýra, sem eiga það eitt sameiginlegt að valda sjúkdómum. Aðeins örlítið brot allra bakter...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur hreyfingarstefna áhrif á þyngd?

Svarið er nei, yfirleitt ekki, en samt í vissum skilningi já! Þyngd hlutar í bókstaflegum skilningi er heildarkrafturinn sem verkar á hann vegna annarra massa í kring. Þessi kraftur er eingöngu háður stað hlutarins en ekki hraða eða stefnu. Ef við erum í grennd við jörðina ræðst þyngd okkar þess vegna eingöngu ...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?

Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...

Fleiri niðurstöður