Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 507 svör fundust

category-iconGátur og heilabrot

Hver er lausnin á gátunni sem felst í þessum þríhyrningamyndum?

Lesendum sem vilja spreyta sig á þessu sjálfir er bent á að lesa ekki lengra í bili! Í myndunum er sjónhverfing sem felst í því að skálínan sem myndar efri brún þríhyrningsins er ekki bein. Hún sveigir niður á við á efri myndinni en upp á við á þeirri neðri. Þar afmarkast þá meira flatarmál sem nemur einmit...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er þúsundfætla með marga fætur?

Þúsundfætlur hafa allt að 200 pör af fótum. Tvö pör eru á hverjum lið fyrir utan fyrsta liðinn (höfuðið), sem er fótalaus, og næstu þrjá liði, sem eru með eitt par af fótum hver. Einnig er hver liður (fyrir utan fyrstu fjóra) með tvö pör af innri líffærum, svo sem tvö pör af taugahnoðum og tvö pör af slagæðum...

category-iconJarðvísindi

Af hverju hefur sápa þau áhrif á hveri að þeir gjósa?

Gos í hverum stafar af hvellsuðu - rúmmálið eykst skyndilega 1800 sinnum þegar vatnið breytist í gufu. Til að hvellsuða geti orðið þarf vatnið að yfirhitna, nefnilega hitna yfir suðumark sitt, en jafnframt þarf það að yfirvinna yfirborðsspennu til að mynda gufubólur. Hér kemur sápan inn í myndina, því hún lækkar y...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig mundi andefnissprengja verka og hve öflug gæti hún orðið?

Skemmst er frá því að segja að andefni í einhverju magni er eða getur verið "andefnissprengja". Um leið og andefnið kemst nálægt efni breytist það í orku ásamt samsvarandi magni af efni, og þessi orka er mjög mikil miðað við efnismagnið. Um þetta er fjallað nánar í fyrri svörum okkar um andefni en þau má finna me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig geta fuglar fundið ánamaðka í blómabeði eða grasi?

Fuglar heyra ákaflega vel og geta greint hljóðtíðni sem nær nokkuð út fyrir þau mörk sem mannseyrað greinir. Fræðimenn telja því líklegt að fuglar geti einfaldlega heyrt í smádýrum sem skríða um í jarðveginum. Heyrn fuglanna sé svo næm að þeir geti staðsett ánamaðkinn eða skordýrið og stungið gogginum niður nákvæm...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er munur á þykkt hægri og vinstri hjartaveggjar?

Veggir hjartans eru gerðir úr þremur meginlögum. Mest fer fyrir miðlaginu sem er hjartavöðvinn (e. myocardium). Hann er gerður úr sérstökum hjartavöðvavef. Utan um hjartavöðvann er þunn hjartahimna (e. epicardium) gerð úr bandvef og fituvef. Fyrir innan hjartavöðvann er örþunnt og slétt hjartaþelið (e. endocardium...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvert er hlutverk hormónsins PYY?

Offita er sívaxandi vandamál í heiminum. Það er því ekki að undra að víða eru stundaðar rannsóknir á því hvað ræður matarlyst fólks. Lengi hefur verið vitað að í undirstúku heilans er hungur- og seddustöð líkamans, en þessar stöðvar stýra því hversu mikið dýr, þar á meðal maðurinn, éta. Við fæðuinntöku berast ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?

Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er lífbelti stjörnu?

Fljótandi vatn er ein af forsendunum fyrir að líf eins og við þekkjum það geti þrifist. Við sjávarmál frýs vatn á jörðinni við 0°C og gufar upp við 100°C. Í sólkerfinu okkar er ákveðið bil þar sem að meðalhitinn á yfirborði plánetu á sporbraut þar, með svipað andrúmsloft og jörðin, væri á milli 0°C og 100°C. Þessi...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru hitahillingar og hvernig er hægt að útskýra þær á vísindalegan hátt?

Með misleitu efni, þar sem svonefndur ljósbrotstuðull (e. index of refraction) breytist með staðsetningu í efninu, verður tilveran fjölbreyttari en þegar brotstuðulinn er sá sami alls staðar í efninu. Þá svigna ljósgeislar á ferð sinni um efnið. Þar sem breyting á hitastigi með hæð í loftlögum næst jörðu veldur br...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari en meginlandsskorpa?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari, og þar af leiðandi með meiri eðlismassa, en meginlandsskorpa? Réttara væri að snúa spurningunni við: Af hverju er meginlandsskorpa málmsnauðari og þess vegna eðlisléttari en hafsbotnsskorpa? Einfalda svarið er tvíþætt: léttara efni leit...

category-iconJarðvísindi

Hvað er gosrein og hvað er sprungusveimur?

Gliðnun lands við frárek í gosbeltunum leiðir til eldgosa á löngum sprungum sem geta náð langt út fyrir megineldstöð. Víða er þannig að finna langar gígaraðir sem liggja að mestu leyti utan megineldstöðva. Dæmi um slíkt eru Lakagígar. Gígaraðir raðast stundum í þyrpingar, þannig að nokkrar slíkar úr mismunandi eld...

category-iconLandafræði

Hvaða lönd teljast til Evrópu?

Þessu er ekki eins auðvelt að svara og ætla mætti, jafnvel þótt við reynum ekki að gera það í eitt skipti fyrir öll. Bæði myndast ný ríki öðru hverju og eins kemur fyrir að ríki sameinast. Auk þess eru sum ríki á gráu svæði við jaðar Evrópu eða þá að landsvæði þeirra telst til tveggja heimsálfa, ýmist þannig að hö...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er sterkasti vöðvinn í líkama manns, hver er sá stærsti og hvað eru vöðvarnir margir?

Vöðvar eru af þremur gerðum; sléttir vöðvar, hjartavöðvinn og beinagrindarvöðvar sem nefnast einnig þverrákóttir vöðvar. Legið og vöðvar í æðaveggjum og veggjum meltingarvegarins eru dæmi um slétta vöðva. Flestir sléttir vöðvar eru aðeins ein slétt vöðvafruma og fjöldi þeirra skiptir milljörðum. Þeir eru yfirl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur?

Mávar tilheyra mávaætt (Laridae) og teljast til strandfugla (Charadriiformes). Að staðaldri verpa sjö tegundir máva hér á landi. Fimm þeirra teljast til ættkvíslarinnar Larus, það er hvítmávur (Larus hyperboreus), svartbakur (Larus marinus), silfurmávur (Larus argentatus), sílamávur (Larus fuscus) og stormmávur (L...

Fleiri niðurstöður