Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 878 svör fundust
Hvert var gengi íslensku krónunnar árið 1944 og var til banki á Íslandi þá?
Viktor spurði sérstaklega um íslenska banka árið 1944 og upprunaleg spurning Árna hljóðaði svona: Hvert var gengi íslensku krónunnar gagnvart dönsku krónunni og dollar árið 1944? Árið 1944 var gengi íslensku krónunnar ekki skráð gagnvart þeirri dönsku. Skýrðist það af því að Danmörk var hertekin af Þjóðverjum ...
Hver er uppruni orðtækisins 'rúsínan í pylsuendanum'?
Spurningin í heild var sem hér segir:Hver er uppruni orðtækisins rúsínan í pylsuendanum? Hefur það einhvern tíma verið til siðs að setja rúsínu í pylsur? Í söfnum Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðasambandið rúsínan í pylsuendanum úr nútímamáli. Eldri dæmi eru þó til um rúsínu í endanum um eitthvað gott, eitthva...
Hvað þýðir orðið hrakvirði í bókhaldsmáli?
Hrakvirði fjármuna er sú fjárhæð sem fæst við sölu þeirra þegar fyrirtæki hyggst hætta að nota þá. Það getur verið núll eða ekkert ef ekki stendur til að selja fjármunina. Í bókhaldi er afskriftastofn fjármuna kostnaðarverð að frádregnu hrakvirði þeirra í lok áætlaðs nýtingartíma. Sem dæmi mætti nefna leigubíl ...
Hvað er stóuspeki? - Myndband
Stóuspeki er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa P...
Af hverju kallast auli stundum aulabárður? Hvaðan kemur orðið?
Orðið aulabárður er samsett úr auli ‛kjáni, flón; (afkastalítill) vesalingur’ og hugsanlega karlmannsnafninu Bárður. Annað orð sambærilegt er klaufabárður ‛klaufi’. Aulabárður þekktist þegar í lok 18. aldar í þeirri merkingu sem notuð er nú. Líklegast er að einhver saga um Bárð, sem þótti kjáni, liggi ...
Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð?
Hámeri, Lamna nasus, hefur lengi verið veidd í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi af ýmsum þjóðum, þeirra á meðal Norðmönnum, Dönum, Færeyingum, Bretum, Frökkum og Spánverjum. Einnig hafa Japanir veitt hámeri í sunnanverðu Indlandshafi. Hámeri er mest veidd á flotlínu en einnig í flot- og botnvörpur, á han...
Hver er íbúafjöldi Jamaíku?
Á Jamaíku bjuggu 2.682.100 manns í lok árs 2007 samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins. Jamaíka er eyja sunnan af Kúbu. Höfuðborgin heitir Kingston. Eyjan er þriðja stærsta eyja Karíbahafs, 240 km að lengd, 80 kílómetra breið og 10.991 km² að flatarmáli. Hún er hálend eldfjallaeyja og þar er hitabeltisloft...
Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út?
Allmikið hefur verið rætt um útdauða dýra og plantna á mörkum Krítar- og Tertíertímabila, fyrir um 66 milljón árum. Margir telja að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla breytinga á landi og grunnhöfum hafi átt mestan þátt í þessum útdauða. Í lok Krítartímabilsins virðist hafa átt sér stað mikil afflæði (e. regres...
Hvað hét Norðmaðurinn sem gekk til liðs við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og er í dag samnefnari fyrir föðurlandssvikara?
Vidkun Quisling (1887-1945) var foringi í norska hernum á 2. og 3. áratug 20. aldar. Hann var varnarmálaráðherra Noregs frá 1931 til 1933 en sagði þá skilið við ríkisstjórnina og stofnaði fasistaflokkinn Nasjonal samling sem einkenndist af ákafri þjóðernishyggju og andstöðu við kommúnisma og verkalýðshreyfingar. ...
Hvað er talið að Gamla testamentið hafi orðið til á löngum tíma?
Elsta efni Gamla testamentisins er eldfornt og orðið til á öðru árþúsundi fyrir Krist. Meginefni þess er hins vegar til orðið eftir að konungdæmi var sett á laggirnar eða um 1000 fyrir Krist og fram á tíma útlegðarinnar í Babýlon á árunum 586 – 538 f. Kr. Esra- og Nehemíabók, Daníelsbók og Esterarbók eru yngstu ri...
Hvenær var byrjað að skrifa -ur í staðinn fyrir -r í orðum eins og maður (maðr), veður (veðr), myrkur (myrkr) og svo framvegis?
Talið er að u-innskotið, svokallað stoðhljóðsinnskot þegar fiskr, fegrð verða að fiskur, fegurð, hafi hafist á síðasta fjórðungi 13. aldar samkvæmt dæmum í íslenskum miðaldahandritum og hefðbundin skoðun var lengi að innskotið hefði verið gengið yfir undir lok 14. aldar. Yngri dæmi sýndu aðeins íhaldssemi skrifara...
Hvað merkir hugtakið fornbókmenntir?
Hugtakið fornbókmenntir er notað um tvennt, annars vegar fornar bókmenntir og hins vegar íslenskar bókmenntir fyrir siðaskipti, aðallega fyrir 14. öld. Hugtakið fornar bókmenntir er síðan aðallega notað um klassískar bókmenntir Grikkja og Rómverja en einnig mætti nota það um bókmenntir annarra þjóða. Af sama to...
Hvers konar niðurlög eiga menn við þegar talað er um að ráða niðurlögum elds?
Orðið niðurlag er notað í merkingunni ‛endir, lok einhvers’, til dæmis niðurlag ritgerðar eða sögu. Í sambandinu að ráða niðurlögum einhvers er orðið alltaf haft í fleirtölu og sambandið hefur tvær merkingar. Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum elds.Annars vegar er það notað um að sigrast á einhverju ...
Af hverju nefnast vikulokin okkar helgi en ekki vikulok eins og weekend á ensku?
Helgur er samandregin mynd af heilagur, orðin til við brottfall sérhljóðs í þolfalli og þágufalli eintölu og allri fleirtölunni nema eignarfalli og sömuleiðis í veiku beygingunni en brottfallinu fylgdi einhljóðun tvíhljóðsins ei í e. Merking orðanna er hin sama. Nafnorðið helgi merkir ‛heilagleiki’ en einnig...
Hvað er nýlendustefna? Hver voru helstu nýlenduveldin og af hverju sölsuðu þau undir sig önnur lönd?
Eins og á við um mörg fræðileg hugtök er erfitt að gefa nákvæma skilgreiningu á nýlendustefnu (e. colonialism). Oft er henni ruglað saman við heimsvaldastefnuna (e. imperialism) og eru þessi hugtök gjarnan notuð jöfnum höndum um sama eða svipað fyrirbæri. Í nýlendustefnu felst að valdameira ríki (móðurlandið) l...