Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafði gos í Heimaey sambærileg áhrif á stýrivexti, verðbólgu og skatta og talað er um vegna náttúruhamfara í Grindavík?

Gylfi Magnússon

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Í náttúruhamförum á Reykjanesi í nóvember 2023 eru gefnar yfirlýsingar um möguleg áhrif á stýrivexti, vexti, verðbólgu, skatta o.s.frv. vegna tjóna á innviðum í 3700 manna bæjarfélaginu Grindavík. 1973 er gaus á Heimaey eyðilögðust um 40% bygginga í 5000 manna bæjarfélagi í einni mestu verstöð landsins. Hvaða áhrif höfðu þær náttúruhamfarir á stýrivexti, vexti, verðbólgu, skatta o.s.frv? Var þá til Viðlagasjóður sem tók fjárhagshöggið, rétt eins og sjóður sá sem nú hefði átt að vera til?

Það er erfitt að bera saman hugsanlegar efnahagsaðgerðir nú og á tíma Vestmannaeyjagossins fyrir 50 árum vegna þess hve mikið hagkerfið hefur breyst. Sérstaklega er umgjörð peningamála nú allt önnur. Fyrir 50 árum réðust vextir og gengi krónunnar ekki á markaði heldur voru teknar ákvarðanir um slíkar hagstærðir á vettvangi stjórnmálanna.

Það er þó áhugavert að rifja upp söguna frá 1973 og gera stuttan samanburð. Gripið var til margvíslegra efnahagsráðstafana vegna gossins í Heimaey, meðal annars að koma upp Viðlagasjóði til að greiða bætur til þeirra sem áttu eignir sem skemmdust í hamförunum. Fé var aflað til þessa með skattheimtu. Nú starfar hins vegar arftaki Viðlagasjóðs, Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem tryggingafélag og á bæði bótasjóð og er með endurtryggingar hjá erlendum aðilum. Það er því ekki sama þörf og fyrir 50 árum á bótum úr ríkissjóði, þótt það geti reynt á hann sem bakhjarl þessa tryggingafélags.

Erfitt er að bera saman hugsanlegar efnahagsaðgerðir nú og á tíma Vestmannaeyjagossins fyrir 50 árum vegna þess hve mikið hagkerfið hefur breyst. Gosið í Heimaey hafði hins vegar veruleg áhrif á fjárhag hins opinbera til hins verra sem hjálpaði ekki í baráttunni við verðbólguna.

Sérstök lög voru samþykkt á Alþingi 7. febrúar 1973 um neyðarráðstafanir vegna jarðelda á Heimaey, þar á meðal stofnun Viðlagasjóðs. Þar var meðal annars sett nýtt gjald, kallað viðlagagjald, á vissa skattstofna. Söluskattur (forveri virðisaukaskatts) var meðal annars hækkaður um 2 prósentustig og eignarskattur um 30%.

Rúmri viku síðar, 15. febrúar, var svo gengi krónunnar fellt um 10%. Formlega séð gerði Seðlabankinn það en með samþykki ríkisstjórnarinnar. Gengi Bandaríkjadals hafði verið fellt 12. febrúar og með þessu var gengi krónunnar fellt í takti við það og var því lítt breytt gagnvart dalnum en lækkaði gagnvart öðrum myntum.

Verðbólga hafði verið erfitt viðfangsefni fyrir gosið í Heimaey en hún jókst til muna í kjölfar þess. Þótt ekki verði hér fullyrt neitt með vissu um orsakasamband þar á milli þá hafði gosið veruleg áhrif á fjárhag hins opinbera til hins verra sem hjálpaði ekki í baráttunni við verðbólgudrauginn. Verðbólgan árin 1971 og 1972 var að jafnaði tæp 8% en rauk upp árið 1973 og var komin yfir 50% árið 1974. Hún var svo mikil áfram næstu ár og náði hámarki í 100% um áratug eftir gosið. Þessi mikla verðbólga lék sparifé landsmanna grátt, enda var vöxtum haldið lágum. Raunvextir voru þannig neikvæðir árum saman sem eyðilagði sparnað og lán gufuðu upp. Nýstofnað almennt lífeyrissjóðakerfi landsmanna var meðal annars hart leikið og eignir þess litlar í lok áttunda áratugarins þrátt fyrir að hafa þá tekið á móti iðgjöldum í áratug.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.11.2023

Spyrjandi

Þorvarður Ingi Þorbjörnsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hafði gos í Heimaey sambærileg áhrif á stýrivexti, verðbólgu og skatta og talað er um vegna náttúruhamfara í Grindavík?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2023, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85858.

Gylfi Magnússon. (2023, 24. nóvember). Hafði gos í Heimaey sambærileg áhrif á stýrivexti, verðbólgu og skatta og talað er um vegna náttúruhamfara í Grindavík? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85858

Gylfi Magnússon. „Hafði gos í Heimaey sambærileg áhrif á stýrivexti, verðbólgu og skatta og talað er um vegna náttúruhamfara í Grindavík?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2023. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85858>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafði gos í Heimaey sambærileg áhrif á stýrivexti, verðbólgu og skatta og talað er um vegna náttúruhamfara í Grindavík?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Í náttúruhamförum á Reykjanesi í nóvember 2023 eru gefnar yfirlýsingar um möguleg áhrif á stýrivexti, vexti, verðbólgu, skatta o.s.frv. vegna tjóna á innviðum í 3700 manna bæjarfélaginu Grindavík. 1973 er gaus á Heimaey eyðilögðust um 40% bygginga í 5000 manna bæjarfélagi í einni mestu verstöð landsins. Hvaða áhrif höfðu þær náttúruhamfarir á stýrivexti, vexti, verðbólgu, skatta o.s.frv? Var þá til Viðlagasjóður sem tók fjárhagshöggið, rétt eins og sjóður sá sem nú hefði átt að vera til?

Það er erfitt að bera saman hugsanlegar efnahagsaðgerðir nú og á tíma Vestmannaeyjagossins fyrir 50 árum vegna þess hve mikið hagkerfið hefur breyst. Sérstaklega er umgjörð peningamála nú allt önnur. Fyrir 50 árum réðust vextir og gengi krónunnar ekki á markaði heldur voru teknar ákvarðanir um slíkar hagstærðir á vettvangi stjórnmálanna.

Það er þó áhugavert að rifja upp söguna frá 1973 og gera stuttan samanburð. Gripið var til margvíslegra efnahagsráðstafana vegna gossins í Heimaey, meðal annars að koma upp Viðlagasjóði til að greiða bætur til þeirra sem áttu eignir sem skemmdust í hamförunum. Fé var aflað til þessa með skattheimtu. Nú starfar hins vegar arftaki Viðlagasjóðs, Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem tryggingafélag og á bæði bótasjóð og er með endurtryggingar hjá erlendum aðilum. Það er því ekki sama þörf og fyrir 50 árum á bótum úr ríkissjóði, þótt það geti reynt á hann sem bakhjarl þessa tryggingafélags.

Erfitt er að bera saman hugsanlegar efnahagsaðgerðir nú og á tíma Vestmannaeyjagossins fyrir 50 árum vegna þess hve mikið hagkerfið hefur breyst. Gosið í Heimaey hafði hins vegar veruleg áhrif á fjárhag hins opinbera til hins verra sem hjálpaði ekki í baráttunni við verðbólguna.

Sérstök lög voru samþykkt á Alþingi 7. febrúar 1973 um neyðarráðstafanir vegna jarðelda á Heimaey, þar á meðal stofnun Viðlagasjóðs. Þar var meðal annars sett nýtt gjald, kallað viðlagagjald, á vissa skattstofna. Söluskattur (forveri virðisaukaskatts) var meðal annars hækkaður um 2 prósentustig og eignarskattur um 30%.

Rúmri viku síðar, 15. febrúar, var svo gengi krónunnar fellt um 10%. Formlega séð gerði Seðlabankinn það en með samþykki ríkisstjórnarinnar. Gengi Bandaríkjadals hafði verið fellt 12. febrúar og með þessu var gengi krónunnar fellt í takti við það og var því lítt breytt gagnvart dalnum en lækkaði gagnvart öðrum myntum.

Verðbólga hafði verið erfitt viðfangsefni fyrir gosið í Heimaey en hún jókst til muna í kjölfar þess. Þótt ekki verði hér fullyrt neitt með vissu um orsakasamband þar á milli þá hafði gosið veruleg áhrif á fjárhag hins opinbera til hins verra sem hjálpaði ekki í baráttunni við verðbólgudrauginn. Verðbólgan árin 1971 og 1972 var að jafnaði tæp 8% en rauk upp árið 1973 og var komin yfir 50% árið 1974. Hún var svo mikil áfram næstu ár og náði hámarki í 100% um áratug eftir gosið. Þessi mikla verðbólga lék sparifé landsmanna grátt, enda var vöxtum haldið lágum. Raunvextir voru þannig neikvæðir árum saman sem eyðilagði sparnað og lán gufuðu upp. Nýstofnað almennt lífeyrissjóðakerfi landsmanna var meðal annars hart leikið og eignir þess litlar í lok áttunda áratugarins þrátt fyrir að hafa þá tekið á móti iðgjöldum í áratug.

Mynd:...