Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hverju felst munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum á lánum?

Gylfi Magnússon

Munurinn á milli verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta á lánum endurspeglar undir eðlilegum kringumstæðum ýmsa þætti en þar vega væntingar um verðbólgu mestu. Söguleg verðbólga skiptir almennt ekki máli nema að því marki sem hún mótar væntingar um verðbólgu í framtíð. Ýmsar aðrar væntingar skipta líka máli, sérstaklega um þróun vaxta. Þegar lán er veitt með breytilegum vöxtum skiptir þannig augljóslega bæði lánveitanda og lántaka máli hverju þeir spá um þróun vaxta á lánstímanum. Fleira flækir málið, vextir eru þannig almennt misháir eftir lánstíma og lánaskilmálum, veðhlutföllum og fjárhagsstöðu lántaka og eftir því hvort þeir eru fastir eða breytilegir og hvort lántaki getur greitt lánið upp að vild eða jafnvel lánveitandi krafist uppgreiðslu. Þá eru markaðir fyrir annars vegar verðtryggð og hins vegar óverðtryggð lán ekki að öllu leyti sami markaðurinn og því getur orðið einhver munur á vaxtakjörum milli þessara tveggja markaða vegna þess.

Munurinn á milli verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta á lánum endurspeglar undir eðlilegum kringumstæðum ýmsa þætti en þar vega væntingar um verðbólgu mestu.

Í ljósi alls þessa getur sú staða hæglega komið upp að óverðtryggðir vextir sem í boði eru fyrir tiltekinn lántakanda virðast hagstæðari en verðtryggðir eða öfugt á tilteknum tíma. Þegar til lengdar lætur er hins vegar við því að búast að munurinn á vöxtum á þessum tveimur tegundum lána endurspegli nokkurn veginn verðbólguvæntingar og enn fremur að væntingarnar séu í samræmi við raunveruleikann, það er ekki sé kerfisbundið vanmat eða ofmat á líklegri verðbólgu. Til skamms tíma þarf það þó ekki að vera, til dæmis ef það kemur óvænt verðbólguskot eða verðbólga hjaðnar hraðar en gert var ráð fyrir.

Við samanburð á þessum tveimur tegundum lána verður líka að hafa í huga að verðtryggð lán eru að öðru jöfnu til lengri tíma en óverðtryggð, vegna þess að lántakinn fær verðbæturnar að láni frekar en að greiða þær nokkurn veginn jafnóðum. Fyrir vikið getur virst sem svo að verðtryggt lán lækki ekki þrátt fyrir að staðið sé í skilum með afborganir. Það er hins vegar rangt, lánið lækkar hægt og örugglega að raunvirði en hægar en ef tekið hefði verið óverðtryggt lán til jafnmargra ára. Sá sem er með verðtryggt lán og hefur heimild til að greiða inn á það að vild getur auðvitað greitt verðbæturnar jafnóðum en þess munu fá ef nokkur dæmi enda er það einmitt helsti kostur verðtryggðra lána að fá verðbæturnar lánaðar sjálfkrafa.

Greiðslur af óverðtryggðu láni eru almennt þyngri fyrstu árin, og geta orðið mjög þungar ef breytilegir vextir hækka í hárri verðbólgu. Síðan verða þær léttari undir lok lánstímans. Það sama á ekki við um verðtryggð lán, þá standa greiðslur í stað að raunvirði en hækka í krónum talið þegar líður á lánstímann. Fyrir vikið eru óverðtryggð lán hættulegri fyrir lántakendur, það eru meiri líkur á því að þeir lendi í vandræðum vegna sveiflna í greiðslubyrði lánanna. Því er mikilvægt fyrir þá sem taka óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum að hafa borð fyrir báru, það er nægt fjárhagslegt svigrúm til að standa undir sveiflum í greiðslubyrði.

Mynd:

Upprunaleg spurning Magnúsar var í löngu máli og hljóðar öll svona:

Spurningin byggir á því að hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna og fleirum eru í boði lán eða eru til vaxtatöflur fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Í vaxtatöflu LIVE má í dag sjá að breytilegir verðtryggðir vextir eru 1,07% en breytilegir óverðtryggðir vextir eru 3,85%. Ef maður bætir verðbólgu, sem er 4,5% við verðtryggðu vextina fær maður 5,57% þannig að "leigan" í eitt ár er 44% dýrari ef lánið kallast verðtryggt á móti því að heita óverðtryggt. Þar sem bæði lánin eru með breytilegum vöxtum hefði maður talið að munurinn ætti að vera enginn, ss. leigan fyrir peningana ætti að vera sama, því lánveitandi getur alltaf stillt vextina að umhverfinu hverju sinni og eyðir þannig verbólguáhrifum á óvertryggða lánið jafn óðum. Jafnframt er enginn áhættumunur því lánin eru bæði tryggð með fasteignaveði þannig að hvað réttlætir hærri verðlagninu á verðtryggða láninu? Þarna er bara verið að horfa á hvað kostar að hafa peningana að láni í eitt ár, horfa alveg framhjá endurgreiðsluferlinu og vaxtavaxtaáhrifum og þessháttar. Hvers vegna 44% dýrara? Þetta er til staðar líka í öðrum lánaformum sem eru með föstum vöxtum en kemur skýrast fram í beinum samanburði á lánum með breytilegum vöxtum. Til að orða þetta öðruvísi, ef ég tæki tvö lán 10 milljónir hvort til 25 ára, annað verðtryggt og hitt óverðtryggt, en borga sama af þeim allan lánstímann. Ég borga inn á verðtryggða lánið í hverjum mánuði til að jafna greiðsluna að óverðtryggðu greiðslunni, þá samt hækkar höfuðstóll verðtryggða lánsins við hverja greiðslu og í lok tímabilsins væri ég búinn að borga 44% meira plús einhver prósent í vaxtavaxtaáhrif í heildarkostnað, svo sem utan höfuðstóls.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.1.2023

Spyrjandi

Magnús Pálmarsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Í hverju felst munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum á lánum?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82853.

Gylfi Magnússon. (2023, 3. janúar). Í hverju felst munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum á lánum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82853

Gylfi Magnússon. „Í hverju felst munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum á lánum?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82853>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hverju felst munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum á lánum?
Munurinn á milli verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta á lánum endurspeglar undir eðlilegum kringumstæðum ýmsa þætti en þar vega væntingar um verðbólgu mestu. Söguleg verðbólga skiptir almennt ekki máli nema að því marki sem hún mótar væntingar um verðbólgu í framtíð. Ýmsar aðrar væntingar skipta líka máli, sérstaklega um þróun vaxta. Þegar lán er veitt með breytilegum vöxtum skiptir þannig augljóslega bæði lánveitanda og lántaka máli hverju þeir spá um þróun vaxta á lánstímanum. Fleira flækir málið, vextir eru þannig almennt misháir eftir lánstíma og lánaskilmálum, veðhlutföllum og fjárhagsstöðu lántaka og eftir því hvort þeir eru fastir eða breytilegir og hvort lántaki getur greitt lánið upp að vild eða jafnvel lánveitandi krafist uppgreiðslu. Þá eru markaðir fyrir annars vegar verðtryggð og hins vegar óverðtryggð lán ekki að öllu leyti sami markaðurinn og því getur orðið einhver munur á vaxtakjörum milli þessara tveggja markaða vegna þess.

Munurinn á milli verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta á lánum endurspeglar undir eðlilegum kringumstæðum ýmsa þætti en þar vega væntingar um verðbólgu mestu.

Í ljósi alls þessa getur sú staða hæglega komið upp að óverðtryggðir vextir sem í boði eru fyrir tiltekinn lántakanda virðast hagstæðari en verðtryggðir eða öfugt á tilteknum tíma. Þegar til lengdar lætur er hins vegar við því að búast að munurinn á vöxtum á þessum tveimur tegundum lána endurspegli nokkurn veginn verðbólguvæntingar og enn fremur að væntingarnar séu í samræmi við raunveruleikann, það er ekki sé kerfisbundið vanmat eða ofmat á líklegri verðbólgu. Til skamms tíma þarf það þó ekki að vera, til dæmis ef það kemur óvænt verðbólguskot eða verðbólga hjaðnar hraðar en gert var ráð fyrir.

Við samanburð á þessum tveimur tegundum lána verður líka að hafa í huga að verðtryggð lán eru að öðru jöfnu til lengri tíma en óverðtryggð, vegna þess að lántakinn fær verðbæturnar að láni frekar en að greiða þær nokkurn veginn jafnóðum. Fyrir vikið getur virst sem svo að verðtryggt lán lækki ekki þrátt fyrir að staðið sé í skilum með afborganir. Það er hins vegar rangt, lánið lækkar hægt og örugglega að raunvirði en hægar en ef tekið hefði verið óverðtryggt lán til jafnmargra ára. Sá sem er með verðtryggt lán og hefur heimild til að greiða inn á það að vild getur auðvitað greitt verðbæturnar jafnóðum en þess munu fá ef nokkur dæmi enda er það einmitt helsti kostur verðtryggðra lána að fá verðbæturnar lánaðar sjálfkrafa.

Greiðslur af óverðtryggðu láni eru almennt þyngri fyrstu árin, og geta orðið mjög þungar ef breytilegir vextir hækka í hárri verðbólgu. Síðan verða þær léttari undir lok lánstímans. Það sama á ekki við um verðtryggð lán, þá standa greiðslur í stað að raunvirði en hækka í krónum talið þegar líður á lánstímann. Fyrir vikið eru óverðtryggð lán hættulegri fyrir lántakendur, það eru meiri líkur á því að þeir lendi í vandræðum vegna sveiflna í greiðslubyrði lánanna. Því er mikilvægt fyrir þá sem taka óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum að hafa borð fyrir báru, það er nægt fjárhagslegt svigrúm til að standa undir sveiflum í greiðslubyrði.

Mynd:

Upprunaleg spurning Magnúsar var í löngu máli og hljóðar öll svona:

Spurningin byggir á því að hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna og fleirum eru í boði lán eða eru til vaxtatöflur fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Í vaxtatöflu LIVE má í dag sjá að breytilegir verðtryggðir vextir eru 1,07% en breytilegir óverðtryggðir vextir eru 3,85%. Ef maður bætir verðbólgu, sem er 4,5% við verðtryggðu vextina fær maður 5,57% þannig að "leigan" í eitt ár er 44% dýrari ef lánið kallast verðtryggt á móti því að heita óverðtryggt. Þar sem bæði lánin eru með breytilegum vöxtum hefði maður talið að munurinn ætti að vera enginn, ss. leigan fyrir peningana ætti að vera sama, því lánveitandi getur alltaf stillt vextina að umhverfinu hverju sinni og eyðir þannig verbólguáhrifum á óvertryggða lánið jafn óðum. Jafnframt er enginn áhættumunur því lánin eru bæði tryggð með fasteignaveði þannig að hvað réttlætir hærri verðlagninu á verðtryggða láninu? Þarna er bara verið að horfa á hvað kostar að hafa peningana að láni í eitt ár, horfa alveg framhjá endurgreiðsluferlinu og vaxtavaxtaáhrifum og þessháttar. Hvers vegna 44% dýrara? Þetta er til staðar líka í öðrum lánaformum sem eru með föstum vöxtum en kemur skýrast fram í beinum samanburði á lánum með breytilegum vöxtum. Til að orða þetta öðruvísi, ef ég tæki tvö lán 10 milljónir hvort til 25 ára, annað verðtryggt og hitt óverðtryggt, en borga sama af þeim allan lánstímann. Ég borga inn á verðtryggða lánið í hverjum mánuði til að jafna greiðsluna að óverðtryggðu greiðslunni, þá samt hækkar höfuðstóll verðtryggða lánsins við hverja greiðslu og í lok tímabilsins væri ég búinn að borga 44% meira plús einhver prósent í vaxtavaxtaáhrif í heildarkostnað, svo sem utan höfuðstóls.

...