Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er hægt að nota erfðabreyttar veirur sem bóluefni við COVID-19?
Með erfðatæknilegum aðferðum má nýta veirur sem ferjur til þess að flytja framandi gen inn í frumur. Bólusetning er ein ástæða þess að slíkum genaflutningi er beitt. Ferjaða genið á þá uppruna í sýkli. Genaferjur byggðar á veirum flytja genið inn í frumur líkamans og þannig er hægt að fá þær til að framleiða frama...
Hvernig notar maður orðasamböndin annars vegar og hins vegar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig notar maður annars vegar og hins vegar? Þarf maður að nota bæði eða má nota annað, t.d. bara hins vegar? Er regla hvort fer á undan? Orðasambandið annars vegar merkir ‘öðrum megin; að öðru leyti’ en orðasambandið hins vegar merkir ‘hinum megin; að hinu leyti’. Venjan ...
Er einhver merkingarmunur á orðunum krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst.
Árið 1979 birti Höskuldur Þráinsson prófessor grein í tímaritinu Íslenskt mál undir heitinu „Hvað merkir orðið bolli?“ Þar studdist hann við tilraun sem bandaríski málvísindamaðurinn William Labov hafði gert 1973. Hann gerði könnun með því að sýna þátttakendum 28 myndir af einhvers konar drykkjarílátum og spyrja h...
Hvaðan kemur orðið kúkur inn í íslenskt mál?
Sögnin að kúka þekkist í málinu frá 17. öld í merkingunni ‘ganga örna sinna, skíta’. Af henni er leitt nafnorðið kúkur ‘manna- eða dýrasaur, drit’ sem dæmi eru um í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 18. aldar. Sögnin að kukka ‘drita, skíta’ og nafnorðið kukkur ‘saur’ eru af sömu rót og eru oftast te...
Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?
Upprunalega spurningin var þessi: Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast ...
Hver er munurinn á einkamálum og opinberum málum?
Í grófum dráttum felst munurinn þarna í því að í opinberum málum á ríkið aðild að málinu en í einkamálum eigast við tveir lögaðilar án þess að ríkið sé í hlutverki sækjanda. Um opinber mál gilda lög nr. 19 frá 1991 en um einkamál gilda lög nr. 91 frá 1991. Opinber mál eru í rauninni mál sem ríkið rekur vegna b...
Hvaðan kemur orðið vindur?
Orðið vindur er sameiginlegt germönskum málum og flestum öðrum indóevrópskum málum. Sem dæmi má nefna í norrænum málum færeysku vindur, nýnorsku, sænsku og dönsku vind. Af öðrum germönskum málum má nefna fornensku, fornsaxnesku, ensku wind og þýsku Wind, fornháþýsku wint og gotnesku winds ‘blástur, stormur,…’. ...
Hvað getið þið sagt mér um rímur?
Rímur eru sérstök tegund íslenskra söguljóða. Þær eiga rætur að rekja til síðari hluta miðalda en rímnaformið kom fram á 14. öld og var fullmótað á þeirri 15. Alla tíð síðan hafa menn kveðið rímur án þess að verulegar breytingar yrðu á þeim. Í rímunum er sögð saga. Skáldin semja ekki söguna heldur endursegja ha...
Hvernig læra börn að nota tungumálið?
Máltaka barna er flókið fyrirbæri en til einföldunar má segja að börn læri að nota tungumálið með því að kenna sér það sjálf! Sigríður Sigurjónsdóttir hefur þetta að segja um máltökuna í svari við spurningunni Hvernig læra börn tungumálið?Börn læra ekki málið með því að endurtaka eins og páfagaukar það sem ful...
Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða? Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið...
Hefur úrdráttur og útdráttur sömu merkingu?
Hugtökin útdráttur og úrdráttur hafa löngum vafist fyrir mönnum enda einungis einn stafur sem skilur orðin að og auðvelt að skilja þau bæði á sama hátt. Þau hafa hins vegar gjörólíka merkingu. Útdráttur felur í sér styttingu á texta þannig að aðalatriði eru dregin fram. Mikilvægt er að lykilsetningar upprunaleg...
Hvort hafa menn fætur eða lappir?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvort er rétt, að menn séu með fætur eða lappir? Margir standa fastir á því að einungis skepnur hafi lappir og mannfólkið fætur. Ef tekið er mið af því að svo sé rétt - er þá ekki orðanotkunin vinsæla „að standa í lappirnar“ frekar furðuleg málnotkun? Samkvæmt Íslenskri...
Af hverju þurfum við að kunna að greina öll orð í orðflokka?
Hér er jafnframt svarað spurningu Aldísar Ernu Pálsdóttur Af hverju þurfum við að læra kennimyndir sagna fyrst við eigum aldrei eftir að nota það í framtíðinni nema sem kennarar? Börn læra málið án þess að vita nokkuð um hvað fallorð eru og hvað smáorð. Þau vita ekkert um mun á nafnorði og lýsingarorði, þótt þau ...
Hvaða tungumál eru töluð í Afríku?
Fræðimenn greinir nokkuð á um það hversu mörg tungumál eru töluð í heiminum í dag. Sumar heimildir telja tungumálin vera í kringum 4000 en aðrar gefa upp næstum því helmingi stærri tölu. Mismunurinn felst meðal annars í því að notaðar eru ólíkar aðferðir eða viðmið við að ákvarða hvenær tvö (eða fleiri) mál teljas...
Hverjar eru helstu hættur pokadýra, eiga þau einhverja óvini, og hverja þá?
Ástralía hefur gengið í gegnum miklar breytingar eftir komu Evrópumanna þangað. Á síðustu 200 árum hafa 10 tegundir og 6 undirtegundir pokadýra dáið út í Ástralíu og 55 tegundir eru nú í mikilli hættu, aðallega vegna eyðingu búsvæða og innfluttra dýra. Þótt hlutfallslega mjög fáir búi í Ástralíu (svipaður þétt...