Hvernig notar maður annars vegar og hins vegar? Þarf maður að nota bæði eða má nota annað, t.d. bara hins vegar? Er regla hvort fer á undan?Orðasambandið annars vegar merkir ‘öðrum megin; að öðru leyti’ en orðasambandið hins vegar merkir ‘hinum megin; að hinu leyti’. Venjan er að nota bæði og þá annars vegar á undan. Dæmi: „Tilgangurinn með upplestrinum fyrir börnin er annars vegar fræðsla en hins vegar skemmtun.“

Venjan er að nota bæði orðasamböndin annars vegar og hins vegar og annars vegar á undan. Dæmi: „Tilgangurinn með upplestrinum fyrir börnin er annars vegar fræðsla en hins vegar skemmtun. Myndin sýnir húslestur og er eftir danska portrettmálarann August Schiøtt (1823-1895).
- Húslestur--August Schiøtt - emilssonw.blog.is. (Sótt 1.12.2015).