Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað eru verðbætur?
Með verðbótum er átt við að reynt er að taka tillit til breytinga á verðlagi þegar fjárupphæðir eru reiknaðar og bæta þeim sem á að fá fé verðlagsbreytingu þannig að hann geti keypt það sama fyrir féð með verðbótum og hann hefði getað keypt fyrir féð án verðbóta ef verðlag hefði ekkert breyst. Breytingar á verðlag...
Hvað er annars vegar lán með jöfnum afborgunum og hins vegar jafngreiðslulán?
Þegar greitt er af svokölluðu jafngreiðsluláni þá greiðir lántakandi alltaf sömu upphæð til lánveitanda hverju sinni. Samsetning greiðslunnar á milli vaxta og afborgana breytist hins vegar. Í fyrstu vega vaxtagreiðslur þungt og afborganir lítið en smám saman eftir því sem líður á lánstímann og höfuðstóll lánsins m...
Hvað eru stýrivextir?
Stýrivextir seðlabanka eru þeir vextir sem bankinn notar til að hafa áhrif á markaðsvexti. Seðlabanki Íslands, líkt og seðlabankar annarra landa, á í ýmiss konar viðskiptum við önnur innlend fjármálafyrirtæki, sérstaklega innlánsstofnanir. Með innlánsstofnunum er átt við banka og sparisjóði sem hafa heimild til...
Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?
Flestir sem eru heyrnarlausir tala táknmál og líta á það sem sitt móðurmál. Táknmál er myndað með hreyfingum handa, höfuðs og líkama, með svipbrigðum, munn- og augnhreyfingum. Í táknmáli fær augnsambandið aukið mikilvægi því að í samskiptum á táknmáli verður alltaf að halda augnsambandi við viðmælandann. Svipbrigð...
Er gelíska og önnur keltnesk mál af indóevrópskum málastofni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er gelíska og önnur keltnesk mál af indó-evrópskum málastofni? Eru einhver tungumál í Evrópu sem ekki falla í þennan flokk? Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er bretónska og hvað er gelíska? Keltneska telst til indóevrópsku málaættarinnar ásamt tíu öðrum tungumálaættum. ...
Hver er framtíðarstaða íslenskunnar ef kynhlutlaust mál verður ráðandi?
Íslenska er mjög kynjað mál, í þeim skilningi að öll fallorð málsins hafa eitthvert þriggja kynja – eru karlkyns, kvenkyns eða hvorugkyns. Kynið er fastur eiginleiki nafnorða þannig að hvert nafnorð er aðeins til í einu kyni (með örfáum undantekningum) en kynið er hins vegar beygingarþáttur í lýsingarorðum, fornöf...
Hvers vegna ýtir flæði erlends fjármagns inn til landsins undir styrkingu krónunnar?
Erlent fjármagn getur flætt til landsins með ýmsum hætti. Til dæmis þannig að Íslendingar taka lán í erlendum myntum í útlöndum eða útlendingar fjárfesta á Íslandi. Ef féð er notað á Íslandi til að kaupa til dæmis innlendar eignir eða vinnu þarf að greiða fyrir kaupin með krónum. Erlent fjármagn getur flætt til ...
Hvert var framlag Irvings Fishers til hagfræðinnar?
Áður hefur verið fjallað um lífshlaup Irvings Fishers í svari höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um ævi Irvings Fishers? Eitt merkasta framlag Fishers til hagfræðinnar var að útfæra kenningu um vexti, en þeir eru eitt meginatriði rita hans: Verðgildishækkun og vextir (Appreciation and Interest) 1...
Gæti verið að alheimurinn sem við lifum í sé bara eitt atóm í öðrum miklu stærri heimi?
Það er erfitt að hugsa sér að það gæti gilt um okkar alheim að hann væri aðeins eitt atóm í öðrum alheimi, að minnsta kosti ef við höfum í huga hinn hefðbundna skilning á hugtakinu atóm. Hugmyndin um atóm er venjulega kennd við grísku heimspekingana Demókrítos og Levkippos. Sá fyrrnefndi fæddist um 460 f.Kr. e...
Hvernig líta hrefnur út?
Hrefnan (Balaenoptera acutorostrata) er ein sex hvalategunda sem tilheyra ætt reyðarhvala (Balaenopteridae), en reyðarhvalir eru í undirættbálki skíðishvala (Mysticeti). Útliti hrefnunnar er kannski best lýst með mynd. Hrefnan er svipuð öðrum reyðarhvölum að vexti. Litur hennar er yfirleitt svartur eða dökkgr...
Hafði gos í Heimaey sambærileg áhrif á stýrivexti, verðbólgu og skatta og talað er um vegna náttúruhamfara í Grindavík?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í náttúruhamförum á Reykjanesi í nóvember 2023 eru gefnar yfirlýsingar um möguleg áhrif á stýrivexti, vexti, verðbólgu, skatta o.s.frv. vegna tjóna á innviðum í 3700 manna bæjarfélaginu Grindavík. 1973 er gaus á Heimaey eyðilögðust um 40% bygginga í 5000 manna bæjarfélagi...
Hvort á að gefa börnum léttmjólk eða nýmjólk?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvort á að gefa börnum sem eru vaxa léttmjólk eða nýmjólk? Stutta og laggóða útgáfan: Samkvæmt íslenskum ráðleggingum ætti að gefa börnum frá tveggja ára aldri léttmjólk og/eða aðrar mjólkurvörur sem eru fituminni en nýmjólk. Áður en spurningunni er svarað í leng...
Hvort er hagstæðara að taka húsnæðislán í erlendri eða íslenskri mynt?
Helsti kosturinn við húsnæðislán í erlendri mynt er að hægt er að fá talsvert lægri vexti en af lánum í krónum. Helsti ókosturinn er hins vegar gengisáhætta. Ef gengi krónunnar veikist þá hækka greiðslur af erlendum lánum í íslenskum krónum. Styrkist gengi krónunnar minnka hins vegar greiðslur af erlendu lánunum....
Hvað er tákn með tali?
Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem notuð er til málörvunar og tjáskipta fyrir heyrandi fólk (aðallega börn) með málþroskaröskun. Tákn með tali byggir á líkamstjáningu og notkun tákna sem eru bæði náttúruleg og tilbúin. Táknin eru ávallt notuð samhliða tali og líkjast sum þeirra táknum úr táknmáli heyrnarlausr...
Er hægt að tala um að hafa tvö tungumál sem fyrsta mál?
Hugtakið fyrsta mál er oftast notað í þeim tilvikum þegar barn byrjar að læra eitt mál sem fyrsta mál. Önnur mál sem barnið byrjar að læra síðar eru þá annað og þriðja mál og svo framvegis og barnið getur orðið tví- og þrítyngt. Hins vegar er það mjög algengt að börn læri tvö eða fleiri tungumál samtímis frá by...