- Interest rate. Pix4free. Höfundur myndar Nick Youngson. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. (Sótt 22.12.222).
Spurningin byggir á því að hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna og fleirum eru í boði lán eða eru til vaxtatöflur fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Í vaxtatöflu LIVE má í dag sjá að breytilegir verðtryggðir vextir eru 1,07% en breytilegir óverðtryggðir vextir eru 3,85%. Ef maður bætir verðbólgu, sem er 4,5% við verðtryggðu vextina fær maður 5,57% þannig að "leigan" í eitt ár er 44% dýrari ef lánið kallast verðtryggt á móti því að heita óverðtryggt. Þar sem bæði lánin eru með breytilegum vöxtum hefði maður talið að munurinn ætti að vera enginn, ss. leigan fyrir peningana ætti að vera sama, því lánveitandi getur alltaf stillt vextina að umhverfinu hverju sinni og eyðir þannig verbólguáhrifum á óvertryggða lánið jafn óðum. Jafnframt er enginn áhættumunur því lánin eru bæði tryggð með fasteignaveði þannig að hvað réttlætir hærri verðlagninu á verðtryggða láninu? Þarna er bara verið að horfa á hvað kostar að hafa peningana að láni í eitt ár, horfa alveg framhjá endurgreiðsluferlinu og vaxtavaxtaáhrifum og þessháttar. Hvers vegna 44% dýrara? Þetta er til staðar líka í öðrum lánaformum sem eru með föstum vöxtum en kemur skýrast fram í beinum samanburði á lánum með breytilegum vöxtum. Til að orða þetta öðruvísi, ef ég tæki tvö lán 10 milljónir hvort til 25 ára, annað verðtryggt og hitt óverðtryggt, en borga sama af þeim allan lánstímann. Ég borga inn á verðtryggða lánið í hverjum mánuði til að jafna greiðsluna að óverðtryggðu greiðslunni, þá samt hækkar höfuðstóll verðtryggða lánsins við hverja greiðslu og í lok tímabilsins væri ég búinn að borga 44% meira plús einhver prósent í vaxtavaxtaáhrif í heildarkostnað, svo sem utan höfuðstóls.