Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 76 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var hinn íslenski Stjáni blái?

Stjáni er algengt stuttnefni karlmanna sem bera nafið Kristján. Stjáni blái er vel þekkt heiti á bandarískri teiknimyndapersónu sem kallast Popeye á frummálinu. Enska heitið vísar til þess sem er 'stóreygur' eða hefur 'útstæð augu' en teiknimyndapersónan hefur frá fyrstu tíð verið eineygð, með útstætt vinstra auga...

category-iconStærðfræði

Hver skapaði þríhyrninginn?

Elsta þekkta alþjóðlega heimildin um stærðfræði er skjal sem nefnist Rhind-papýrus og fannst í Egyptalandi á nítjándu öld. Skjalið er talið hafa verið ritað um 1650 f.Kr. og vera endurrit af 200 árum eldra skjali. Textinn er því um fjögur þúsund ára gamall. Rhind-papýrusinn sýnir myndir af þríhyrningum og greinir ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær var víkingaöld?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvenær er talið að víkingaaldirnar hafi byrjað, er rétt að miða við 793 þegar þeir réðust á Lindisfarne og síðan 1066 við bardagann við Stamford Bridge. Eins og önnur löng söguleg tímabil er víkingaöld huglægur tilbúningur sem er ætlað að koma einhverri skipan á óreiðukennd...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Í hvaða píramída er Kleópatra grafin?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Enginn veit hvar gröf Kleópötru Egyptalandsdrottningar er að finna en víst er að hún er ekki í píramída. Talið er að fyrsti egypski píramídinn, sem kallast þrepapíramídinn í Sakkara, hafi verið reistur í valdatíð Djoser fyrsta konungs þriðju konungsættarinnar...

category-iconVeðurfræði

Hvað er það sem ákvarðar vindátt?

Það er margt sem ákvarðar vindátt og fer bæði eftir staðháttum og tíma dags og árs. Mishitun yfirborðs jarðar og/eða lofthjúpsins vekur flesta vinda, en ákvarðar ekki áttina ein og sér. Umfjöllun í veðurfræði greinir oft á milli stærðar veðurkerfa, það er hver kvarði þeirra er. Þá er talað um hnatt-, stóran, m...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir?

Hinir fornu píramídar í Egyptalandi hafa vakið undrun margra. Stærstir og frægastir meðal þeirra eru píramídarnir í Giza en þeir voru eitt af hinum svonefndu sjö undrum veraldar til forna. Þeir eru einnig hið eina af undrunum sem stendur enn að mestu. Píramídarnir voru reistir sem grafhýsi fyrir faraóana, konu...

category-iconHugvísindi

Hverjir gerðu steinstytturnar á Páskaeyju og í hvaða tilgangi?

Páskaeyja eða Rapa Nui er örlítil og einangruð eyja austarlega í Kyrrahafi. Hún er nærri 2000 km austar en austustu byggðu eyjar í Tuamotu-eyjaklasanum, en 4000 km frá ströndum Suður-Ameríku. Hún er aðeins 164 ferkílómetrar – tvöfalt stærri en Þingvallavatn. Evrópumenn komu þangað fyrst 1722 (á páskadegi, þar...

category-iconHugvísindi

Hver var hinn kínverski Konfúsíus og hvað er konfúsíanismi?

Eins þversagnakennt og það kann að hljóma var konfúsíanismi til á undan Konfúsíusi. Það sem á Vesturlöndum kallast „konfúsíanismi“ er þýðing á kínverska orðinu rujia (儒家), en það var heiti á hópi menntamanna í Kína til forna sem voru sérfróðir um hefðbundnar helgiathafnir. Konfúsíus tilheyrði sjálfur...

category-iconVeðurfræði

Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?

Já, það getur verið mikill munur. Vindhraði í verstu fellibyljum er allmiklu meiri en í verstu vetrarlægðum. Í textanum hér að neðan er lítillega fjallað um styrkleikaflokkun hitabeltisstorma og fellibylja. Að meginhluta er textinn lausleg þýðing á skilgreinandi texta bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar – les...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýrið bjór?

Bjór, eða bifur eins og hann er stundum kallaður, er nagdýr (rodentia) af bjóraætt (Castoridae). Til bjóra (Castor spp.) teljast tvær tegundir, evrasíski bjórinn (C. fiber) og kanadíski bjórinn eða norður-ameríski bjórinn (C. canadiensis). Þeir sem lesið hafa gamlar amerískar landnemabækur kannast kannski við...

category-iconFornleifafræði

Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?

Á fjórða árþúsundinu fyrir Krist fór að breiðast út um vestanverða Evrópu sá siður að gera mannvirki úr stórum steinum. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd á máli vísindanna „megalithos“ (e. megaliths) sem er komið úr grísku og merkir „stór steinn“, en á íslensku hafa þau verið kölluð jötunsteinar. Stærsta og tilkomu...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Bláa lónið til?

Bláa lónið er fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands en þangað koma um 90% allra erlendra ferðamanna sem heimsækja landið. Lónið er þekkt víða um heim fyrir fegurð sína þar sem það liggur furðublátt í kolsvörtu hrauninu við Svartsengi. Orðstír Bláa lónsins er þó ekki síður tilkominn vegna eiginleika baðvatnsins, se...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru menn að leggja vörður á Íslandi og til hvers?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvenær voru vörður lagðar á Íslandi. Það er furðulega lítið af upplýsingum fáanlegar á netinu um vörður. Og ég er að velta því fyrir mér hversu gamlar elstu vörðunar eru. Hvenær við fórum að leggja þær og bara almennilega sögu tengd þeim. Aðrar spurningar um vörður:Vörður eig...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?

Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins?

Berlínarmúrinn var reistur af kommúnistastjórninni í Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi) í ágúst 1961 sem „varnarveggur gegn fasisma“. Hann féll nóttina 9. til 10. nóvember 1989 eftir að hafa skilið að fjölskyldur, vini og nágranna í Austur- og Vestur-Berlín í 28 ár. Á meðan múrinn stóð kostaði það að minns...

Fleiri niðurstöður