Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig geta fuglar fundið ánamaðka í blómabeði eða grasi?

Jón Már Halldórsson

Fuglar heyra ákaflega vel og geta greint hljóðtíðni sem nær nokkuð út fyrir þau mörk sem mannseyrað greinir. Fræðimenn telja því líklegt að fuglar geti einfaldlega heyrt í smádýrum sem skríða um í jarðveginum. Heyrn fuglanna sé svo næm að þeir geti staðsett ánamaðkinn eða skordýrið og stungið gogginum niður nákvæmlega á þeim stað sem dýrið er og veitt það.

Við höfum flest séð fugla eins og skógarþröstinn (Turdus iliacus) og starrann (Sturnus vulgaris) vappandi um garða og tún skimandi niður fyrir sig í grasið eða moldina. Þegar þeir gera þetta eru þeir einfaldlega að hlusta eftir hljóðum frá skordýrum og ormum sem eru niðri í moldinni.



Starri í fæðuleit á túni.

Myndin er fengin af vefsetrinu World Wide Bird Sites

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.5.2002

Spyrjandi

Kjartan Guðmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig geta fuglar fundið ánamaðka í blómabeði eða grasi?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2398.

Jón Már Halldórsson. (2002, 21. maí). Hvernig geta fuglar fundið ánamaðka í blómabeði eða grasi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2398

Jón Már Halldórsson. „Hvernig geta fuglar fundið ánamaðka í blómabeði eða grasi?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2398>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta fuglar fundið ánamaðka í blómabeði eða grasi?
Fuglar heyra ákaflega vel og geta greint hljóðtíðni sem nær nokkuð út fyrir þau mörk sem mannseyrað greinir. Fræðimenn telja því líklegt að fuglar geti einfaldlega heyrt í smádýrum sem skríða um í jarðveginum. Heyrn fuglanna sé svo næm að þeir geti staðsett ánamaðkinn eða skordýrið og stungið gogginum niður nákvæmlega á þeim stað sem dýrið er og veitt það.

Við höfum flest séð fugla eins og skógarþröstinn (Turdus iliacus) og starrann (Sturnus vulgaris) vappandi um garða og tún skimandi niður fyrir sig í grasið eða moldina. Þegar þeir gera þetta eru þeir einfaldlega að hlusta eftir hljóðum frá skordýrum og ormum sem eru niðri í moldinni.



Starri í fæðuleit á túni.

Myndin er fengin af vefsetrinu World Wide Bird Sites

...