Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna drekka Íslendingar svona illa?

Hildigunnur Ólafsdóttir

Spyrjandi bætir við:

Er það skapgerð þjóðarinnar eða erum við einfaldlega ennþá frumstæðir villimenn að þessu leyti?

Hugmyndina um óheflaða drykkjusiði norrænna þjóða, andstætt fáguðum drykkjusiðum suðlægra þjóða, má rekja til almennra hugmynda um hið frumstæða norður og siðmenntaða suður. Ímyndin af áfengisneyslu suður-evrópskra þjóða sýnir hana oft sem hluta af menningu þeirra. Aftur á móti er ímyndin af óheftri drykkju íbúa norðlægra slóða tengd villtri náttúru fremur en menningu svæðanna.


Skálað á góðri stund. Málverk eftir danska listmálarann P. S. Krøjer (1888).

Slíkar staðalmyndir draga aðeins að litlu leyti upp rétta mynd af áfengisneyslu þjóða. Nýjar áfengisrannsóknir hafa til dæmis sýnt að flokkun þjóða eftir drykkjuvenjum er oft eingöngu byggð á drykkjusiðum karla en tekur ekkert mið af neysluvenjum kvenna. Nokkur munur virðist samt sem áður vera á áfengisneyslu mismunandi þjóða. Lítil og dagleg neysla áfengis er enn algeng í Miðjarðarhafslöndum, en mikil áfengisneysla um helgar og á hátíðum einkennir frekar löndin í Norður-Evrópu. Meðal hinna hefðbundnu 'bjórþjóða' í Mið-Evrópu má finna sambland af þessu tvennu.

Á síðustu áratugum hefur neyslumynstur orðið svipað um alla Evrópu. Fólk borðar pasta og gengur í gallabuxum hvort sem er í Reykjavík eða Róm. Þetta á líka við um áfengisneyslu þar sem nýlegar rannsóknir sýna að drykkjusiðir Evrópuþjóða eru ekki eins mótaðir af staðbundnum hefðum og áður. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að áfengisneysla Íslendinga og annarra íbúa Evrópu eru líkari en oft er talið.

Heimildir og mynd

  • Kim Bloomfield et al. (2005). EU-Concerted Action. Gender, Culture and Alcohol Problems: A Multi-national Study. Project Final Report. Institute for Medical Informatics, Biometrics & Epidemiology, Charité Universitätsmedizin, Berlin.
  • Håkan Leifman (2001). Homogenization in alcohol consumption in the European Union. Nordic Studies on Alcohol and Drugs. (English Supplement) 18:15-30.
  • Pekka Sulkunen (2002). Between culture and nature: intoxication in cultural studies of alcohol and drug use. Contemporary Drug Problems 29, Summer:253-276.
  • Image:PS Krøyer - Hip hip hurra! Kunstnerfest på Skagen 1888.jpg. Wikimedia Commons.

Höfundur

dr.philos., ReykjavíkurAkademíunni

Útgáfudagur

27.7.2006

Spyrjandi

Eysteinn Elvarsson

Tilvísun

Hildigunnur Ólafsdóttir. „Hvers vegna drekka Íslendingar svona illa?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6089.

Hildigunnur Ólafsdóttir. (2006, 27. júlí). Hvers vegna drekka Íslendingar svona illa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6089

Hildigunnur Ólafsdóttir. „Hvers vegna drekka Íslendingar svona illa?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6089>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna drekka Íslendingar svona illa?
Spyrjandi bætir við:

Er það skapgerð þjóðarinnar eða erum við einfaldlega ennþá frumstæðir villimenn að þessu leyti?

Hugmyndina um óheflaða drykkjusiði norrænna þjóða, andstætt fáguðum drykkjusiðum suðlægra þjóða, má rekja til almennra hugmynda um hið frumstæða norður og siðmenntaða suður. Ímyndin af áfengisneyslu suður-evrópskra þjóða sýnir hana oft sem hluta af menningu þeirra. Aftur á móti er ímyndin af óheftri drykkju íbúa norðlægra slóða tengd villtri náttúru fremur en menningu svæðanna.


Skálað á góðri stund. Málverk eftir danska listmálarann P. S. Krøjer (1888).

Slíkar staðalmyndir draga aðeins að litlu leyti upp rétta mynd af áfengisneyslu þjóða. Nýjar áfengisrannsóknir hafa til dæmis sýnt að flokkun þjóða eftir drykkjuvenjum er oft eingöngu byggð á drykkjusiðum karla en tekur ekkert mið af neysluvenjum kvenna. Nokkur munur virðist samt sem áður vera á áfengisneyslu mismunandi þjóða. Lítil og dagleg neysla áfengis er enn algeng í Miðjarðarhafslöndum, en mikil áfengisneysla um helgar og á hátíðum einkennir frekar löndin í Norður-Evrópu. Meðal hinna hefðbundnu 'bjórþjóða' í Mið-Evrópu má finna sambland af þessu tvennu.

Á síðustu áratugum hefur neyslumynstur orðið svipað um alla Evrópu. Fólk borðar pasta og gengur í gallabuxum hvort sem er í Reykjavík eða Róm. Þetta á líka við um áfengisneyslu þar sem nýlegar rannsóknir sýna að drykkjusiðir Evrópuþjóða eru ekki eins mótaðir af staðbundnum hefðum og áður. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að áfengisneysla Íslendinga og annarra íbúa Evrópu eru líkari en oft er talið.

Heimildir og mynd

  • Kim Bloomfield et al. (2005). EU-Concerted Action. Gender, Culture and Alcohol Problems: A Multi-national Study. Project Final Report. Institute for Medical Informatics, Biometrics & Epidemiology, Charité Universitätsmedizin, Berlin.
  • Håkan Leifman (2001). Homogenization in alcohol consumption in the European Union. Nordic Studies on Alcohol and Drugs. (English Supplement) 18:15-30.
  • Pekka Sulkunen (2002). Between culture and nature: intoxication in cultural studies of alcohol and drug use. Contemporary Drug Problems 29, Summer:253-276.
  • Image:PS Krøyer - Hip hip hurra! Kunstnerfest på Skagen 1888.jpg. Wikimedia Commons.
...